Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 42

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR LJOSMYJVÐIR Ljósmjndasafn Reykjavfkur Grófarsal Grófarhóss / Tryggvagiitu 1 5 MÓÐIRIN í ISLENZKUM LJÓSMYNDUM Opið mánudaga- föstudaga frá 14-18, laugardaga og sunnu- daga 13-17. Til 10. desember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ telst snjöll hugmynd hjá Ljósmyndasafni Islands, að standa fyrir sýningu með móðurina í íslenzk- um ljósmyndum sem viðfang. Var líka með tilhlökkun og eftirvæntingu að rýnirinn nálgaðist framkvæmdina í hinum vistlegu húsakynnum safns- ins. Undarlegt að hugsa til þess hve móðurímyndin hefur gegnt takmörk- uðu hlutverki í íslenzkri myndlist frá fyrstu tíð, jafn sígilt myndefni og hún hefur verið í heimslistinni frá upphafi vega. Man Ijóslega eftir því, að móð- urímyndin taldist margtuggið, væm- ið og úrelt myndefni á námsárum mínum, en það var löngu áður en ég uppgötvaði að ekkert viðfangsefni undir sólinni getur úrelst, einungis viðhorf (alltof) dauðlegra og fall- valtra manna til þess. Samt voru frá- bær dæmi þess að svo væri ekki allt um kring, en einnig lágkúrugildi stundlegra viðhorfa sem jafnan er haldið að ungum, sem skilaboðum um hið nýjasta handan við hornið eða neðar á götunni. Þá hefur ekki mikið borið á því að viðfanginu hafi verið gerð verðug skil á sýningavettvangi ljósmynda til þessa og því tími kom- inn til að snúa við blaðinu. Þetta er þó eitt algengasta viðfangsefni þeirra sem á annað borð eiga myndavélar, því hvað er forvitnilegra, nærtækara og yndislegra en móðir og bam, og hvað skyldi væmið og margtuggið við það? í raun ekkert, frekar en að sól- arupprásin og gróðursprotar vorsins séu úrelt fyrirbæri. Ætli að ekki séu tiltæk nokkur hundruð þúsunda mynda í fjölskyldu- albúmum og skúffum í landinu öllu sem skara viðfangið auk þeirra sem fagljósmyndarar hafa tekið á stofum sínum og heimilum fólks. Kannski nær talan miljón eða miljónum, en af því ber ekki að hafa hinar minnstu áhyggjur. Hins vegar er úr vöndu að ráða þegar velja skal á eina sýningu stikkprufu af öllu kraðakinu sem fyr- ir hendi er, þótt eðlilega séu það í þessu tilviki einungis myndir í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Þjóðminjasafns Islands. En hvernig sem á málið er litið er viðfangið heill- andi, jafnframt yfírmáta vandasamt og um margar leiðir á hæðina að velja. Menn geta svo sem verið sammála þeirri leið sem valin var, þó einungis Haraldur Blöndai, Þjóðminjasafn Islands. Nína B. Hlöðversdóttir (í eigu höfundar). Mæður og afkvæmi út frá því sjónarmiði að okkur beri sérstök skylda til að horfa á hlutina í gegnum gleraugu annarra og þá helst þeirra er byggja útlandið. Er- um þá í eins konar þjónustu og klón- unarhlutverki við ímyndaðar nýjung- ar að utan. Uppstokkun heimilda úr hvunndeginum, svo nefnd, Dokum- entation, er eitt algengasta fyrirbær- ið sem menn sjá á sýningum núlista eriendis nú um stundir og ber ekki á nokkurn hátt að amast við þeirri hlið tjámynstursins. Sú spuming leitar þó á, hvort þetta hafi verið heppilegasta lausnin í þessu sérstaka tilviki. Hvort heldur skyldi viðra sig upp við núið að utan eða viðfangið í eðli sínu. Einnig hvort sýningarstjórinn sé hið stóra atriði en ljósmyndimar einungis efni- viður í höndum hans til sjálfhygli. Hlutverk og framgangur sýningar- stjóra er nú mjög til umræðu erlendis og þeir undir smásjá eins og rýnirinn hefur áður vikið að í skrifum sínum, einkum vegna þess hve mjög þeim eru mislagðar hendur. Sýningar ófárra þeirra helst með óþreyjufullt aðdráttarafl fyrir veggina á staðnum eina sér og andrúmið í salarkynnun- um, öllu síður mennskar verar. Sýningarstjórinn Osk Vilhjálms- dóttir hefur valið þá leið að túka við- horf sín til núlista, eins og við þekkj- um af einkaframníngum hennar á öðram vettvangi, Ijósmyndimar og viðfangið í aukahlutverki til hliðar. Heill veggur hefur verið lagður undir aragrúa mynda sem verða einn sam- þjappaður og heill flötur, þar sem hvergi er svigrúm fyrir þagnir né að þær nái að draga andann. Ein og ein stækkuð Ijósmynd prýða aðra veggi en sumir era fullkomlega auðir. Þrjár stækkaðar myndir af óléttum konum í skoti við útgang listrænasta innleggið á allri framkvæmdinni. Innsetningu í rými mætti nefna þetta, en satt að segja era 99% al- mennra sýningargesta komin til að sjá allt annað, þ.e. viðfangið sjálft sem er vel að merkja: Móðirin í ís- lenzkum ljósmyndum. Væri 100% í lagi ef sýningin væri einkasýning sýningarstjórans með móðurina sem þema, en svo er barasta ekki og því skal hvorki þjónað né drottnað, ein- ungis miðlað. Fyrir gamalgróinn borgarbúa er afar fróðlegt að rýna í kraðaðkið, og fyrir unga er sýningin hafsjór fróð- leiks um horfinn tíma, en óþarflega erfitt að einbeita sér að einstaka myndum með ásókn og áreiti annarra allt um kring, ekki síst vegna þess að sumar era í lit. Hér fóru miklir mögu- leikar um skilvirka og eftii-minnlega sýningu að stóram hluta forgörðum og ekki bætti úr skák að gestirnir fengu ekkert á milli handanna, sýn- ingarskrá engin en þó vísbending um bók á leiðinni. Bókin komin, en virðist þó engan vegin hugsuð sem sýning- arskrá fyrir þennan sértæka fram- níng, því þar er öllu skipulegar geng- ið til verks og allar myndimar í svart-hvítu. Ávinningurinn greinileg- astur varðandi myndina á boðskorti og veggspjaldi, því svart-hvíta útgáf- an í bókinni er stóram sannari og hrifmeiri. Bókin þannig allt annar og öfundverðari vettvangur að rýna í. Hvað sem öðra líður skal fólk hvatt til að skoða sýninguna og umfram allt ætla sér góðan tíma til þess. Summan af þrem heimsóknum er að biðja um betra skipulag og umfram allt eitt- hvað í hendumar til að styðjast við, hér gilda sömu reglur og í kennslu, að ef upphafið tekst vel er maður kom- inn langleiðina að markinu, ef ekki fer öll önnin í að bjarga málum. Vakni svo ekki forvitni sýningargesta í upp- hafi má síður gera ráð fyrir að þeir rati á staðinn aftur. Bragi Ásgeirsson Verslum þar sem stemmningin er. Fréttagetraun á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTHVAO HÝTI Skart LIST OG HÖJYNIM Gul Ismiðja H a n s í n 11 J e n s Laugavegi 20b HÁLSMEN OG ARMBÖND RAGNHILDUR SIP REYNISDÓTTIR Opin á verslunartíma. Til 9. desember. Aðgangur ókeypis. INN af gullsmiðju Hansínu Jensdóttur er lítið aflangt skot þar sem af og til hafa verið settar upp litlar en vandaðar sýningar ein- staklinga í faginu. Undanfarið hef- ur ungur gullsmíðameistari, Ragn- hildur Sif Ragnarsdóttir, verið þar með kynningu á smíðisgripum sín- um, hálsmenum, armböndum og einni silfurkeðju. Ragnhildur er í þriðja ættlið gullsmiða, bæði faðir hennar og afi eru gullsmiðir, svo kannski má segja að hún hafi Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Silfurhálsmen m/agati (4). fæðst með silfurskeið í munninum í mjög nærtækri en þó ekki endi- lega bókstaflegri merkingu. Það má vera alveg rétt að ís- lenzk hönnun sækir stíft fram á flestum sviðum, þar sem hún á annað borð hefur vaxtarskilyrði og nær að þróast, og hér er öll upp- örvun af hinu góða, ef ekki algjör forsenda metnaðarfullrar döngun- ar. Olíkt mörgum gullsmiðum er það hvorki flókið víravirki né nú- tímalegt sprell sem vakir aðallega fyrir gerandanum heldur hið klára og einfalda. Helst er sótt til frum- formanna, hringsins og fernings- ins, ásamt því að inngreyptir stein- arnir í hálsmenunum og armböndunum era ljósir og gagn- sæir, engar litfagrar áherslur hér. Naumhyggju á fullu mætti nefna vinnuferlið og er ein sígildasta og erfiðasta þraut gullsmíðinnar, út- koman um leið einhver hin feg- ursta er vel tekst til. Og vissulega er hér vel og fagmannlega að verki staðið, nefni helst sem dæmi Silf- urhálsmen m/ agat (4) og Silfur- hálsmen m/ carneol ásamt arm- bandi (10). En það sem mest virðist hafa verið lagt í og skilar úrskerandi árangri er þó Silfur- keðja (8), lætur lítið yfir sér í fyrstu líkt þokkafullri róðu, sem verður æ fegurri eftir því sem maður kynnist henni nánar. Mér skilst að þetta sé frumraun Ragnhildar Sifjar á sýningarvett- vangi og ekki fæ ég annað séð en að framtíðin blasi við henni, þó er alltaf hollt að minnast orða Karls Valentin: Listin er falleg en út- heimtir mikla vinnu... Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.