Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 74
J4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fullveldinu var að hluta fórn-
að með EES-samningnum
Innganga Ungverja í Nato hefur fært þá
nær Islendingum, að mati Gábor Iklódy,
nýs sendiherra Ungverja á Islandi. I sam-
tali við Björn Inga Hrafnsson ræðir hann
um breytingar á Nato og samrunaferlið í
Evrópu en Ungverjar hafa sem kunnugt er
sótt um aðild að Evrópu-sambandinu.
GÁBOR Iklódy afhenti á dögunum
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta ís-
lands, trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra Ungverja á íslandi með aðsetur
í Noregi. Af því tilefni dvaldist sendi-
herrann hér á landi um nokkurra
daga skeið í liðinni viku og átti m.a.
fundi með aðiium úr íslensku stjóm-
kerfi og viðskiptalífinu.
Morgunblaðið ræddi við ungverska
sendiherrann afþessu tilefni og fyrst
var spurt hvort Island hefði áður ver-
ið áfangastaður hans.
„Nei, hingað hef ég aldrei komið,“
svarar Iklódy. „Tvisvar sinnum hefur
staðið til að ég kæmi en á síðustu
stundu hefur hagað öðruvísi. En nú á
ég væntanlega eftir að koma hingað
til lands oftar.“
Iklódy var skipaður sendiherra
Ungverja í Noregi í september og
hann segir að sér líki vel að búa ásamt
fjölskyldu sinni í Osló. „Það er margt
líkt með þeirri borg og Reykjavík og
frændsemin leynir sér ekki með Is-
lendingum og Norðmönnum."
k Þjóðimar færst
nær hvor annarri
Að mati sendiherrans hafa þjóðir
Ungverja og íslendinga færst nær
hvor annarri með inngöngu Ung-
verjalands í Atlantshafsbandalagið,
Nato. Sérstaklega leggur hann
áherslu á að fylgjast beri vel með til-
burðum þjóða Evrópusambandsins í
átt að samstarfi í öryggis- og vamar-
málum þar sem evrópskar Nato-þjóð-
ir eins og ísland og Ungverjaland
virðist. ætlað h'tið hlutverk.
„Sumir halda því fram að Nato
muni veikjast við þetta tiltæki
Evrópusambandsins og það er að
ýmsu leyti rétt. En það er einnig að
ýmsu leyti í-angt því starfsemi Nato
gæti styrkst með því að ríkjum
Evrópu væri færð aukin ábyrgð og
hlutdeild í vömum Evrópu.
Átökin í Kosovo sýndu svo ekki
varð um villst, að þjóðir Evrópu gátu
ekki hlutast þar um án þátttöku
Bandaríkjamanna. Færa má fyrir því
gild rök að vísasta leiðin til að veikja
Nato sé að aðhafast ekkert og styrlqa
ekki Evrópustoðir Nato. Þar með
verður Bandaríkjamönnum gert að
vasast í jafnvel smæstu deilumálum í
Evrópu, á stöðum sem þeir finna ekki
einu sinni á landakortinu og í kjölfarið
mun þeim röddum vestra vaxa ás-
megin sem segja að Evrópa eigi bara
að sjá um sig og Bandaríkjunum komi
óróiþar ekki við.“
Staða þjóðanna ólík
Ikiódy bendir á að staða Ungverja
sé að ýmsu leyti frábrugðin stöðu Is-
lands, þar sem Ungverjar hafi þegar
lagt inn umsókn um inngöngu í
Evrópusambandið. Á íslandi sé hins
vegar ekki viiji til inngöngu.
„Aðstæður íslendinga eru mjög
frábrugðnar okkar. Heima fyrir hjá
mér er afdráttarlaus stuðningur við
aðild að ESB; meðal almennings og
kjörinna fúlltrúa hans á þingi og í rík-
isstjóm. Hér á íslandi er slíkur stuðn-
ingur fyrir hendi. En þetta er vita-
skuld alfarið ykkar ákvörðun," segir
hann.
„Hinu má ekki gleyma að ESB er
ekMkyrrstætt fyrirbæri heldur má
líkja þvi við lest á fúllri ferð. Þetta er
mikilvægt að hafa í huga því líkindi
eru á miklum breytingum í Evrópu á
næstu árum og takmark okkar Ung-
verja er ekki Evrópusambandið eins
og það er í dag, heldur hin stóra
evrópska heild framtíðarinnar, þar
sem aðildarríki eru kaxmski 26 í stað
aðeins 15 nú.“
Leggur hann áherslu á að þær
Sautján ár í
utanríkis-
þjónustunni
GÁBOR Iklódy, sendiherra Ung-
verjalands á íslandi með aðsetur í
Ósló, er fæddur 5. febrúar 1959 í
Búdapest. Hann nam hagfræði við
alþjóðadeild Viðskiptaháskólans í
Búdapest 1978-1983, en gekk það
ár til liðs við utanríkisþjónustuna
og hefur starfað þar síðan.
Iklódy hefur m.a. starfað í Rúm-
eníu og Austurríki, en heima fyrir
hefur hann gegnt starfí sérstaks
ráðgjafa utanríkisráðherra.
Iklódy, sem talar fimm tungumál,
er giftur og á tvo unga drengi.
þjóðir sem nú æskja inn-
göngu í Evrópusam-
bandið hyggist taka
virkan þátt í mótun þess
til framtíðar en ekki
horfa aðgerðalausar á.
„Það er þessi virkni
ESB sem er heiilandi;
sambandið er í stöðugri
mótun. Hið sama er ekki
hægt að segja um hið
Evrópska efnahags-
svæði (EES) sem tengir
ísland og ESB, að því er
lítur út fyrir aðilum utan
þess. Þar virðist stöðn-
unin meiri. Utan frá
sýnist mér heldur ekki
að hagsmunir ESB
standi til þess að breyta þessu til
batnaðar."
Ikiódy telur að valdahlutfoll milli
einstakra þjóða muni taka töluverð-
um breytingum í kjölfar stækkunar
Evrópusambandsins. Ríki innan ESB
muni hafa sterkari stöðu en Evrópu-
ríki utan þess.
„Það sem flækir málin enn frekar
er tilhneiging í þá átt að auka sífellt
samstarf ríkja ESB á sviðum sem lítið
eða jafnvel ekkert er fjallað um í
samningnum um EES. Engu að síður
þurfa ríki hans að taka mið af þeirri
þróun sem verður í Evrópu, til að
mynda varðandi lagasetningar. Þessa
breyttu stöðu verður hver og ein þjóð
að taka afstöðu til. ísland og íslend-
ingar eins og aðrar þjóðir.
Mikilvægast er að ftjó og gagnrýn-
in umræða sé sífellt í gangi um þessi
mál og með því móti ætti að nást nið-
urstaða um það sem þjónar best ís-
lenskum hagsmunum. Áðeins þið Is-
lendingar getið dæmt um það.“
í þessu sambandi viðurkennir Ikl-
ódy, að búseta hans í Noregi geri það
að verkum að málefni EES-samn-
ingsins séu honum hugleiknari en ella
væri. ísland og Noregur séu öflug-
ustu EFTA-ríkin innan EES, Norð-
menn muni líklega gera enn eina til-
raunina til að sækja um aðild að ESB
á næstu árum og þess vegna séu
Evrópumálin sífellt í umræðunni í
þessum löndum.
„Við skulum ekki gleyma því að
Norðmenn hafa í tvígang brennt sig á
fingrunum við að leita eftir inn-
göngu,“ svarar Iklódy og vísar þar til
þess að aðild að ESB hefúr tvívegis
verið felld í þjóðaratkvæðagi-eiðslu í
Noregi.
íslendingar fylgjast
með Norðmönnum og öfugt
„Það er því fjóst að Norðmenn og
þarlend stjórnvöld munu fara sér
hægt þegar rætt er um aðild. Hún er
hins vegar aftur komin til umræðu í
Noregi en ekki með sömu formerkj-
um og áður. Nú er ekki spurt hvort
Noregur eigi að sækja um aðild eða
ekki, heldur frekar um
það samrunaferli sem á
sér stað í Evrópu og
hvaða landslag slíkt
mun hafa í för með sér
til framtíðar. Á því hafa
Norðmenn mestan
áhuga enda hafa Norð-
menn þegar hafnað að-
ild að því Evrópusam-
bandi sem við þekkjum
ídag.
Það sem ég hef upp-
lifað býsna sterkt að
undanfömu er sú stað-
reynd að Norðmenn
fylgjast rækilega með
Evrópuumræðunni á
Islandi, rétt eins og Is-
lendingar líta til Noregs í þeim efnum.
Eitt sinn var meira að segja haft
eftir Jagland utanríkisráðherra að að-
eins einn maður geti haft mótandi
áhrif á stefnu Norðmanna varðandi
samrunann í Evrópu og sá maður
væri Davíð Oddsson.
Auðvitað er þetta sagt í yfirfærðri
merkingu og talsverð einföldun á
hlutunum en svipuð staða þjóðanna,
t.d. varðandi fiskveiðar, ræður hér vit-
anlega mestu um auk þess sem þessar
þjóðir halda uppi EES-samningnum.“
Störa ákvörðunin
snerist um EES
Iklódy segir að í umræðunni um
frekari samruna í Evrópu beri gjam-
an á góma sá ótti minni þjóða að full-
veldi þeirra bíði hnekki við að verða
hluti af svo stórri heild. Ekki síst séu
sjónarmið þessa efnis áberandi meðal
þeirra þjóða sem sótt hafa um aðild að
sambandinu og bíða þess að það verði
stækkað umtalsvert á næstu árum.
Hann telur að afleiðingar þessa
verði m.a. þær að Evrópusambandið í
framtíðinni muni í ríkari mæli taka til-
lit til sérstöðu þjóða og í minni mæli
verði gerð tilraun til að samræma
þætti og varðveita þess í stað einkenni
einstakra aðildarþjóða.
Hann bendir hins vegar á, að í til-
felli Noregs og íslands sé þessum
málum öðravísi farið. Þessi lönd eigi
nú þegar aðild að EES og í því felist
að leiða í lög hinar stefnu og tilskipar
Evrópusambandsins án þess að á
móti komi réttur til að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri.
„Það má því færa rök fyrir því að
fullveldinu hafi að miklu leyti verið
fómað við samninginn um EES,“ seg-
ir hann. „Vís leið til að endurheimta
það fullveldi, eða hið minnsta ein-
hvem hluta þess, yrði að ganga inn í
ESB og hafa þannig einhver áhrif á
ákvarðanatöku í einstökum málum.
Með þessum orðum vil ég þó ekki
vera með nein afskipti af máleínum
íslands og Noregs. Áfstaðan til ESB
er algjörlega máleftii ykkar Islend-
inga.“
Gábor
Iklódy
Norðurál
kynnir
áform um
stækkun
NORÐURÁL mun á næstu dögum
gangast fyrir tveimur kynningar-
fundum vegna áforma fyrirtækisins
um stækkun álversins á Grundai--
tanga upp í allt að 300 þúsund tonn á
ári.
Hönnun hf. verkfræðistofa vinnur
nú að mati á umhverfisáhrifum þess-
ara framkvæmda og gefst almenningi
kostur á að kynna sér fyrirhugaðar
framkvæmdir og vinnu við mat á um-
hverfisáhrifum föstudaginn 8. desem-
ber frá kl. 13-18 á Hótel Borgamesi
og mánudaginn 11. desember frá kl.
17-21 í sal Fjölbrautaskólans á Akra-
nesi.
Á staðnum verða fulltrúar frá
Norðuráli og Hönnun hf. til að svara
spumingum sem upp kunna að koma.
---------------
Jólafundur
Nýrrar dögunar
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, halda árlegan jóla-
fund í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.
desember, kl. 20 í safnaðarheimili
Háteigskirkju.
---------------
Ný vefsíða
Stdlpa
STÓLPI, félag ungs Samfylkingar-
fólks á Norðurlandi eystra, hefur
opnað vefsíðuna Stólpi.com. Vefnum
er ætlað að vera lífæð ungliðahreyf-
ingar Samfylkingarinnar í hinu nýja
norðausturkjördæmi. Vefurinn verð-
ur í léttum dúr með alvarlegu ívafi,
segir í fréttatilkynningu. vefslóðin er
http://www.stolpi.com/
LEIÐRÉTT
Auðunn Bragi
Sveinsson
Mynd af höfundi vantaði
VEGNA tæknilegra mistaka vantaði
mynd af Auðuni Braga Sveinssyni
með grein hans í blaðinu í gær.
Morgunblaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar á mistökunum.
Yfírvinnustuðull, ekki
yfirvinnuprósenta
í grein í Morgunblaðinu í gær um
kjaradeilu kennara og ríkisins er tal-
að um að yfirvinnuprósenta kennara
sé 1,45%. Þetta er ekki alls kostar
rétt. Hið rétta er að yfirvinnustuðull
kennara er 1,45 fyrir hverja kennslu-
stund í eftirvinnu. Yfirvinnuprós-
enta kennara á hverja unna klukku-
stund er hins vegar 1,0385% líkt og
algengast er hjá launþegum.
Nemandi Halldórs
Haraldssonar
í viðtali við Árna Bjöm Árnason,
sem hlaut sérstök verðlaun í íslensku
píanókeppninni, í blaðinu síðastlið-
inn þriðjudag var rangt farið með
nafn kennara hans. Hann heitir Hall-
dór Haraldsson. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.