Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 85

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 85
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfutónleikar Sóldaggar í íslensku óperunni í kvöld Popp, popp, popp og aftur popp í kvöld verður poppað í Óperunni. Hljómsveitin Sóldögg heldur útgáfutón- leika sína þar og í tilefni þess tók Birgir Örn Steinarsson Bergsvein Arilíusson og Jón Omar Erlingsson tali. POPP er list. Sá sem reynir að halda öðru fram ætti nú bara að skammast sín. Popp er tón-„list“ og sú listgrein sem er hugsanlega sú vanmetnasta af þeim öllum. Því þrátt fyrir það að vera sú tónlistarstefna sem auðveld- ast er að matreiða ofan í fólk virðast margir tónlistarunnendur tregir til þess að viðurkenna unun sína á góðu poppi. Jafnvel hef ég rekist á popp- tónlistarmenn sem eru tregir til þess að viðurkenna að þeir séu slíkir inni við beinið. Það að geta gert sig skilj- anlegan í gegnum sköpun sína getur aldrei verið neitt til þess að skammast sín fyrir. Að kunna það er list út á fyr- irsig. Meðlimir hljómsveitarinnar Sól- daggar skammast sín ekkert og eru ekki mikið fyrir að troða sér undir hatta sem passa ekki á höfuðið á þeim. Nýjasti geisladiskur Sóldaggar heitir nefnilega..jú, jú, það er rétt - „Popp“. Erfitt að semja popp „Það var nú eiginlega þannig að þegar við litum yfir verkið eftir á þá fannst okkur þetta vera popp og það- an kemur nafnið,“ segir Jón Ómar Erlingsson, bassaleikari Sóldaggar. „Það var ekkert endilega lagt upp nieð það að búa til poppplötu. Við ger- um bara eins og flestar hljómsveitir, setjum lög í púkk og veljum þau sem okkur finnst best. Okkur fannst Ú1> koman vera popp.“ Margir tónlistarmenn sem ekki fást við popplagasmíðar segjast neita sér um það á þeim forsendum að þær séu einum of auðveldar. „Ef eitthvað er þá held ég að það sé erfiðara að búa tíl popp. Því að ef þú ert að gefa út yf- irlýst popp og svo verður það ekki vinsælt þá hefur það ekki tekist hjá þér því popp þýðir náttúrlega bara „popular rnusic". Ef þú ert að gefa þig út fyrir að gera alvarlegri músík get- ur þú alltaf hlaupið í það að væla yfir því að Skítamórall sé búinn að eyði- leggja tónlistarsmekk landans og það skilji þig enginn.“ Það er auðheyrt þegar maður heyr- ir tónlist Sóldaggar að þeir félagar vanda til verka við upptökur. „Einn af okkur vinnur náttúrulega sem upptökumaður og það hefur eig- inlega alltaf verið dálítið vesen á okk- ur í hljóðverinu," segir Bergsveinn Arilíusson, söngvari sveitarinnar, og græðir svip á móti sem krefst frekari útskýringar. „Útgáfunni hefur fund- ist við vera frekar leiðinlegir þegar við förum í hljóðverið vegna þess hve lengi við erum að öllu. Okkur þykir gaman að nostra við hlutina og höfum fengið skömm í hattinn fyrir það að engin tímaplön standist. Við erum reglulega rassskelltir fyrir það þegar við erum að taka upp. Okkur þykir bara svo gaman að vera í hljóðveri. Það eru okkar ær og kýr, að vera þar.“ Þegar á að fara í það að vinna plötu er eins gott að mæta vel birgur til leiks. Þrátt fyrir að flokkast undir það að kallast „sveitaballahljómsveit“ eru það ekkert endilega böllin eða ljómi þeirra sem ráða lagasmíðum Sól- daggar. „Þegar við erum að gera plötu lít- um við yfir hópinn og veljum þau lög sem okkur finnst best,“ segir Jón Óm- ar. „Það þurfa ekkert endilega að vera lög sem ganga vel á böllum, og eru það yfirleitt ekki. Þetta er engin sérstök dansmúsík sem við erum að setja á plötur. Við þrumum þeim nú samt á liðið. Það verður bara að hafa það að setjast aðeins niður og drekka sitt brennivín á meðan.“ Hef ekki augun af þér Á plötunni er þó að finna eitt töku- lag sem þeir félagar hafa klætt í Sól- daggar hljómsveitarbúninginn. Það er gamli smellurinn „Can’t Take My Eyes off of You“ sem Engelbert Humperdinck og Boys Town Gang hafa meðal annarra sungið í gegnum árin. í flutningi Sóldaggar heitir lagið „Hef ekki augun af þér“. Hvemig kom það til að þeir tóku þetta lag upp á sína arma? Morgunblaðið/Golli Bergsveinn og Jón Ómar stinga saman nefjum og hafa ekki aug- un hvor af öðrum. „Það var Júlíus Kemp sem hafði samband við okkur út af myndinni Is- lenski Draumurinn,“ segir Berg- sveinn. „Við tókum bara strax vel í það. Af hveiju það varð úr að það end- aði á plötunni var markaðsfræðileg ákvörðun sem útgefandi okkar hafði meira um að segja en við. Við erum mjög sáttir við útkomuna en það kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu að þetta skyldi fara inn á vinsældalista." „Þetta kom upp um það leyti sem við vorum að taka upp plötuna," segir Jón Ómar. „Þetta skapaði ágætis hvíld frá okkar eigin efni. Við vorum á kafi í hljóðverinu og það var fínt að geta lagt okkar aðeins til hliðar og takast á við annað. Ég dansaði við þetta lag í Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar þegar ég var lítill og hef alltaf átt taugar til þessa lags.“ Tónleikarnir í kvöld í kvöld heldur hljómsveitin útgáfu- tónleika sína í íslensku óperunni, en almennt tónleikahald er eitthvað sem meðlimimir segjast ekki gera mikið af. „Við ætluðum fyrst bara að flytja lögin á plötunni en þetta er eiginlega í fyrsta skiptið sem við höldum tón- leika,“ segir Bergsveinn. „Þannig að það varð úr að við ætlum að spila plöt- una í bland við eldra efni. Við leggjum mikla vinnu og metnað í þetta.“ ,Á tónleikum er hægt að velja mildu breiðari lagaflóru en á böllum og við notfærum okkur það. Það er ákaflega gaman að halda tónleika. Þetta er furðuleg menning héma á íslandi. Poppbönd spila bara á sveita- böllum eða ekki neitt. Það hefur aldrei verið mikil tónleikamenning," segir Jón Ómar að lokum og lofar úr- bótum. Það er enginn annar en fjöllista- maðurinn Iceblue, eða Geir Ölafsson eins og hann heitir, sem sér um upp- hitun í kvöld. Tónleikamir hefjast kl. 20:30 og hægt er að nálgast miða í verslunum Skífunnar og í miðasölu Óperunnar. Glæsilegri gjafavörur finnast varla FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 8^ Listhús G a 11erf| Laugardal Besta jólagjöfin! HRADLESTRARSKÓUNN ir 565-9500 www.hradlestrarskolinn.is Síðustu forvöð að panta fyrir jólin. Erum við símann öll kvöld til kl. 22. Pöntunarsíminn er 565 3900 www.freemans.is (Pcegiíegur vershmarmáti www.mbl.is Nr. Var _> ' jltÆ x-úúimtiiíios Lag Am You Remiy RbhcpSbs 01 Hú Soilltl SIÚE Ofofeúfl Home In rviany Oj's Music Is M? Knöap Flytjandi Ereed Bbiji! Agaínsl The Machim: Mnby 13 14 13 15 18 18 17 18 2 19 24 20 4 21 22 22 1 23 28 24 17 25 20 26 ! 27 27 I 28 28 29 j 19 Ya Maina The Seeond Llnc Wtnm II All Gnes Wrniiij Again Wicked 6w. II ni! Arnii!il Scissor Oclohcr Sninnifir Disposable Teens lamjRrint: Specdo Faibny Slim Al Tlic Ilrlvii In JJ/2 iitrilyn Manson Caviar PJ Harvey Aviake Orioinal Prankster BlarJt Jbsus Faröu i Röö Viltu Deyja Slave Tn The Wage Griinn Oay A l’iirliicl Circle Oadly Drawn Boy RADIO 6. des. - 13. des. (2JJJSB0I “EKKl MISSA AF HENNI.... BRESK GLÆPAGAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST ANCIANO OG RAY BURDIS ELSKA, VIRDA 06 HLYÐA IwT WINBTONE JONNY LEE MILLER JUDE LAW BBAN PERTWBE KATHY BLAKE DENIBE VAN OUTEN FRUMSÝND f HÁSKÓLABÍÓl 8. DESEMBER 2000 AHYB FANB LOADED
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.