Skírnir - 01.01.1862, Page 92
92
FRÉTTIR.
Daninörk.
Sumir kenna stjórninni um þetta, þó eru aörir sem segja, aö eymd
og lítilmennska Skrælíngja, sem sé óhæfir aö taka viö mentun
og framförum, sé ekki síör skuld í þessu. þar sem hvítr maör
kemr í land, þar morna þeir og þorna, og deyja út aö lokum, og
beztu tilraunir verÖa aÖ eins til aö lengja eymdarstundir þeirra. —
Menn hafa nú á Grænlandi fundiö málma, en mestan verzlunarhag
ætla menn nú aö megi fá af steintegund þeirri, sem menn kalla
Kryolith, sem brendr er og gjört úr sódavatn og fleira. Hafa
menn sótt af honum margar skipshafnir til Grænlands. Nú hefir
verzlunarfélag eitt leigt gufuskipiö Fox, sem Íslendíngar þekkja síÖ-
an 1860, og á þaÖ aö sækja þangaö Kryolith. Um Grænland og
hagi Grænlendínga hefir Dr. Rink, landstjóri á SuÖr - Grænlandi,
skrifaÖ nýlega fróölega bók.
í s 1 a iid.
þaö mál, sem nú varöar mestu fyrir íslaud, er fjárhagsmáliö.
Eptir aö alþíngi haföi unniö sigr í verzlunarmálinu, eptir margra ára
baráttu, varö stundarhlé í sókninni frá hendi þíngsins; kom þaö
meöfram af því, aÖ skömmu síöar kom yfir landiö kláöafaraldriö,
sem hjó svo mikiö skarö í alla þjóÖmegun , deildi kröptum lands-
manna i tvær sveitir, og kæfÖi um stund önnur þjóömálefni, og
áhuga manna aÖ fylgjast allir aö einu máli. Um Qárhag landsins
og sjálfsforræöi hefir þó hugr landsmanna vaknaö til vits hin síö-
ustu 20 ár, og menn hugaö meir aÖ hag sínum en fyr, og mart
veriö ritaÖ til aö leiÖa fram hvaö landiÖ eigi, sem áör var á huldu.
Fram undir 1849 haföi hin alvalda konúngsstjórn allan fjárhag
landsins í hendi sér, en síðan tók ríkisdagr Dana aö sér fjárhald
landsins, og hélt því eptir 185 J, aö útséö varö um aÖ Íslendíngar
sendi fulltrúa á þaö þíng. þó duldust þíngmönnum ekki hver mis-
smíöi aö voru á þessu. A hinni fyrri öld haföi og konúngssjóðrinn
veriö rúmr inngangs en þröngr útfarar. Eignir landsins höföu mínk-
aö til helmínga eÖr meir við sölu þjóðjarða og stólsjaröa, en þarfir
landsins jukust ár frá ári. A - Islandi var þessi tilhögun og mjög
óskapfelld almenníngi, og söknuöu menn sjálfsforræðis, og þess,
aÖ alþíng hef'Öi skattveizlurétt, þótti þíngið annars létt í fangi,
meðan það átti minni ráð en minnsti kjósandi heima í héraöi. —