Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 59

Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 59,g Eru kjarakröfur framhaldsskóla- kennara sanngjarn- ar eða óábyrgar? SEM kennara við verkfræðideild Há- skóla Islands er mér annt um að sem flestir nemendur, jafnt stúlk- ur sem drengir, hefji nám í verkfræði og raunvísindum og að þeir komi að náminu með þann undirbúning og þroska sem geri þeim kleift að ráða við slíkt krefjandi nám. Yf- irstandandi kjaradeila framhaldsskólakenn- ara við ríkið verður mér tilefni nokkun-a hugleiðinga um þennan undirbúning nemenda og kjör þeirra kennara sem er ætlað að veita hann. Eg einskorða mig að mestu við stærðfræði, þar eð hún stendur mér næst, en orð mín ber þó að túlka svo að hliðstæð umfjöllun og ályktanir eigi við um kennara í öðrum greinum Hvað varðar stærðfræðiiegan undirbúning nemenda minna fmnst mér skipta máli að þeir hafi fengið nokki-a innsýn í eðli stærðfræðilegra skilgi-eininga og formlegrai- rök- semdarfærslu, að þeii- átti sig á gagnsemi stærðfræðilegs táknmáls en hafi jafnframt öðlast reynslu af að setja fram stærðfræðilegan rök- stuðning í samfelldu skiljanlegu máli, að þeir hafi vanist því að nota stærðfræðina við að leysa verkefni úr öðrum raungreinum eða verkefni sem upp koma í daglegu lífi og að þeir hafi kynnst því hvemig tölvur nýtast við lausn margvíslegra stærð- fræðilegra verkefna og hvernig stærðfræðin nýtist við að gera ýmsa tölvuvinnslu markvissari. Það skiptir mig mun minna máli hvaða tiltekn- um þekkingaratriðum nemendurnir kunni skil á. Ég bíð þess þannig ekki með sérstakri eftirvæntingu að fá inri í háskólann nemendur sem hafa farið í gegnum framhaldskólann með tveggja ára hraðnámi því að ég tel hættu á að þar verði of mikil áhersla lögð á að nemendur innbyrði sem flest þekkingaratriði á sem skemmstum tíma. Hvaða menntun og hæfileika þarf sá kennari að hafa sem á að geta veitt nemendum slíkan undirbúning? Hann þarf að hafa mikla fagmenntun til þess að geta óhikað nálgast sama viðfangsefni frá mörgum hliðum, rökrætt við nemendur sína og fylgt eftir þeim hugmyndum sem þeir kunna að hafa um lausn verkefna þó þau fylgi ekki forskrift kennslubók- arinnar. Hann þarf að hafa áhuga á að laða fram það besta hjá hverjum nemanda, fylgjast með þeim mögu- leikum sem felast í aukinni tölvu- notkun, nýrri upplýsingatækni og að nýta sér gagnlegar niðurstöður sem sívaxandi rannsóknir í stærðfræði- menntun eru að leiða í ljós. Hann þarf að hafa metnað fyrir hönd sjálfs sín, nemenda sinna, skólans og fagsviðsins. I framhaldi af þessu leiði ég hug- ann að því hvers konar kjör skóla- stjóri þarf að geta boðið slíkum starfskrafti, ef nokkur von á að vera til þess að fá hann til starfa. Ég lít þá á það sem hluta af heilbrigðum metnaði og sjálfsvirðingu starfs- manns að hann sætti sig ekki við annað en að krefjandi og vel unninn störf séu metin að að verðleikum. Mitt mat er að byrjunargrunnlaun verði að nema a.m.k. 180 þúsundum króna og að skólastjóri þurfi síðan að hafa umtalsvert svigrúm til þess að geta hækkað þessi laun upp í a.m.k. 250 þúsundir króna hjá þeim kenn- ara sem reynist hinu vandasami starfi vaxinn, helgar skólanum um langan tíma starfskrafta sína og nær árangri í starfi sem verður nemend- um hans og skólanum til framdrátt- ar. En kjör eru ekki aðeins fólgin í launum heldur líka starfsaðstöðu. Ég er þannig þeirrar skoðun- ar að það sé óraunhæft að vera með framan- greindar væntingar til framhaldsskólakennar- ans ef honum er ætlað að kenna mikið yfir 20 kennslustundir á viku og vera með bekki sem eru með mikið fleiri en 20 nemendum. Ég fæ ekki betur séð en að kjarakröfur kennara í yfirstandandi verkfalh séu vel innan ofangreinds ramma. Ef ég leyfi mér að horfa fram hjá for- sögu deilunnar er ég því afdráttar- laust þeirrar skoðunar að þær séu bæði eðlilegar og sanngjarnar. Ég á sér í lagi erfitt með að sjá fyrir mér þann forstjóra ríkisstofnunar eða einkafyrirtækis sem er í dag að leita að starfsmanni með hliðstæða menntun og færni en hafni því alfar- ið að ræða við umsækjanda sem set- ur fram slíkar kjaraóskir á þeirri for- sendu að þær séu órækur vitnis- bm’ður um óraunsæi hans og ábyrgðarieysi. Það er svo annar handleggur hvort þeir sem mestu ráða um launa- þróun í landinu, og þar koma vissu- lega fleiri til sögunnar en ráðherrar ríkisstjórnarinnar, meti það svo að ríkið hafi ekki efni á því greiða fram- Kennarar Hitt er svo annað mál, segir Sven Þ. Sigurðs- son, hvort ríkið telji sig hafa efni á þvi að greiða framhaldsskólakenn- urum slík laun. haldsskólakennurum slík laun. En þá verða bæði þeir og ég að horfast í augu við eftirfarandi framtíðasýn. Allt of fáir ungir hæfir kennarar munu fást til starfa og margir af best menntuðu kennurunum sem fyrir eru munu hverfa til annarra starfa enda úr ýmsu að velja í upplýsinga: og þekkingarsamfélagi nútímans. í kjölfarið mun þeim smátt og smátt fara fækkandi sem treysta sér til að takast á við nám í verkfræði og raun- vísindum eða annað krefjandi nám á háskólastigi. Nýsköpun í atvinnu- vegum þjóðarinnar og aukning í þjóðarframleiðslu verði minni en efni standa til og fjármálaráðherrar framtíðar munu þá enn sjá sig knúna til þess að halda því fram að það sé uppi í skýjunum að ríkið geti borgað framhaldsskólakennurunt sam- keppnisfær laun. Höfundur er reiknifræðingur og prófessor við tölvunarfræðiskor Háskóla íslands. Sven Þ. Sigurðsson Þekkingarbókhald T Alheimsvæðing markaða og viðskipta- vina, nýsköpun, upp- lýsingatækni og rafræn viðskipti eru hugtök sem eru einkennandi í umræðu um hið nýja hagkerfi. Óáþreifanleg- ar eignir svo sem þekk- ing, nýsköpun, við- skiptaverðmæti og ferlar leika lykilhlut- verk í framleiðslu og þjónustu fyrirtækja. Leiðandi fyrirtæki eru farin að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að skrá óáþreifanlegar eignir og færa í bók- haldið. Engar skýrar reglur eru hins vegar til um hvernig það er gert og þar er stórt verkefni sem tekist verð- ur á við á næstunni. Eiga fyrirtæki að mæla þekkingu? Grundvallarástæða þess að fyrir- tæki mæla þekkingu er sú að óefnis- legar eignir fremur en áþreifanlegar eignir skapa meiri verðmæti. Sam- kvæmt fyrrum ritara OECD Jean- Claude Paye eru óefnislegar eignir gi’undvöllur efnahagslegrar velsæld- ar hveirar þjóðar. Skrásetning á þekkingu fyrirtækja kom fram í fyrsta skipti í skýrslufomi kringum 1990. Síðan þá hafa fyrirtæki eins og Skandia í Svíþjóð og Ramboll í Dan- mörk unnið með skrásetningu á þekkingarverðmætum. Samnorrænt verkefni Nordika sem hefur það markmið að leggja mat á óefnislegar eignir í fyrirtækj- um hefur verið sett af stað hér á landi. Nú þegar hafa fjögur fyrirtæki hér á landi: Islandsbanki-FBA, E JS, Miðheimar og Sjóvá-Almennar lagt mat á þekkingarfjármagn og eru að hefja skýrslugerð á óefnislegum eignum sem liggja í fyrirtækinu. Fróðlegt verður að fylgjast með frumkvöðlavinnu þessara fyrirtækja hér á landi. Vinna með óefnislegar eignii’ er viðamikið verkefni því ekki er til við- urkennd aðferð við reikningsskil eða meginreglur í bókhaldi sem fyrir- tæki geta stuðst við. En jafnframt er það orðið sérhverju fyrirtæki mikil- vægt að geta sýnt fram á fyrir hvað þau standa og hvemig þau þróa og hagnýta þekkingu. Erfitt er fyrir fjárfesta að bera saman óefnislegar eignir þegar mat á þekkingarverðmætum eru ekki unnin út frá ákveðnum reglum eða viðmiðunum. Því er að- kallandi verkefni að staðla mæliaðferð sem notuð verður við mat á óefnislegum eignum. Alþjóðastofnanir eins og OECD hafa bent á þörf þess að samræma aðferðir við mat á óefnislegum eignum þannig að hægt sé að bera saman hlið- stæð fyrirtæki á þessu sviði. Því hleypti Nor- ræni iðnaðarsjóðurinn af stað samnorrænu verkefni, Nord- ika, sem hefur það markmið að þróa aðferð við mat á þekkingarverðmæt- um í samstarfi við fyrirtæki á Norð- urlöndum. Nordika-verkefnið hefur það markmið að byggja brú á milli verkefna á Norðurlöndum sem þeg- Rekstur Þekkingarbókhald, segir Anna María Pjetursddttir, er reikningshald sem skapar verðmæti. ar eru í gangi. Verkefninu á að ljúka árið 2001 með útgáfu á upplýsingum um hvernig eigi að meðhöndla og leggja mat á óefnislegar eignir. Þannig næst samræming á því hvemig eigi að mæla þessar eignir þannig að sambærileg fyrirtæki geti borið sig saman víðs vegar í heimin- um. Verkefnið hefur fengið mikla at- hygli. Flest þeirra fyrirtækja sem taka þátt eru undrandi yfir þeirri at- hygli sem þau hafa fengið. Þessi fyr- irtæki hafa verið beðin um að taka þátt í ýmsum ráðstefnum og kynna niðurstöður sínar. Þróun þekkingarbókhalds Bilið millli markaðsverðs og bók- færðs verðs fer vaxandi í fyrirtækj- um og í dag er munurinn talinn vera um tífaldur í þekkingarfyrirtækjum. Dæmi um slíkt fyrirtæki er Micro- soft þar sem markaðsverðmæti er 14 Anna María Pjetursdóttir sinnum hærrra en bókfært verð. Þennan mismun má rekja til óefnis- legra eigna sem eru ekki taldar fram til eigna í hefðbtmdnu bókhaldi. Þekkingarbókhald er reikningshald sem skapar verðmæti, því að með mati á óefnislegum eignum geta fyr- irtæki stýrt og þróað þekkingarfjár- magn sitt sem samanstendur af get- unni og hæfninni til að tileinka og hagnýta sér nýja þekkingu fljótt. Mat á þekkingarverðmætum Verkefni Nordika er að finna að- , ferð við að mæla þekkingu og færa til bókhalds þar sem engin viðurkennd aðferð er til. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvemig sé best staðið að því að mæla þekkingu. Sumar að- ferðimar leggja áherslu á eignir, aðrar á tölur og enn aðrar á hvemig sé hægt að brúa bilið milli nútíðar og framtíðai'. Þetta er ein ástæða þess að fram hafa komið mörg heiti yfir sama hugtakið svo sem þekkingar- fjármagn, óefnislegar eignir og óáþreifanlegar eignir. Þetta mis- ræmi á notkun heita yftr sama hug- takið má rekja til mæliaðferða og markmiðinu með mati. Aðferðir við að mæla óefnislegar eignir og færa til bókhalds em ekki fullmótaðar hvorki fræðilega né í'fc framkvæmd. Þó er ekki langt að bíða eftir að viðurkennd aðferð við að mæla þekkingarfjármagn verði tek- in í notkun og mun rödd íslands taka þátt í því þróunarstarfi með þátttöku fjögurra fyrirtækja: íslandsbanka- FBA, Miðheima, EJS og Sjóvár-Al- mennra. Ráðstefna um mat á þekk- ingarverðmætum verður haldin á Grand Hótel 7. desember nk. þar sem fulltrúar þessara fyrirtækja munu m.a. miðla af reynslu sinni. Höfundur er ráðgjnfi Jyá Pricewat- erhouseCoopers og verkefnisstjóri Nordika ísland. Nettoic^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu verfti ALLTAÐ 30% AFSLÁTTUR Friform | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fðnix) S(MI: 552 4420 ÖR & DJÁSN • GAUÐATO8G 7 - GARÐABÆÍ • SÍMI 565 9955 • FAX 565 9977 GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRtJVERSI.UN Á GARÐATORGI 7, VIÐ „ KLUKKUTURNINN “ REVNIR HEIDE llRSMimiR kæli- og frystiskápar Dönsk gæðavara — cinstök innrétting, níösterk og rúmgóð — glerhillur í kæliskápum — fást í hvítu, úr stáli cða stálklæddir Gerið verðsamanburð! /FQniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 KYNNINGAR- TILB0Ð á stimpilpressum 10-25% afsláttur f nokkra daga Akralind 1,200 Kópavogi, sími 564 3000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.