Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 78

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 78
{ 78 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska E6ERA0FARA1 MAT... PI6 VER6I6 A6FARAÍ NÆSTU BI6RÖ6 ENE6ERBUINNAÐ ^ VERA í ÞESSARI íflMM MINUTUR!! FIMM MINUTUR ERU EKIŒ STÓR HLUTIAF EILÍFÐINNI... VELTU PVÍ FYRIR PER - 06 PiaAOU PI6 SVO í HINA RÖÐINAI Ferdinand Smáfólk Pear Sweetheart, I think of you constantly. Elsku kærasta, Ég hugsa stöðugt um þig. I think of you constantly every other week or so. Ég hugsa stöðugt um þig aðra hvora viku eða svo. gKrefflmMafrlft BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kennara- verkfall Frá Kristjáni Ámasyni: NÚ virðist augljóst að verkfall framhaldsskólakennara muni setja íslenska skólakerfið í uppnám, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Og það lítur út fyrir að það hafi ómæld áhrif á lífsferil fjölda ungs fólks. Það verða áreiðan- lega misjafnar heimtur, þegar nemendum verð- ur smalað saman aftur. Þeir sem eru tæpastir fyrir að áhuga eða öðr- um þáttum lærdóms, mæta ekki. Hve margir er ógerlegt að spá. Og orsökin fyrir þessu ófremdar- ástandi, hver ætli hún sé í raun og veru? Ráðherramir sem geyma menntabudduna tútna út af vand- lætingu yfir heimtufrekju kennara. Og sjálfur yfirskólameistarinn, for- sætisráðherrann. Hvað gerir hann? Ef hann hefur lagt eitthvað raun- hæft til málanna, þá hefur hann far- ið varlega með það. Eða ekki hef ég haft spurnir af því. Ekki ætla ég mér þá dul að geta komið fram með einhverja nýja „hugljómun" en mín skoðun er sú, og það hljóta fleiri að taka undir það, að ekki dugi minna en veruleg hugarfarsbreyting. Ekki eingöngu hugarfarsbreyting mis- áberandi ráðherra, heldur þarf að stokka upp verðmætamat og for- gangsröðun í íslenska samfélaginu. Það verður ekki gert í einum svip, og kannski aldrei. Spakmæli segir „Sérhver langferð hefst á einu skrefi!“ Frá mínum sjónarhóli hefur enginn, a.m.k. ekki þeir sem við kusum til að „stjórna", gert alvar- lega tilraun til að mjaka sér úr sporunum. Af hverju skyldi „asn- inn“ vera svona staður? Það skyldi þó aldrei vera að „asninn“ sé alls enginn asni! Að hann viti alveg hverju hann bíður eftir! Stendur hann ekki bara og bíður, sallaróleg- ur eftir því að ástandið verði svo slæmt að krafan um einkarekstur skólanna yfirgnæfi annað! Og þá er hann kominn, bara si svona af sjálfu sér, inn í iðjagræn óskalönd auð- hyggjunnar! Nú vil ég skora á alla þá mörgu sem verða fyrir ómældu tjóni af völdum kennaraverkfals, að efna til fjöldamótmæla, á sem flestum stöð- um á landinu. Ég tek það skýrt fram (sem er kannski óþarfi) að engin skrílslæti eða skemmdarverk mega fylgja, það er mjög mikilvægt. Þetta þarf að gerast ekki seinna en strax. Það er búið að eyðileggja nóg fyrir unglingum þessa lands. Lýsið vantrausti á ríkisstjórnina, sem vissi hvað á seyði var fyrir löngu. Að endingu, góðir „yngri borgarar"! Þið hafið rétt til að stunda nám, bæði siðferðilega og stjórnarskrár- lega. Það eina sem valdsmenn skilja er atkvæði! Það eru til nógir pen- ingar til að gera ýmislegt, en þeir eru annarsstaðar. Stelpur og strákar! Gerið tilraun, og ef hún mistekst gleymið þá ekki að kjósa næst þá sem þið treystið betur en núverandi stjórnarflokk- um, og enn og aftur, tvö skilyrði fyrir árangur: 1. Gerið þetta bæði fljótt og af fullri einurð! 2. Engin skrílslæti eða skemmdarverk. KRISTJÁN ÁRNASON, dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki. Ölvun í hálendisferðum Frá Kristjáni Friðgeirssyni: ÞEIR SEM hafa prófað að aka að vetrarlagi um hálendi íslands vita að fátt er það sem tekur því fram og gildir þá einu hvort veður eru vond ellegar góð. Það gefur aðeins mis- munandi lífsreynslu. Akstur um öræfaslóðir, hvort sem er á vélsleð- um eða jeppum, er það krefjandi að ekki veitir af að vera allsgáður. Hættur eru þar mun margvíslegri en þær sem snúa að ökumönnum á veg- um og er þó full ástæða til að hafa at- hyglina í góðu lagi þótt ekið sé við bestu aðstæður. Þegar við ökum eft- ir vegunum getum við oftast treyst því að vegurinn haldi áfram þótt að við förum yfir blindhæð og að ekki leynist stórar holur og gjótur á veg- inum. Einnig getum við treyst því að vegurinn leiði okkur á áfangastað (eða annan stað þar sem færi gefst á að ná áttum og endurskoða leiðarval- ið). Þessu er ekki að heilsa í hálendis- ferðum, þar verðum við sífellt að vera á verði svo að ekki beri af leið. Fyrir nokkrum árum var áberandi að allstór hópur ferðamanna á há- lendinu taldi ástæðu til að deyfa at- hyglina með áfengi þegar þeir fóru á fjöll. Kvað þá stundum svo rammt að þessu að ýmsir áttu í erfiðleikum með að komast í náttstað. Þetta hef- ur sem betur fer lagast mikið þótt ekki sé algott ennþá. Ferðir á vegum skipulagðra ferðafélaga, s.s. Ferða- klúbbsins 4X4 og FÍV eru oftast til íyrirmyndar og allir eru allsgáðir, en þess eru alltof mörg dæmi að í minni hópum sé bjórinn opnaður um leið og beygt er út af þjóðveginum. Ólvun er tengd allmörgum atvik- um þar sem kalla þarf út björgunar- sveitir. Ekki er þó svo að skilja að öll þau slys sem verða á hálendinu séu af völdum sauðdrukkinna vélsleða- eða jeppamanna sem þvælast um fjöllin án þess að vita hvar þeir eru eða hvað þeir eru að gera. Slys geta orðið þótt reynt sé að fara varlega og með gát. Ekki hefur verið gerð úttekt á því í hversu miklum mæli áfengisneysla og ölvun hefur verið afgerandi þátt- ur í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að kalla hefur þurft til aðstoð björgunarsveita, en það er sannan- lega í nokkrum tilfellum. Það sem er verst við þau slys er staðreyndin að það hefði svo auðveldlega mátt koma í veg fyrir þau með því að hugsa fyr- irfram og skipuleggja fylliríið þannig að það fari fram við öruggari og hentugri aðstæður. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur fyrir satt að betra sé heilt en vel gróið og vill því taka þátt í þeirri baráttu sem stuðlar að því að koma í veg fyrir slys og er tilbúið að beita flestum brögðum ef ætla má að það skili árangri í slagnum. KRISTJÁN FRIÐGEIRSSON, erindreki slysavarnasviðs Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.