Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 39 . Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bragi Þórðarson dýrt verk og metnaðarfullt. Á seinni árum höfum við síðan bætt útgáfu hljóðbóka við okkur sem er vaxandi útgáfumáti hjá okkur.“ Þetta er nú gullið mitt, Bragi Þið eruð í þessu tvö, þú og konan þín? „Já við erum tvö og höfum aldrei haft neitt starfsfólk okkur til aðstoð- ar. Á álagstímum koma börnin okkur til aðstoðar, en þau eru í annarri vinnu en hjálpa til þegar mikið er um að vera í útgáfunni." Hefur staða bókaútgefandans ekki breyst mikið á þessum Qörutiu árum sem liðin eru frá stofnun Hörpuútgáfunnar? „Þetta er mikil breyting sem átt hefur sér stað á þessum árum. Á fyrstu árunum kom ég til eins vinar míns bókaútgefanda sem nú er lát- inn. Ég gekk um lagerinn hjá hon- um, og þar voru bókafjöll, og segi við hann: „Heldur þú að þetta seljist nokkurn tíma?“ Hann strauk bóka- staflana svona vel og notalega og sagði: „Þetta er nú gullið mitt, Bragi.“ Á þeim tíma voiu bækur í rauninni góð fjárfesting, meira að segja á árabili hækkuðu bækur í verði með verðbólgunni, þannig að þær voru góð fjárfesting! Margir áttu vegleg bókasöfn og þetta var eiginlega þeirra trygging til framtíð- ar, ef illa færi þá gátu þeir alltaf selt bækumar sínar. Þetta hefur breyst mikið núna, alveg gífurlega mildð. Núna getum við ekki horft á bókina sem neina sérstaka fjárfestingu. Ég lít á fjárfestingu í bókaútgáfu sem fjárfestingu í hugmyndum og hug- viti, en ekki í sjálfum lagemum. Við eigum til dæmis ekki mikinn bóka- lager. Utgáfan er fjömtíu ára og við emm búin að gefa út rúmlega fjögur hundmð titla og að gamni má segja frá því að húsnæðið sem við erum með lagerinn í hér á Akranesi er tæpir tjömtíu fermetrar. Það er ekki meiri lager sem við eigum. Við emm ekki með nein fjöll af óseldum bók- um, lagerinn er meira og minna þessar sígildu bækur sem sejjast all- an ársins hring.“ En góð bók er gulli betri, eða hvað? „Ég held að bókin eigi góða fram- tíð, það er mikil gróska í bókaútgáf- unni í dag. Það hefur aldrei komið út jafnmikið af bókum og núna og það em margar áhugaverðar bækur á markaðnum. Umfjöllun um bækur er góð og verðið er lágt, því þær em seldar á tilboðum, svoleiðis að það kemur kaupendunum til góða. Ég sé fyrir mér að bóksala geti orðið góð nú í desember. Við höfum hins vegar á þessum tímamótum, 40 ára afrnæl- inu, breytt töluvert um áherslur í út- gáfustarfsemi okkar. Áherslubreyt- ingin felst í því að við höfum dregið saman útgáftma fyrir jólamarkaðinn og leggjum meiri áherslu á heilsárs- bækumar. Menn geta dregið álykt- anfraf því!“ Ef við drögum þetta saman má þá orða það þannig að prentverkið og bókin sjálf hafi verið ástríða þín allt frá æskudögum? „Já, og er enn. Ég myndi kannski vilja bæta við að þetta ferli frá því að hugmynd kviknar að bók og þar til hún kemur í hendur þínar er ákaf- lega spennandi. Stundum fáum við hugmynd að bók og ráðum einhvern til að skrifa hana, ljósmyndara ef því er tii að dreifa, og einhvem sem ræð- ur útliti og hönnun. Síðan verður bókin til og það er mjög stór stund og áhrifamikil þegar maður tekur fyrsta eintakið í prentsmiðjunni og athugar hvernig til hefur tekist. Það er alltaf jafnáhrifamikil stund að opna nýja bók, handleika hana og at- huga hvort allt hefur gengið sem lagt var upp með. Hvort útlit og umbún- aður sé eins og til stóð og ef það hef- ur tekist þá er það geysilega notaleg tilfinning. Þá líður manni ákaflega vel. Ég upplifi þetta mjög oft. Þetta er kannski stærsta augnablikið á ferli hverrar bókar. Þegar maður sér að allir þræðimir hafa ofist saman svo úr verður bók, það er stórkost- legt! Síðan kemur hinn þátturinn sem er að selja bókina og það er allt annar hlutur. Það er auðvitað markmið að selja mikið og vel en það er ekki aðalmarkmiðið. Ef bókin er ekki í lagi er ekkert gaman að selja hana. Hún verður að vera í lagi og veita þér ánægju. Núna er ég eigin- lega farinn að tala á tilfmningalegum nótum eins og þú heyrir." Af öllu þessu sem þú segir má greina að Hörpuútgáfan hafi veitt ykkur hjónum ófáar ánægjustundfr á þessum fjörutíu árum sem liðin eru frá stofnun hennar? „Já, við höfum verið ákaflega lán- söm með útgáfuna. Við höíum haft góða afkomu, okkur hefur gengið vel og við látum hvergi deigan síga.“ „Ég hef tekið viðtöl við þær og séð hvaða aðstæður það eru sem hafa gert Island að girnilegum kosti. Mun betri en að leggja fyrir sig einhvers konar vændi. Þótt þær hafi verið fátækar búa þær yfir of mikilli sjálfsvirðingu til þess. En það hentar okkur af einhverjum ástæð- um að líta svo á að þær eigi allar sama bakgrunn. Og það er kannski ekki skrítið. Það þarf ekki annað en að fara á Netið, á spjallrásir um kynlíf, til að sjá karla sem hafa verið í Taflandi skrifast á og mikla sig af því að konurnar sem þeir hafa verið að gamna sér með þar hafi litið út fyrir að vera tólf ára. Mér finnst það segja ógeðfellda hluti um þá karl- menn sem eru að stæra sig af þessu en þær konur sem eiga enga mögu- leika í sínu landi - því eins og við vitum bitnar kynjamisréttið alltaf mest á þeim konum sem eru fátæk- ar - eiga jaftivel ekki í sig og á. En þær tælensku konur sem ég talaði við hér voru bæði þakklátar og ánægðar með það sem þær höfðu hér - jafnvel hluti sem við íslenskar konur kynnum ekki að meta. Engu að síður voru þetta nyög vandaðar manneskjur sem kunna að spjara sig.“ Síðan er vinkona Napassorn, Sinj- ai, sem á allt annan bakgrunn og er vægast sagt býsna seig. Þær eru æði ólíkar. „Já, það er af ásettu ráði. Hjóna- band hennar og Bjössa gengur samt mjög vel. Mig langaði að stilla upp andstæðum til að draga fram það sem skiptir máli í samskiptum Guð- mundar og Napassorn og líka til að sýna fram á að þessi hjónabönd geta gengið mjög vel.“ Þú ert líka í og með að afhjúpa fordóma sem íslendingar gerast oft sekir um, ekki satt? „Jú, ég er hlynnt því að fá sem kryddaðast þjóðfélag. Mér finnst oft illa farið með nýbúa hér á Islandi. Það er til dæmis alveg dæmigert að hámennt- aður skurðlæknir fái bara að skera steinbít hérna, vegna þess að hann er með svarta húð. Þeir einstakling- ar sem flytja hingað eru oft hæfi- leikaríkt fólk sem flytur alls konar skemmtilegheit með sér en við setj- um þá alla undir sama hatt og miss- um af því sem þeir hafa að gefa.“ Þú ert þá ekki hrifin af hugmyndinni um hreina islenska stofninn? „Nei, við eigum á hættu að verða eins og Golden Retriever-hundar sem eru orðnir svo hreinræktaðir að þeir eru með skakkan hrygg og eymaexem og þurfa að vera með kraga um hálsinn. Þeir eiga líka til einkennilegar geðsveiflur sem stafa af hreinrækt. Eg held að bastarð- arnir séu bestir." Hvernig myndir þú sjálf skilgreina þema bókarinn- ar? „Rétt eins og í fyrri bókinni minni, Stjómlausri lukku, snýst þemað um unga stúlku í leit að betri tilvem." Þau voru bæði syfjuð og pakk- södd svo ekkert varð af kvöld- kaffinu. Napassom fór bein- ustu leið inná baðherbergi til að þvo sér en Guðmundur beið í stofunni á meðan og tottaði pípuna. Hann horfði um stund á myndina sem var merkt Stórval og því næst hvörfluðu augun að Búddaaltarinu. Kertið var hálf- brunnið og reykelsisaskan lá á dúkn- um en Búdda hafði hvorki smakkað vott né þurrt því vatnið lá óhreyft í glasinu og vínberin voru á sínum stað. Guðmundur flissaði, saug reyk- inn djúpt ofan í sig og velti svo græn- um glerfroskinum fyrir sér; þvflík sérviska að dröslast með þennan ljóta hlut á milli heimsálfa - en konur eru duttlungafullar og kannski þótti henni vænt um styttuna. Hann geisp- aði syfjaður og ætlaði að loka augun- um þegar hann sá skyndilega fíl í einu homi stofunnar. Guðmundur gapti hlessa og virti fílinn fyrir sér. Þetta var metershá tréstytta, dökk- brún og glansandi, og ansi fyrirferð- armikil. Napassom hlaut að hafa komið með fflinn nýlega, annars hefði hann tekið eftir honum. Guðmundur reis forviða á fætur, gekk að stytt- unni og brá enn meira þegar hann sá verðmiðann á rana fflsins. Gripurinn hafði kostað 35.000 krónur. Hvemig datt hagsýnni stúlkunni í hug að kaupa sér ffl á 35.000 krónur? Það var ofar hans skilningi. Hún hafði fengið útborgað um mánaðamótin og hann hélt að hún hefði sett peningana sína inn á ör- ugga bankabók og borgað inn á skuldina fyrir ferðalaginu til íslands - en hann hafði ekki órað fyrir að hún myndi kaupa ffl. Úr Annað líf Gleðileg Jól Á leið til jötunnar BÆKUR Barna - og ungl- ingabók FJÓRTÁNJÓLASÖGUR Þýðandi: Sr. Hreinn S. Hákonarson. Umbrot: Skerpla ehf. Prentun: Gut- enberg ehf. Utgefandi: Skálholtsút- gáfan 2000. DENNIS Pepper valdi þessar sög- ur úr The Oxford Book of Christmas Stories. Látlausar og snjallar era þær flestar, sumai- mjög fallegar, t.d. Jóla- gjöfin; Týndi drengurinn; Nóg af kryddkökum. í sögunum takast á Ijós og myrkur, - og ljósið sigrar. í þeim er græðgi lýst; undrun snáða, er það rennur upp fyrir honum, að jólasveinninn er leik- inn af manni; sagt frá komu Krists til jarðar, reynt að skilja hughrif Maríu; sagt frá heilaþvegnum böðlum; sagt frá, hvemig kærleikurinn sigrar ön- ugheit; sagt frá hungri þess er í gulla- hrúgunni situr og mörgu, mörgu fleiru. Eins og bent er á í eftirmála henta þessar sögur vel sem kveikja um- ræðna milli bams/unglings og fullorð- ins. Æskulýðsleiðtogar kirkjunnar ættu því að veita þessari bók athygli, hún gæti orðið þeim hjálp í starfi. Nú, foreldrar sitjandi á rúmstokki bams, er spennt bíður jóla, ættu líka að renna augum til bókarinnar. Þýðing er oftast þokkaleg, að vísu þreytu merkt á stundum. Dæmi: ... spennti hann sleða fyrir hestana ... (9);... dálítið uppburðarlítil inni í mér. (27); Hann gretti sig ekki í andliti ... (83); Bamið sem fæðist reynist vera drengur en hann er dáinn þegar í heiminn er komið. (102). Mér var ung- um kennt, að slík vera væri andvana fædd. Mál er að linni. Prentverk er vel unnið. Eg hefi aldrei séð bókarkápu nýtta á þann hátt, sem hér er gert. Víst er þetta nýtni, en sleppt hefði eg eftirmálan- um, - birt ritningarorðin þar. Smekksatriði. En svona er að verða gamall, nýjungum er mætt með tor- tryggni. Góð bók. Sig. Haukur JAKKAFATADAGAR 50—80% læsra ver® á merkjavöru og tískufatnaði Veródæmi áður nú (Ný sending) Obvius jakkaföt 29r@O0 9.500 Henry skyrtur 2^990" 990 Hudson spariskór Sr9eo 1.900 Studio dragtir 14r460 6.600 Trend hælaskór s^ee- 500 Zinda stígvél L5c90D 2.900 Everlast úlpur &©oo- 1.900 Fila skór &^ecr 1.900 Levis buxur &9SCT 3.500 DKNY sportskór 2.900 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ (Faxafeni 10, s. 533 1710 i Gildir sem 10% aukaafsl. til 16/12 d Opið: Mánudaga - fimtudaga 11.00-18.00 Föstudaga 11.00-19.00 Laugardaga 11.00-17.00 Opiö sunnudag 13.00-17.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.