Skírnir - 01.01.1862, Qupperneq 66
66
FHÉTTIR.
Preussen.
Ráfcherra Beust í Sachsen hefir a& nokkru leyti gjörzt talsma&r
mi&rikjanna, og ætla menn þó, ab stjórn Austrríkis hafi skotib honum
fram fyrir sig. Hann rita&i frumvarp til alríkislaga, og stakk þar
uppá, a& bandaþíngi& skyldi ekki halda í Frankfurt, heldr í ö&rum
borgum, til skiptis, og a& Austrriki og Preussen skyldi skiptast á
um forsetadæmi, en nú skipar Austrríki ávallt forsetasætib á þínginu.
Austrríki synja&i nú þessa, a& mi&la valdi sínu, nema þeim væri heim-
ila& a& ganga í hi& þýzka samband me& öll sín lönd; en Preussar
vildu ekki vinna til a& taka ábyrg& á Italíu, og fá ekki meira í a&ra
hönd, en a& vera forseti anna&hvort ár. Nú fórust rá&herra Preussa
svo or& á þínginu í Berlín um Hessen, sem fyr var geti&. þá kom
þa& flatt uppá alla einn dag, 2. Febr. 1862, a& Austrríki og nær-
fellt öll mi&ríkin ritu&u greifa Bernstoríf í Berlín samhljó&a skjal,
og mótmæltu þar alveg þessari a&fer& Preussens, a& taka sér sjálf-
skapa& allsherjarvald á þýzkalandi. Hinsvegar gáfu þeir í skyn,
a& sér þætti brýn þör,f a& bæta bandalögin, og bu&u Preussen a&
ganga í sitt félag til þessa. . Vikiv þeir á, a& þörf væri a& stofna
allsherjar lögréttu í Frankfurt, vi& hli& þess þíngs sem er. þetta leit
vít sem samsæri gegn Preussum, og datt þeim í fyrstu allr ketill í eld,
því þelta bar svo brátt a&. Um Hessen ur&u þó bæ&i stórveldin ásáttj
- en um bandalögin liggr en sök í salti, þó vir&ist hlutr Preussa veyk-
ari, og er hætt vi& a& þeirra hlutr mínki enn vi& hi& sí&asta stjórnar-
reik, sem þar er or&i&. Eykr þa& og á, a& vinsældir Austrríkis
hafa vaxi& hi& sí&asta ár, svo líkur eru til, a& Preussen sætti sig
a& lokum vi& þa& a& fara í flokk me& hinum, og ganga undir merkj-
um þýzkalands, þegar þess er ekki kostr a& þýzkaland gangi undir
Preussa merkjum. þessar deilur gjöra þó a& lokum ekki anna&, en
skerpa kærleikann milli ríkja á þýzkalandi, því þar er mart sem
heldr saman. þa& er eitt sér, a& ein túnga og eitt bókmál gengr
yfir allt þýzkaland. Lönd þau, sem hin þýzka túnga gengr yfir, liggja
og í samfellu í hjarta Nor&rálfunnar, en ekki sundru& af sjó og fjall-
byg&um, sem á Nor&rlöndum. Járnbrautir og stórár tengja lönd og
borgir saman, og .vinnr allt a& því, a& ry&ja burtu fæ& þeirri og
sundrlyndi, sem einangr og dælska fyrri alda hefir sett milli sam-
borinna þjó&flokka.