Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 ->---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samþykkja foreldrar að skóla- kerfinu sé látið blæða út? ÞAÐ hefur vakið at- hygli hve lítið hefur heyrst í foreldrum vegna kennaraverk- fallsins. Ég hélt að þeir mætu menntun barna sinna meira en svo, að þeir tækju því þegjandi ef skólagöngu þeirra væri spillt. Kannski telja foreldrar að þeir geti lítil áhrif haft á lausn deilunnar. Þeir verða þá að átta sig á því að deilan snýst ekki bara um krónur í vasa kennara, heldur er skólakerfið nú á kross- götum. Æ erfiðara er að manna skólana og nýliðun í kenn- arahópi er mjög takmörkuð. Ungt fólk sem gerist kennarar forðar sér yfirleitt fljótt til starfa sem gefa betri laun fyrir styttri vinnudag og minna álag. Þeir sem eftir sitja reyna að bjarga málum og kenna meira en þeir vilja og ráða við með góðu móti. Foreldrar þurfa því nú **sem aldrei fyrr að láta í sér heyra, því varla kæra þeir sig um að fram- haldsskólanum blæði út. Verkfallið núna er tilraun til að ijúfa þennan vitahring og hefja skólastarf aftur til þeirrar virðingar sem því ber. Frammistaða ríkisvaldsins er ótrúleg og lýsir skeytingarleysi um framtíð framhaldsskólans. í rúmt ár hafa samtök kennara reynt að fá umræðu um breytta vinnutilhögun og launakerfi. Samninganefnd ríkis- ins virðist umboðslaus, aðeins mættu 1-2 fulltrúar hennar á fundi íangt fram á haust og viðræðuáætl- un samkvæmt lögum var þannig sniðgengin. Því hlaut deilan að enda með verkfalli. Samt breytir ríkið lít- ið háttum sínum við samningaborð- ið, enda heldur fjármálaráðherra uppi síbyljuáróðri um að ekkert sé hægt að gera því kennarar krefjist 70% launahækkunar. Þetta gerir hann þrátt fyrir að hann hafi viður- kennt að það sé staðreynd að kenn- arar hafi dregist rúm 30% aftur úr viðmiðunarstéttum sínum í grunn- launum. Þau met vill hann ekki jafna og býður leiðréttingu sem aðeins er Friðrik Dagur Arnarson brot af þessum mun. Forsætisráðherra lýsti því yfir að kröfur kennara séu óhóflegar og ekki í takt við launa- þróun í landinu. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hann vissi mætavel að meginkrafan hjá kennurum er að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við launa- þróun sem þegar er staðreynd meðal ann- arra háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. Menntamálaráð- herra harðneitar að liðka fyrir lausn deil- unnar. Hann boðar aðra og nýja launastefnu gagnvart kennurum en öðrum háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum. Ríkjandi launastefna er í raun staðfest í fjárlögum ríkisins og því tæpast hægt að segja að það sé óeðlilegt að kennarar fái að njóta hennar líka. Það þykir ráðherranum samt og hann vill láta kennara standa skör neðar en aðra. Með því setur hann sig í fararbrodd þeirra sem hindra vilja vöxt og viðgang framhaldsskólans. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður menntamálanefndar Alþing- is, telur kjarna málsins þann að meðaltalsheildarlaun kennara séu ekki nema 10% lægri en samanburð- arhópanna. Skiptir þar litlu að þeirra er aflað með óhóflegri yfir- vinnu. Þar með lítur hún alveg fram- hjá þeirri staðreynd, að þrátt fyrir öll meðaltöl hefur ekki tekist að halda kennurum í starfi, hvað þá að átt hafi sér stað eðlileg endurnýjun stéttarinnar með ungu fólki. Kennarastéttin er því í raun að deyja út, í bókstaflegri merkingu. Flestir telja menntun grundvöll framfara og nýsköpunar og góða menntun því mikilvæga fyrir fram- tíð þjóða. Að öllu samanlögðu hljóta menn því að spyrja hvort mennta- stefna ríkisstjómarinnar miðist við það eitt að gefa hvergi eftir gagn- vart kröfum launþega á hendur rík- inu, án tillits til þjóðhagslegs ávinn- ings þess að þær næðu fram að Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 2ja herb. VATNSSTIGUR - MIÐBÆR Vorum aö fá í sölu nýuupgeröa íbúö á Laugavegi 33b (stendur við Vatnsstíg). Ný eldhúsinnrétting meö keramik-helluboröi, fataskápar, ný tæki á baði, rúmgott svefn- herbergi, baðherbergi með sturtuklefa. Laus. V. 7,7 m. 3966 LAUGAVEGUR - EINSTAKL- INGSÍBÚÐ Til sölu ósamþykkt einstaklingslbúa, 40 fm, innarlega við Laugaveg, I litlu fjölbýlishúsi. fbúðin er til afhendingar strax. V. 4,9 m. 3985 LAUGAVEGUR Lítll tveggja herbergja íbúð á tveimur hæðum innartega við Laugaveg. fbúðin er ósamþykkt. Til afhendingar strax. V. 5,4 m. 3986 HVALEYRARHOLT - HAFNAR- FIRÐI Rúmgóð og falleg 2ja herbergja Ibúð, 64,0 fm, á 3ju hæð (efstu) é útsýnisstað (litlu fjölb.húsi. Hús I góðu standi. Næg bilast. V. 8,7 m. 3970 GRETTISGATA - SÉRINN- GANGUR Vorum að fá vel uppgerða íbúð í glæsilegu timburhúsi. Eldhús með nýlegri innréttingu, baöherbergi uppgert með vönduöum flísum og kari, boröstofa og rúmgóð stofa, arinn. Akv. sala. V. 9,5 m. 4011 ASPARFELL Vorum að fá fallega og rúmgóða 70 fm íbúð á annarri hæð í lyftublokk. Rúmgóð stofa með útgengi út á suöaustursvalir, baðherbergi með nýlegri innréttingu og kari, rúmgott svefnher- bergi með góðu skápaplássi, eldhús með fal- legri innréttingu. Ákv. sala. V. 8,2 m. 3993 DALALAND - JARÐHÆÐ MEÐ SÉRGARÐI Björt 53,6 fm 2|a herbergja tbúð á jarðhæð 16 íbúða fjölbýli. Sérgarður fylgir fbúðinni. Góð staðsetning. 4003 TJARNARMÝRI - BÍLGEYMSLA Mjög faJleg tveggja herbergja 61,1 fm íbúð í nýlegu húsi. Rúmgóð stofa með útgengi út í garö, svefnherbergi með fataskáp, baöher- bergi meö kari, góð sérgeymsla fylgir íbúðinní. Stæði í bílgeymslu. 3958 MIKLABRAUT Góð 2ja herbergja 68 fm Ibúð á jarðhæð aust- arlega við Miklubraut. (búðin er f góðu ásig- komulagi. V. 7,2 m. 3932 HVERFISGATA Vel staðsett 58 fm hæð í járnklæddu timbur- húsi. Sameiginlegur inngangur með risi. Til af- hendingar fljótt. V. 5,8 m. 3832 Kennarar Meginkrafan hjá kenn- urum er sú, segir Friðrik Dagur Arnarson, að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við launaþróunina. ganga. Augljóst virðist að ekki eigi að semja fyrr en búið er að veita kennurum ærlega ráðningu, þrátt fyrir að barátta þeirra snúist ekki síst um framtíð framhaldsskólans. Þetta er þeim mun merkilegra fyrir þær sakir að í jafnmikilvægu máli hefði mátt búast við að þeir sem bera ábyrgð á framtíðarþróun sam- félagsins tækju glaðir höndum sam- an við kennara sem standa vilja vörð um skólaþróun, nýsköpun og eflingu menntunar. Það hlýtur að véra krafa foreldra að ríkisvaldið geri svo með þvi að veita stóraukið fjármagn inn í skólakerfið, í stað þess að reyna að skapa úlfúð og tortryggni í garð kennaranna. Andstæðingar kennara hafa gefið í skyn að engir góðir kennarar séu eftir í skólunum og því ástæðulaust að hækka þar laun. Þeir hljóta því að vera sáttir við slíkt ástand ef þeir telja ekki breytinga þörf. Enginn neitar þvi að kennarar eru misjafnir. Kennaraskortur leiðir til þess að slakir kennarar eru ráðnir, því skólastjórnendur vona eðlilega að það sé skömminni skárra að hafa lélegan kennara en engan. Núver- andi launastefna ýtir undir að slík- um kennurum fjölgi hlutfallslega, þegar aðrir og betri gefast upp á kjörum sínum. Þrátt fyrir óheillaþróun síðustu ára eru enn langflestir kennarar bæði hæfir og áhugasamir fagmenn. Þeir kjósa að vinna áfram í skólun- um ef þeim er gert það fært. Ekki fælir frá að oftast er kennsla ánægjulegt starf og fátt skemmti- legra en að sjá ungmenni eflast og dafna og vita að maður eigi þar hlut að máli. En fleira þarf til. Endur- nýjun stéttarinnar með ungu og hæfu fólki helst í hendur við stór- bætt kjör hennar. Þau eru líka nauð- synleg ef hindi-a á að margir af bestu og reyndustu kennurunum finni sér annan starfsvettvang. Verði ekki breyting á afstöðu rík- isins, mun núverandi ástand festast í sessi. Því miður virðist það vera stefna þessarar ríkistjórnar að svelta kennara til hlýðni, þó hver hugsandi maður sjái að margir kennarar láti ekki slíkt yfir sig ganga, heldur fari annað. Meðfylgj- andi hnignun skólakerfisins yrði heldur ófögur framtíðarsýn fyrir foreldra og aðra þá sem láta sér um- hugað um vegferð íslensku þjóðar- innar. Tekist er á um stöðu framhalds- skólans í nútíð og framtíð og al- menningur verður að láta sig málið varða með beinum hætti. Þjóðin þarf á því að halda að stjórninni verði hjálpað úr ógöngunum, því langt verkfall og litlar kjarabætur valda því að hagur hennar og framtíð eru fyrir borð borin. Höfundur er kennari. Leikskólar án innihalds Andrea L. Jónasdóttir HVAÐ ætlumst við foreldrar til að gert sé fyrir börnin okkar í leikskólanum? Jú, við viljum alvöru skóla með uppbyggilegu og þroskandi starfi þar sem bömunum okkar líður vel, ekki stofnun þar sem þau eru geymd á meðan við er- um í vinnunni. Við sem fylgst höf- um með starfseminni á Brekkuborg vitum að þar hefur farið fram vel skipulagt starf und- ir góðri stjóm. Starfs- fólk leikskólans hefur lagt sig virkilega fram og það á ör- ugglega við um fleiri leikskóla. Því miður horfumst við nú í augu við stórt vandamál. Það tekst ekki að manna leikskólann, hvorki með faglærðu né ófaglærðu fólki. Þetta á við marga leikskóla hér á höfuð- borgarsvæðinu. Astæðan er einfald- lega frámunalega léleg laun starfs- fólks. Bæði leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk hefur hætt og farið í önnur störf. Það er þekkt úr ýmsum atvinnu- greinum að erlent starfsfólk er ráðið þar sem íslendingar fást ekki í störfin vegna lélegra launa. Það hef- ur t.d. gerst í fiskvinnslu og ræst- ingum. Nú er farið að ráða erlent starfsfólk í leikskólana líka vegna þess hve launin em léleg. Er það Anna Bjarnadóttir rétt að fólk sem ekki talar íslensku sjái um kennslu og umönnun barna á máltökualdri? í leikskólanum okkar standa mál- in þannig að það vantar í eina fasta stöðu á deild, eina og hálfa stöðu í sérstuðningi og allar afleysingar. Þetta skapar óskaplegt álag á það starfsfólk sem fyrir er og spurning hversu lengi starfsfólkið þolir þetta álag. Við vitum að streita og álag skapa oft veikindi og uppgjöf. Okkur langar sérstaklega að benda á sérstuðninginn og vísum í viðtal sem birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember sl. um geðheilbrigðis- viku barna. Þar segir Björk Hreins- dóttir: „Það er ekki bara bömunum með geðraskanirnar sem líður illa heldur líka heilbrigðu börnunum því Leikskólar Er það rétt, spyrja Anna Bjarnaddttir og Andrea Laufey Jónsdóttir, að fólk sem talar ekki íslensku sjái um kennslu og umönnun barna á máltökualdri? það þarf ekki nema eitt veikt barn í skólastofunni til að raska öllu starfi hinna barnanna þar sem aukinn tími kennarans fer í veika einstaklinginn en hin verða afskipt. Skólarnir þurfa því að taka sig á og hafa stuðnings- fólk til að aðstoða við kennsluna og börnin. Sjúkdómurinn er svo mismunandi og einstaklingsbundinn, allt frá því að vera mjög vægur og upp í að vera alvarlegur, þannig að fólk gerir sér oft ekki grein fyrir vandamálunum. Við, foreldrar geðveikra barna, ger- um okkur vissulega grein fyrir að börnin okkar eru mjög erfið og valda erfiðleikum í skóla. Það er því ávinningur fyrir alla að þau fái rétt- an stuðning." Þetta á að sjálfsögðu við um leik- skóla eins og aðra skóla, en vandinn liggur ekki í skilningsleysi starfs- fólks, heldur í manneklu vegna lé- legra launa. I mörgum leikskólum hér á höfuð- borgarsvæðinu eru laus barnarými sem ekki er hægt að nýta vegna manneklu og í Grafarvogi stendur ný glæsileg leikskólabygging auð. Ekki vitum við hvernig manna á þann leikskóla. Það vantar ekki byggingar, en án innihalds verður enginn leikskóli. Þessi þróun er sorgleg fyrir börnin okkar og þjóð- félagið í heild. Vandinn er nú þegar mikill og ekki lagast hann ef ekkert verður gert í launamálum starfs- fólks leikskóla Reykjavíkur. Þess vegna skorum við á borgarstjóm að sýna þessu fólki skilning í baráttu þess fyrir bættum kjörum. Höfundar eru isljórn foreldra- félagsins Eikar, Brekkuborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.