Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 07.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 83^ FÓLK í FRÉTTUM Drög að ódauðleika myrka er þó atkvæðameira og vold- ugra í huga skáldsins, a.m.k. séð frá textalegu sjónarhorni: „en ljósið sem lýsir það lætur sumt í friði því er tæpt að treysta og kemur að takmörkuðu liði“ („Ég veit ekki hvað ég vil“) Lengi mætti halda áfram að vitna í magnaða texta Megasar. Það kem- ur ekki á óvart hversu góðir flestir þeirra eru og þyrfti helst aukablað með Mogganum til að gera þeim til- hlýðileg skil. Gæði lagasmíðanna koma hins vegar nokkuð á óvart. Megas hefur að vísu átt frábæra spretti í lagasmíðum en líka oft ver- ið mistækur í þeim efnum. Platan inniheldur 18 lög og flest þeirra eru vel yfir meðallagi í gæðum. Ekkert lag er slakt og það er sjaldan sem maður hlustar á 70 minútna plötu án þess að leiðast eitt augnablik. Angurværar ballöður eru talsvert margar og þykir mér „Afmæl- isanþem" og „Brá- mánarnir bláu“ vera dæmi um sérstaklega vel heppnuð lög í þeim anda. Megas syngur þau eins og engill og píanó- leikur Jóns Ólafssonar er gullfallegur: „Það eru brámánarnir bláu svo banvænir þeir heill- uð_u mig.“ Á Svanasöngnum má einn- ig finna nokkur lög í gamal- dags söngleikjastíl. Best þeirra þykir mér vera „Löggu- lífi'frábært lag með hnyttnum texta sem er eiginlega allt of léttur og skemmtilegur fyrir dauðastemmninguna á plötunni: „ég stika gleiður um stræti og torg já stilltu þig borgari sæll ég bíð þér handjárn og húsnæði frítt og hengingu sértu ekki dæll.“ Eina lagið sem ekki er eftir Meg- as á plötunni er „Þungur móðuróð- ur“, lag eftir Wolfgang Amadeus Mozart sem Megas hefur ort við snoturt ljóð. Satt best að segja leið- ist mér Mozart, að „Sálumessunni“ Tonlíst lægðir. Á Svanasöngnum virðist Megasi tíðrætt um mannsandann og þá meira í lægðum en hæðum. Víða má finna það sem einhver myndi kalla daður við dauðann og óneitan- lega rennir titillinn, Svanasöngur á leiði, stoðum undir þá skoðun. „...og ég stend uppá gnípu og gái oní dalinn gaman væri að láta sig detta...“ („Klappað í stíginn“) „Klappað í stíginn“ er og frábært lag með texta sem inniheldur fleira en fallfrelsi. Það er sem Megas fari á hundavaði yfir sögu sína sem textahöfundur þvi ekki sé ég betur en að textinn sé uppfullur af tilvitn- unum í fyrri verk. Ég læt þó öðrum aðdáendum Megasar eftir að sann- reyna hvort þessi kenning mín sé rétt enda of langt mál að fara í þá sálma hér. „Vinur dragðu mig upp“ er annað afbragðsgott lag og ekki spillir text- inn fyrir: „þið glapstigu englar sem iðju- leysið villir búið um þetta lík sem best og hreinu hvítu líni hjúpið víst getm- náttúran loks sagt með stolti: sjá þar var maður - krjúpið.“ Víst er dauðinn Megasi hugleik- inn og barátta hins góða og illa, ljóssins og skuggans o.s.frv. Hið Geisladiskur SVANASÖNGUR Á LEIÐI Geisladiskur Megasar, Svanasöng- ur á leiði. Öll lög og ljóð eru eftir Megas utan Þungs móðuróðs sem Megas orti við lag W.A. Mozarts. Megas söng og Jón Ólafsson lék á flygil. Eggert Þorleifsson verk- stýrði ásamt Jóni Ólafssyni sem sá um tæknistjórn. Megas útsetti í fé- lagi við þá Eggert og Jón. Hljóðrit- að í sal FÍH í ágústmánuði árið 2000. Eyrað gefur út. ÞAÐ ER ekki skrítið að Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas, hafi á dögunum hlotið verð- laun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. í hartnær þrjá áratugi hefur Meg- as verið fremstur meðal texta- höfunda hér á landi. Sem tón- skáld hefur hann einnig niargoft sýnt snilldartakta. Ný- útkomin plata hans, Svana- söngur á leiði, inniheldur 18 lög og ljóð sem Megas syngur við undirleik píanóleikarans geðþekka, Jóns Ólafssonar. Þeir Jón hafa oft starfað saman áður, oftast með góðum árangri, og það er gaman að sjá annan gamlan félaga Megasai’ með í ráðum, leikarann og tónlistarmanninn Eggert Þorleifsson, en hann kom talsvert við sögu á meistarverkinu A bleikum náttkjólum. Mikið hefur verið skrafað um líf- erni Megasar í gegnum tíðina og oft hefur honum verið spáð listrænu sem og tilvistarlegu falli. Slíkt tal er þó þekkt úr sögunni þegar lista- menn eru annars vegar. Bob Dylan sagði einhvern tímann að þegar toppnum væri náð þá stæði maður á botninum og víst er að Megas hefur reynt sitthvað á ferðalögum sínum um holdfjötraðar andans hæðir og undanskildri, og þykir mér hann ekki skáka Megasi í lagasmíðum á þessari plötu! Eitt af albestu lögum Svana- söngsins þykir mér vera lokalagið, „Kokkrokk". Textinn er sömuleiðis frábær en hljómurinn á laginu er af- leitur enda er það réttilega skráð sem „demó“ á meðfylgjandi texta- bæklingi. Hljómur er annars til íyr- irmyndar á plötunni og flutninguiv*; þeirra Jóns og Megasar víðast feiki- góður. Svanasöngur á leiði er snilldar- verk sem skipar sér tvímælalaust í hóp allra bestu verka Megasar og keppir þar við nokkrar af bestu plötum íslenskrar poppsögu. Orri Harðarson Onnur verk Megasar MEGAS (1972) ★★★★☆ Einfalt og vel framsett þjóð- lagapopp, leikið af norskum lista- mönnum. Frá- bærir textar og ögrandi söngstíll gera plötuna einstaka. Annað eins hafði ekki áður heyrst hér á landi. MILLILEND- ING (1975) ★★★☆☆ Rokkgrúppan Júdas er hér Megasi til að- stoðar og útkom- an er áreynslu- lítið en vel gert popp. Textarnir og röddin eru sem fyrr aðalsmerkið en einnig má finna mjög góðar lagasmíðar innan um aðrar lakari. FRAM OG AFTUR BLINDGÖT- UNA (1976) ★★★★☆ Blindgatan er tónlistarlega rökrétt framhald af Millilendingu og lagasmíðarnar eru sterkari þegar á heildina er litið. Hljómsveitin Eik leikur stórt hlutverk og Megas er í góðu formi. Á BLEIKUM NÁTTKJÓL- UM (1977) ★★★★★ Megas flakkar um tónlistarsög- una og kryddar með frábærum textum. Dyggilega studdur af Spil- verki þjóðanna nær karlinn list- rænum hápunkti. Útkoman er hrein snilld og má mikið vera ef platan er ekki sú besta í íslenskri poppsögu. í kjölfar plötunnar fékk Megas listamannalaun. NÚ ER ÉG KLÆDDUR OG KOMINN Á RÓL (1978) ★★★☆☆ Gömul barna- lög flutt á ein- faldan og smekklegan hátt. Megas urrar og vælir textana prakkara- lega ofan á allt saman. Umdeild túlkun á sígildum lögum og kvæð- um. DRÖG AÐ SJÁLFS- MORÐI (1979) ★★★☆☆ Hljómleika- upptökur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Sjálfsmorðssveit Megasar á stórleik og karlinn sjálfur góða spretti en lögin eru misjöfn að gæðum. Textarnir eru þó flestir stórvel ortir. GULT OG SVART - ANDINN (1985) ★★★☆☆ Haglega smíðuð og um margt vel flutt lög Megasar við ofmetna Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar. GULT OG SVART - HOLDIÐ (1985) ★★★★☆ Safnplata með lögum sem Meg- as gerði sem liðsmaður hljómsveit- arinnar íkarus. Til viðbótar eru svo áður útgefin smáskífulög og efni sem ekki fékk inni á eldri plötum. Verðskuldar fjórar stjörn- ur fyrir að innihalda mörg af beitt- ustu lögum og textum karlsins. í GÓÐRI TRÚ (1986) ★★★☆☆ Endurkoma Megasar eftir margra ára hlé frá plötugerð. Textarnir eru frábærir og lögin mörg hver grípandi í smekklegri meðhöndlun Tómasar M. Tómas- sonar. Útkoman er þó á köflum fullslípuð miðað við upphaflegu smíðamar. Einnig er minni brodd- ur í söng Megasar en oftast áður. LOFTMYND (1987) ★★★★☆ Ein af allra bestu plötum Megasar. Þemað er Reykjavík og textarnir eru snilldarlega ortir. Lögin eru vel flest í hæsta gæða- flokki og útsetningarnar sömuleið- is. Þeir Brian Pugsley og Guðlaug- ur Óttarsson skila frábærri vinnu, ásamt fjölda annarra listamanna, og Megas á stórleik. Eftir plötuna var Megas gerður að borgarlista- manni Reykjavíkur. HÖFUÐ- LAUSNIR (1988) ★★☆☆☆ Svo bregðast krossti’é sem önnur tré. Sam- starf Hilmar Arnar Hilmarssonar og Megasar hófst á hljóðritun lagsins „Drengirnir í Bankok“. Þeir voru eðlilega ánægðir með af- rakstur þess samstarfs enda út- koman frábær. Þeir ákváðu að ráð- ast í heila plötu og þá fór eitthvað úrskeiðis. Megas hefur oftast haft betra efni fram að færa og út- færslan á lögunum er í flestum til- fellum ekki að virka. BLÁIR DRAUMAR (1988) ★★★☆☆ Sameiginleg afurð Megasar og Bubba Mort- hens. Lögin eru flest í gömlum dægurlagastíl og leikin í djass- kenndum útsetningum valinkunnra hljóðfæraleikara. Framlag Megas- ar er ívið sterkara en Bubba þrátt fyrir ágæta spretti hins síðar- nefnda. Fyrir utan listaverk Mega- sar, „Tvær stjörnur", eru báðir þó nokkuð frá sínu besta. HÆTTULEG HLJÓMSVEIT OG GLÆPA- KVENDIÐ STELLA (1990) ★★☆☆☆ Það er með Glæpakvendið eins og Hvíta albúm Bitlanna, allt of mörg lög. Þrátt fyrir að margt sé ágætlega heppn- að þá hefði mörgu betur verið sleppt. ÞRIR BLÓÐ- DROPAR (1992) ★★★★☆ Að mörgu leyti frábær plata þó lögin sé kannski helst til of mörg. Hráefni Megasar er hér vel yfir meðallagi, textarnir eru magnaðir og mörg lögin grípandi. Þeir Hilmar Örn, Jón Ólafsson og Ú Guðlaugur Óttarsson eiga heiður skilinn fyrir frábært framlag til út- setninga og upptökustjórnar. DRÖG AÐ UPPRISU (1994) ★★☆☆☆ Megas aftur á hljómleikum í Hamrahlíðinni, nú ásamt hljómsveitinni Ný Dönsk. Á Sjálfsmorðunum var nýtt efni og að mörgu leyti frábær flutningur. Hvorugt er hægt að segja um Upprisuna. TIL HAM- . INGJUMEÐ FALLIÐ (1996) ★★★★☆ Sennilega eitt af bestu verkum Megasar, textalega séð. Lögin eru misjöfn en nokkur eru þó afbragð. Einfaldar og smekklegar útsetn- ingar eru í fyrirrúmi í hlýrri hljóð- blöndun Sigurðar Bjólu. FLÁA VER- ÖLD (1997) ->S ★★☆☆☆ Þrátt fyrir á köflum prýðileg lög og fyrirtaks texta þá er útfærsla laganna, út- setningar og hljóðblöndun hlutað- eigandi aðilum til lítils sóma. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.