Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 41
Nýjar bækur
• SAGNFRÆÐISTOFNUN hef-
ur gefið út ritið Dulsmál 1600-
1900. Már Jónsson dósent í sagn-
fræði bjó til
prentunar og
ritar inngang. I
fréttatilkynn-
ingu frá Sagn-
fræðistofnun
segir að uppvíst
hafi orðið um
útburð á óskil-
getnu barni
nærri þriðja
hvert ár að jafn-
aði á tímabilinu 1600-1900. Slík
mál hétu á þeim tíma dulsmál.
Refsingar voru grimmilegar og
síðasta aftaka fjrrir dulsmál fór
fram árið 1792. í bókinni eru birt-
ir í heild fjórtán dulsmálsdómar
úr héraði þar sem málsatvik koma
skýrt fram. I ítarlegum inngangi
fjallar Már Jónsson um dulsmál
almennt, rekur atburðarás, út-
skýrir aðstæður hinna sakfelldu
og gerir grein fyrir réttarþróun
bæði hér á landi og erlendis. Skrá
fylgir um þau rúmlega 100 mál
sem komu fyrir rétt á Islandi.
Utgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókarkápu hannaði Kristinn
Gunnarsson. Bókin er 286 bls.
• ÚT er komin bókin Hundrað og
ein ný vestfirsk þjóðsaga, 3. hefti,
í samantekt Gísla Hjartarsonar,
ritstjóra á Isa-
firði.
í fréttatil-
kynningu segir:
„Þjóðsögurnar
pru brandarar
og skemmti-
sögur að vestan
og ætlaðar til að
kalla fram bros
og jafnvel hlát-
ur. Sumar sög-
urnar eru sannar en aðrar lognar.
Skemmtileg tilsvör, furðulegar
uppákomur og hlægileg mistök á
hverri síðu sýna, að Vestfirðingar
kalla ekki allt ömmu sína í þeim
efnum. Fyrri heftin tvö voru sölu-
hæstu jólabækurnar á Vestfjörðum
1998 og 1999.“
Útgefandi er Vestfirska forlagið
á Hrafnseyri. Bókin er unnin í As-
prent/POB á Akureyri oger 116
bls. Leiðbeinandi verð 1.700 krón-
ur.
• NÝLEGA var birt á vefsíðu
MARKmiðlunar ehf. bókin Náðu
settu marki sem er fræðsluefni
um markmiðasetningu og tíma-
stjórnun. Þetta er hagnýt bók
byggð á árangursfræði, með til-
vitnunum og dæmisögum auk
verkefna sem lesandanum er ætl-
að að fylla út. Bókin er boðin án
endurgjalds, og þarf lesandi ekki
annað en að skrá sig á póstlista
MARKmiðlunar til að geta prent-
að út bókina. Það var Olafur Þór
Ólafsson Phonix leiðbeinandi sem
tók efnið saman fyrir Markmiðlun
ehf. slóðin er http://www.mark-
midlun.is
------*-*-+-------
Nýjar hljóðbækur
• HLJÓÐBÓKAKLÚBBURINN
sendir frá sér eftirtaldar hljóð-
bækur nú fyrir jólin: Byltingar-
börn eftir Björn Th. Björnsson.
Höfundur les.
Hljóðbókin kemur samtímis út
og prentuð útgáfa Máls og menn-
ingar.
4 snældur. 5 klst. Leiðbeinandi
verð: 3.990 krónur.
Gula húsið eftir Gyrði Elíasson.
Höfundur les. Hljóðbókin kemur
samtímis út og prentuð útgáfa
Máls og menningar -Vöku-
Helgafells.
2 snældur. 3 klst. Leiðbeinandi
verð: 3.690 krónur.
Kular af degi eftir Kristínu
Mörju Baldursdóttur. Höfundur
les.
4 snældur. 6 klst. Leiðbeinandi
verð: 2.880 krónur.
Fegraðu líf þitt eftir Victoriu
Gísli
Hjai*tarson
Már
Jónsson
Moran í þýðingu Þóru Sigríðar
Ingólfsdóttur. Þýðandinn les.
Hljóðbókin er skreytt með tónlist
eftir Herdísi Hallvarðsdóttur.
Hljóðbókin kemur út samtímis
prentaðri útgáfu bókaútgáfunnar
Sölku.
4 snældur. 5 klst. Leiðbeinandi
verð: 2.980 krónur.
Brúin yfir Dinunu eftir Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson. Höfund-
ur les.
Hljóðbókin kemur bæði út á 2
geislaplötum og 2 snældum.
Hljóðbókin kemur út samtímis
prentaðri útgáfu Máls og menn-
ingar.
Leiðbeinandi verð á geislaplöt-
um: 2.490 krónur. Leiðbeinandi
verð á snældum: 1.990 krónur.
Sagan af bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason. Hilmir
Snær Guðnason leikari les.
2 snældur. 2 geislaplötur. Leið-
beinandi verð á snældum: 1.990
krónur. Leiðbeinandi verð á
geislaplötu: 1.990 krónur.
Ég heiti Blíðfinnur - en þú
mátt kalla mig Bóbó eftir Þorvald
Þorsteinsson. Höfundur les.
2 snældur, 3 klst. Leiðbeinandi
verð: 1.680 krónur.
Alkemistinn eftir Paulo Quelho.
Þýðandinn Thor Vilhjálmsson les.
4 snældur. 6 klst. 184 bls. Leið-
beinandi verð: 3.680 krónur.
Áður en þú sofnar eftir Linn
Ullmann. Þýðandi Solveig B.
Grétarsdóttir. Vala Þórsdóttir
leikkona les.
6 snældur. 9 klst. Leiðbeinandi
verð: 3.980 krónur.
Lesið úr nýjum þýðing-
um á Súfístanum
LESIÐ verður
úr nýjum þýð-
ingum á Súfist-
anum, bókakaffi
í verslun Máls
og menningar,
Laugavegi, í
dag, fimmtudag,
kl. 20. Þar les
Bjöm Þór Vil-
hjálmsson úr
Ströndinni eftir
Aiex Garland, Svanur Kristbergs-
son les úr Blýnótt eftir Hans Jenny
Jahnn, Friðrik
Rafnsson les úr
Öreindunum eftir
Michel Houelle-
becq, Sigrún Á.
Eiríksdóttir les
úr Ingu og Míra
eftir Marianne
Fredriksson og
Brynhildur
Bjömsdóttir les
úr þýðingu Kol-
brúnar Sveinsdóttur á Dóttur gæf-
unnar eftir Isabel Allende.
góð tilboð
Hurðarkrans
Skrautsería - englar
>sa utlsena \
Straumbreytir fylgir.
CreniEengjur
frá Biómavaii
25 jólakort
og umslög
'Aiwt cAKoa 'jgkí srr