Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 84
. $4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Gígja Reynisdóttir er ung og upprennandi listakona sem býr og starfar í Hollandi
Utgáfutónleikar
Lúxus í kvöld kl. 22.00
í tilefni nýútkominnar plötu,
Have a Nice Trip, halda Björn
Jörundur og félagar í Lúxus
útgáfutónleika á Gauki á stöng
í kvöld - 7. desember kl. 22:00
Sórstakir gestir:
Sálin hans Jóns míns
Að grafa hljóð
ofan í jörðina
*
Islenskar þjóðsögur og ævintýri hafa alltaf
heillað Gígju Reynisdóttur listamann sem
búsett hefur verið í Hollandi síðustu 5 árin.
Hún sagði Unnari Jonassyni frá verkunum
sínum og lífínu í Hollandi.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Gígja Reynisdóttir: „Fyrst þegar ég fór út ætlaði ég að verða málari en
síðan er ég búin að taka nýja ákvörðun a.m.k. 100 sinnum."
áhorfandanum meira, því myndirnar
þar hreyfast og þolinmæðin er meiri
gagnvart hreyfimjmd. Þegar maður
vinnur við málverk fer það alveg eft-
ir áhorfandanum hvort verkið hreyf-
ist eða ekki því öll hreyfingin er öll
inni í höfðinu á honum. Kennarinn
minn sagði mér einu sinni að þolin-
mæði hjá fólki gagnvart hreyfimynd
væri bara um 3 mínútur og gagnvart
málverki er það örugglega minni
tími. Á endanum var ég kominn út í
það að hreyfa skjána eða
skjávarpana sem að ég var með
verkin í sem að myndaði mjög
skemmtilegar sjónhverfingar en
þetta var samt alltaf bara mynd sem
fólk á svo auðvelt með að fjarlægjast
og það vantaði eitthvað. Það gerðist
svo í fyrra að þá kom yfir mig ein-
hver svona myndræn stífla þar sem
ég gat ekki hugsað mér neitt mynd-
rænt, fannst ekkert af hugmyndun-
um mínum ganga fyrir myndir þá
fór ég að leita eitthvað annað. Fór
þá að vinna miklu meira við hljóð og
núna finnst mér það eiginlega
skemmtilegasti miðillinn því mér
finnst hann vera svo opinn. Maður
vekur bara upp einhverja tilfinningu
hjá áhorfandanum og svo býr hann/
hún sér til sína mynd utan um þessa
tilfinningu. Sína eigin mynd. Hljóð
getur líka verið bæði yfirgæfandi og
svo mjög veikt allt eftir hljóðstyrkn-
um og staðsetningunni, svo er það
alltaf til staðar kannski í bak-
grunni ogmaður tekur jafnvel ekki
eftir því. Áhorfandinn getur kannski
verið að taka það inn en veit ekkert
af því.“
Gígja notaði hljóð á mjög óvenju-
legan hátt á sýningu núna í ágúst
sem varð líka að lokaverkefninu
hennar frá skólanum í Amsterdam.
„ÉG kláraði skólann núna í haust en
tók eitt ár til að undirbúa
lokaverkefnið mitt og svona að-
eins til að ná áttum,“ byrjar Gígja
þegar blaðamaður spurði hana um
tildrög utanferðarinnar. „Fyrst þeg-
•Sr ég fór út ætlaði ég að verða mál-
ari en svo er ég búin að breyta þeirri
ákvörðun allavega 100 sinnum. Ég
var í Fjölbraut í Breiðholti hérna
heima en fór svo beint í akademíuna
Minervu sem er í norðurhluta Holl-
ands í bæ sem að heitir Groningen.
Þar er mikið lagt upp úr málun og
ég kláraði BA-gráðuna þar. Síðan
fór ég í framhald í Sandberg Instit-
ute í Amsterdam. Skólinn er deild-
arskiptur en nemendur eru samt
ekkert bundnir við þann miðil sem
þeir velja sér. Kerfið í þessum skól-
um er byggt upp svipað og fjölbraut-
astig hérna heima þar sem nemend-
ur stjóma námi sínu mikið sjálfir
svo á síðari árunum eru bara viðtöl
við kennara og sjálfstæð vinna.
Námið þarna er mjög frjálst því þar
má gera nánast hvað sem maður
mátti en persónulega fannst mér
samt vera lögð of lítil áhersla á lista-
sögu og listheimspeki sem er að
mínu mati mjög slæmt því að það er
grunnurinn að mörgu í listnámi,"
segir Gígja um skólana í Hollandi.
Að vekja tilfinningar
með hljóðum
Gígja segir að hún hafi verið að
vinna við nánast alla miðla en hafi
samt aðallega síðustu ár unnið við
myndbönd og ljósmyndir. Hún legg-
ur líka mikið upp úr því að verkin
hennar tali til áhorfandans.
„Þegar ég fór að vinna við mynd-
bönd fannst mér ég vera að tengjast
u
í Byggt og búið
Hvað er skemmtilegra en að skreyta saman og undirbúa
heimilið fyrir jólin? ( Byggt og búið færðu bókstaflega allt
til að skapa ekta jólastemningu heima.
byggtogbúió
wKringlunni
„Gamall kennari minn frá Groning-
en fékk þá hugmynd að fá gamla
nemendur sína, sem hann
þekkti til og leist vel á, til að vinna
verk fyrir safn í Dordrecht sem er
gömul hafnarborg rétt hjá Rotter-
dam. Sýningin átti að vera úti í garð-
inum við safnið og það var mikil
áskorun fyrir mig því að ég hef að
mestu unnið verk inni og þetta var
mjög sérstakur garður. Hann er
kringum safnið svona L-laga og
hannaður af einhverjum hollenskum
arkitekt og allur mjög kaldur og
„steríll“. Það voru 11 manns sem
tóku þátt í sýningunni og tókst hún
mjög vel. Verkið mitt var byggt á
æskuminningu en ég hef alltaf verið
hrifin af tröllum og álfum og svoleið-
is. Verkið er byggt á vísunni „Karl-
inn undir klöppunum" og samanstóð
af 8 bassahátölurum sem ég gróf
svona metra niður í jörðina og þakti
aftur með grasi en úr hátölurunum
komu skrimslahljóð, svona „böööö“
og „búúúúú" hljóð. Verkið var í einu
hominu á garðinum og voru hátalar-
amir á víð og dreif á um 10 xlO
metra svæði. Það var heili sem
stjórnaði hljóðinu, því var það ekki
stöðugt og það komu þagnir inni á
milli og það hreyfðist frá A til B til C
o.s.frv. Það var kannski algjör þögn
og svo kom allt í einu hljóð undan
fótunum á manni og jörðin hristist
öll. Það var gaman að sjá viðbrögð
fólks við verkinu, sérstaklega Hol-
lendinga því þeir em oft svo röklegir
í hugsun. Hjá þeim er einhvern veg-
inn ekki til neitt sem heitir óútskýr-
anlegt. Það var einsog þeir væm til-
búnir að leika sér og hafa gaman að
þessu fyrirbæri ofan í jörðinni,
þarna fannst mér ég sjá alveg nýjan
flöt á þeim. Það kom út vegleg sýn-
ingarskrá með sýningunni og það er
búið að bjóða mér að sýna þetta
verk aftur á næsta ári en þá verður
það kannski svolítið öðmvfsi. Ég
vona samt að verkið hafi ekki sömu
afleiðingar og núna í ár því þegar ég
var að gera verkið byrjuðu Suður-
landsskjálftamir og ég fór að ím-
ynda mér að ég hefði vakið upp eitt-
hvert skrímsli sem nú væri komið til
að láta heyra aðeins í sér í Hol-
landi.“
Gott að búa í Hollandi
Gígja segir gott að búa i Hollandi
og þar sé jafnframt sérlega gott að
vera listamaður. „Maður getur t.d.
sótt um styrk að loknu námi, svona
byijunarstyrk fyrir listamenn upp á
1,5 milljónir ísl. króna, því að oft
skilar þetta starf litlum peningum
og einkum í upphafi. Einnig geta
listamenn sótt um 80 prósenta styrk
og svo unnið með 20 prósent, því ef
maður vinnur 100 prósent vinnu er
allt það nám sem maður hefur
stundað farið fyrir lítið. Það er í
rauninni verið að gera listamönnum
kleift að vinna að list sinni svo að
þeir þurfi ekki að eyða öllum tíman-
um í að vinna einhvers staðar ann-
ars staðar. Þegar listamenn fara inn
í þetta prógramm verða þeir að sýna
fram á að þeir séu að sýna og selja
þannig að það þýðir ekkert að vera
bara heima og gera ekki neitt. Einn-
ig kaupa ríkissöfnin í Hollandi á
hverju ári sérstaklega listaverk eftir
unga listamenn til að sýna að þau
fylgist með. Það þekkist ekki að fólk
borgi með sér þegar það er að sýna
eins og er oft raunin hér á Islandi
miklu freka að listamenn fái greitt
fyrir vinnu, hugmyndir og efni,“
segir Gígja að lokum um muninn á
Islandi og Hollandi.