Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 37

Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 37 Grýlukerta r ★★★★ SKEMMTILEG FORVARNARSAGA FYRIR BÖRN eftir SJON oa HALLDOR BALDURSSON LISTIR INNRÖMMUN FYRIR JOLIN Opið virka daga 9-16, laugardaga 10-16, sunnudaga 13-16. Speglar í úrvali innrömmun ^llrn Ármúla 20, sími 581 1384 ÚTHLUTAÐ hefur verið til þrjá- tíu aðila úr Menningar- og styrkt- arsjóði Búnaðarbanka íslands hf. Að þessu sinni var heildarstyrk- upphæðin 8.750.000 kr. Stofnfram- lag Búnaðarbankans til sjóðsins nam 7,5 milljónum króna. A aðal- fundi hinn 11. mars síðastliðinn voru framlög til sjóðsins nokkuð rýmilegri, enda bankinn sjötugur hinn 1. júlí á þessu ári. Hlutverk Menningar- og styrkt- arsjóðs Búnaðarbankans er að styrkja íslenska menningu og list- ir, liðsinna í líknar- og mannúðar- málum, stuðla að menntun, vísind- um og tækni og loks að styðja verkefni á sviði umhverfismála. Stjórn sjóðsins skipa fimm menn. Formaður er Pálmi Jónsson, for- maður bankaráðs Búnaðarbank- ans. Með honum í stjórn eru vara- formaður bankaráðs, Þórólfur Gíslason, og bankastjórarnir þrír, Stefán Pálsson, Jón Adólf Guðjóns- son og Sólon R. Sigurðsson. Menningar- og styrktarsjóður Búnaðarbanka Islands hf. var stofnaður á aðalfundi bankans hinn 10. mars 1999. Stofnun hans kom í kjölfar þess að bankanum var breytt í hlutafélagsbanka í ársbyrj- un sama ár. Fram að þeim tíma hafði bankinn með margvíslegum og óformlegri hætti stutt við góð málefni. Þeir þrjátíu aðilar sem hlutu styrk úr Menningar- og styrktar- sjóði Búnaðarbankans að þessu sinni voru: • Grafarvogskirkja sem fékk stuðning við orgelkaup í nýju kirkjuna sem vígð var í sumar á 1000 ára afmælisári kristnihá- tíðar. • Háteigskirkja sem fékk styrk til tónlistarflutnings bæði vegna 1000 ára afmælis kristnitöku og 35 ára vígsluafmælis Háteigs- kirkju. • Ljósavatnssókn fékk stuðning vegna byggingar kirkju helg- aðrar minningu Þorgeirs Ljós- vetningagoða. • Seljasókn hlaut styrk til gerðar glerlistaverks í tilefni 20 ára af- mælis kirkjunnar. • Heimildarmynd Birgis Sigurðs- sonar sem nefnist „Endurreisn- in og almúginn“ fékk styrk. • Héraðsnefnd Austur-Húnvetn- inga fékk styrk til undirbúnings heimildarmynd um mannlíf og atvinnuhætti í Austur-Húna- vatnssýslu. • Nemendasamband Menntaskól- ans í Reykjavík fékk styrk til gerðar heimildarmyndar um starf og sögu skólans í tilefni af 150 ára afmæli hans. • Ljósmyndasafn Jóhanns Rafns- sonar í Stykkishólmi fékk styrk til að skanna ljósmyndir safns- ins. • Styrkt var gerð brjóstmyndar af dr. Björgu C. Þorláksson, en hún var fyrsta íslenska konan sem tók doktorspróf og jafn- framt fyrst Norðurlandabúa til að taka doktorspróf frá Sorbonne. • Þá var veittur styrkur til gerðar brjóstmyndar af Hans G. And- ersen sendiherra, sem var einn færasti sérfræðingur heims á sviði hafréttarmála. • Endurbygging Brydebúðar í Vík fékk stuðning frá sjóðnum. Húsið var upphaflega byggt sem verslunarhús í Vestmanna- eyjum árið 1831, en flutt til Vík- ur 1895. • Menningarsjóðurinn styrkti „Halldórustofu", viðbyggingu sem er í undirbúningi við Heim- ilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Stofan er til minningar um Halldóru Bjarnadóttur. • Styrkur var veittur til útgáfu geisladisks með lögum Arna Björnssonar tónskálds. • Hulda Björk Garðarsdóttir fékk styrk vegna söngnáms erlendis. • Islenska óperan fékk stuðning til starfsemi sinnar. • Kammersveit Reykjavíkur fékk framlag úr Menningarsjóðnum. • Margrét E. Kaaber fékk styrk til leiklistarnáms í Bretlandi. • María Huld Markan Sigfúsdótt- ir fékk styrk til fiðlunáms í tón- listarháskólanum í Berlín. • Styrkur var veittur til útgáfu hljómdisks með Smárakvartett- inum á Akureyri • Tuttugu og fimm ára afmælis- hátíð sumartónleikanna í Skál- holtskirkju hlaut styrk. • Tónlistarskóli Austur-Héraðs, Egilsstöðum fékk styrk til að kaupa sembal. • Benedikt H. Bjarnason, sem er fatlaður, fékk styrk til fram- haldsnáms í Danmörku. • Félag áhugafólks og aðstand- enda alzheimersjúkra fékk styrk til að opna dagvist í Fríðuhúsi, Austurbrún 31. • Haraldur Bessason og Baldur Hafstað fengu styrk til ritunar alþýðlegs fræðirits um þjóðsög- ur, rit sem þeir nefna „Ur manna minnum". • Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri fékk styrk til stofn- unar nýrrar námsbrautar við skólann í umhverfisskipulagi. • Þá fékk Landgræðsla ríkisins styrk til endurútgáfu ritsins „Jarðvegsrof á íslandi", en það verkefni hlaut umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs árið 1998. • Ný dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, fengu fjárstyrk til starfsemi sinnar. • SEM-samtökin, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, fengu styrk vegna húsnæðis fyrir lamaða. • Skáksamband Islands, sem er 75 ára á þessu ári, fékk styrk í tilefni afmælisins. • Þjóðgarðurinn í Skaftafelli fékk styrk til enduropnunar gamall- ar gönguleiðar sem kallast Mið- gata og opnast þar með greiðari leið inn í Morsárdal. Viðtakendur styrkja úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbankans. Þrjátíu fá menningarstyrki frá Búnaðarbankanum Skólavörðustíg 5 s: 552 7161 z ^ z z O 5- I S seria 200 Ijósa díóðusería, sem er með minni perum en mun sterkari. Líftími allt að 25.000 klst. 3.950 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Jhisa-2 NUMI OG HÖFUÐIN SJÖ Fimmtud. 7. des. HÁSKÓLABÍÓ KL. 19.30 Sinfóníuhljómsveit íslands Frumflutningurá verki Hjálmars H. Ragnarssonar. Einleikari Eveiyn Glennie. Verkiö er eitt afþeim fjöl- mörgu nýju íslensku tónverkum sem sérstaklega hafa veriö pöntuö í til- efni menningarborgarársins. Liöur í Stjörnuhátíö Menningarborg- arinnar. Númi er bara venjulegur krakki eins og þú og ég en kannski með aðeins meira ímyndunarafl. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og oftar en ekki eru ímyndaðar ófarir hans, okkur hinum, víti til varnaðar. Barnabók og diskur Verð aðeins 2500 kr. Takið vel á móti sölufólki okkar tí$ SlYSflVfiRNflFElflCID LflNDSBJÖRG Stangarhyl 1 • S. 570-5900 ragnar@landsbjorg.is www.landsbjorg.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.