Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Mat á þekking’-
arverðmætum
FIMMTUDAGINN
7. desember boða
Rannsóknarráð ís-
lands, Prieewater-
houseCoopers, iðnað-
ar- og viðskiptaráðu-
neytið og Verslunarráð
Islands til ráðstefnu
um mat á þekkingar-
verðmætum. Iðnaðar-
og viðskiptaráðherra
mun ávarpa ráðstefn-
una en tveir erlendir
fyrirlesarar munu
einnig greina frá feng-
inni reynslu á þessu
sviði. Þetta eru þeir dr.
Niels Jprgen Aagaard
hjá COWI Consulting
Engineers and Planners AS og Hen-
rik Jensen, verkefnisstjóri Nordika
um mat á þekkingarverðmætum, hjá
Norræna iðnaðarsjóðnum. Nokkur
íslensk fyrirtæki sem vinna að þróun
aðferða við mælingar á þekkingar-
verðmætum munu einnig greina frá
reynslu sinni á því sviði. Ráðstefnan
verður haldin á Grand Hóteli og
hefst hún kl. 13:00.
Talið er víst að fyrirtæki muni í
framtíðinni í æ ríkara mæli huga að
þeim verðmætum sem ekki er að
finna á efnahagsreikningi þeirra.
Ljóst er að þessi verðmæti eru að
verða afgerandi hvað varðar bætta
arðsemi og samkeppnishæfi, enda
tækniþróun að beinast meira að
þáttum sem ekki eru áþreifanlegir.
Mannauður í fyrirtækjum verður
meiri með ári hverju. Sama þörf er á
því að stjórna á hagkvæman hátt
bæði áþreifanlegum eignum og þeim
sem tengja má þekkingu. Töluverð
reynsla er komin á hið fyrra en
stjórnun þekkingarverðmæta er
fremur nýtt hugtak. En til þess að
geta stjórnað óáþreifanlegum þátt-
um þarf fyrst að vera hægt að leggja
mat á þá. Eitt af markmiðum með
þróun aðferða við mat á þekkingar-
verðmætum er hagkvæm þekkingar-
stjórnun.
Skýrslur um þekkingarverðmæti
eru farnar að fylgja ársreikningum
íyrirtækja erlendis en þar standa
Danir framar öðrum. Krafa á upp-
lýsingar frá fyrirtækjum fer vaxandi
og hrekkur þá skammt að gera ein-
ungis grein fyrir hluta þeirra verð-
mæta sem fyrirtækin
búa yfir og varða
möguleika þeirra til
vaxtar og góðrar af-
komu. Aðilar á fjár-
málamarkaði gera
kröfur um upplýsingar,
en sama á við um eig-
endur, starfsmenn, við-
skiptavini og sam-
starfsaðila fyrirtækja.
Þetta kallar á aðferðir
við öflun og birtingu
upplýsinga um þekk-
ingarverðmæti.
Fjölþjóðastofnanir
hafa komið auga á
þessa þörf og hefur
OECD verið í farar-
broddi annarra stofnana, auk Nor-
ræna iðnaðarsjóðsins, um að þróa
aðferðir á þessu sviði. Þetta leiddi til
Þekking
Skýrslur um þekkingar-
verðmæti, segir
Þorvaldur Finnbjörns-
son, eru farnar að fylgja
ársreikningum fyrir-
tækja erlendis.
þess að Norræni iðnaðarsjóðurinn
hleypti af stokkunum verkefninu
Nordika sem hefur að markmiði að
þróa aðferðir við mat á þekkingar-
verðmætum, gera leiðbeiningar um
þessar aðferðir og að leitast við að
koma þessum aðferðum í notkun á
fjölþjóðavettvangi. Að Nordika-
verkefninu standa öll Norðurlöndin,
en í hverju þeirra er rekið undir-
verkefni sem á hér á landi er kallað
Nordikaísland.
Ráðgjafarfyrirtækið Pricewater-
houseCoopers hefur hafið samstarf
við nokkur framsækin íslensk fyrir-
tæki um mat á þekkingarverðmæt-
um. Fulltrúar þessara fyrirtækja
munu greina frá fyrstu reynslu sinni
á þessu sviði á ráðstefnunni.
Höfundur er forstöðumaður
Imgtölusviðs RANNÍS.
Þorvaldur
Finnbjömsson
■H ■BVI MIS ÍF33 ra
J Hólagarður ♦ ♦V
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 6^
Möguleikar íslenskra fyrirtækja á
erlendu flármagni
Útflutningsráð íslands gengst fyrir opnum hádegisverðarfundi föstudaginn 8. desember,
kl. 12:00-13:30 í Ársal, Hótel Sögu. Gesturfundarins erThomas Palmblad, yfirmaður viðskiptaþróunar
hjá EASDAQ kauphöllinni, með áherslu á skandinavísk hátæknifyrirtæki. Fundurinn er sérstaklega
áhugaverður fyrir fulltrúa þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir erlendu fjármagni og/eða
hyggja á skráningu á erlendum mörkuðum.
Hádegisverðarfundurinn er haldinn í tengslum við verkefnið Venture lceland,
sem nú er haldið í fjórða sinn á vegum Útflutningsráðs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Boðið verður upp á jólamálsverð á kr. 1.700,-
Vinsamlega tilkynnið þátttöku ísíma 5114000 eða í tölvupósti: mottaka@icetrade.is
ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS
Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 *Fax 511 4040 • icetrade@icetrade.is • www.icetrade.is
Hlýir og notalegir
ullar- og
lodenjakkar
í úrvali
Qhintu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjamarnesi,
sími 561 1680.
Opið
daglega frá kl. 10—18,
laugardaga frá kl. 10—16.
BUIKO.
DABO ÍSLAND
Pottþétt dekk!
ÞAÐ ER ALLT ORÐIÐ HVITT!
Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja
vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals
vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu
ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110
eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð
toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði.
BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjðnusta - Dekkjaverkstæði - BHaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogi ■ Sími SS7 9110 ■ Rauð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIÐ 10-16 LAU. NEYÐARÞJÖNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI800 4949