Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 25
ENGLAND.
25
á drepið. Allra kalli gegna þeir ekki, heldur a8 eins þeirra
manna — karla eSa kvenna —, sem eru því atgerfi sálarinnar
gæddir, a8 þeir geta komiS öndunum í andspilli viB sig.
þessir menn eru kallaftir media, meöaigöngumenn milli manna og
anda. Vjer biðjum leyfis a5 kaila þá andkveða. AS jöfnuSi
situr andkveSinn viS bor8 og bíSur til þess andinn kemur,
hverfur í borSiS eSa undir þaS. Venjulega heyrist bariS
aB neSan í borSiS, en tala höggvanna merkir stafrofsstafi,
og eru þeir svo saman settir og aS þeim kveSiS. þar hafa
menn svör andans upp á spurningar þeirra sem viS eru
staddir. þá eru og ritfæri eSa ritvjelar meS vísi, er færist á
stafi eSa tölur, en andkveSinn leggur hönd sína á vjelina — og
hjns þarf ekki aS geta, aS hann hreifir hvorki Jegg nje liS; enda
er hann jafnan í einskonar dauSadái og allur frá sjer numinn, er
hann talar til andanna. Hitt er sjaldgæfara — aS minnsta kosti
svo aS aSrir sje áheyrandi — , aS andarnir tali, en menn heyra
opt rumsk þeirra og ýmsan gauragang. Stundum heyrast hljóS
eSa kveSandi í borSum og búshlutum, stundum er leikiS á þau
hljóSfæri, sem eru í herberginu, þó enginn komi þeim nærri; og
mart annaS af líku tagi hafa þeir aS herma, sem trúa enum
nýju kenningum og hafa veriS viSstaddir, þar sem andar hafa
veriS til kvaddir. Hin nýja fræSi eSa kenning heitir á ensku
Spiritism (andafræSi), en vjer getum hennar því í þessum þætti
frjettanna, aS viSgangur hennar hafir fariS svo mjög vaxandi á
Englandi á síSustu árum, einkum viS þaS, aS sumir helztu vís-
indamenn — og einmitt náttúrufræSingar — Englendinga hafa
snúizt til ennar nýju trúar (ef svo má kalla), og hafa þótzt
reknir úr öllum skugga um, aS hjer sje flest rjett og áreiSanlegt
meS öllu. þeir hafa gert ótal tilraunir, sem liafa fært þeim heim
sanninn betur og betur — og frá öllu slíku er skýrt í blöSum,
timaritum og fræSibókum um anda og andleg undur. Menn
nefna í þeirra manba tölu A. R. Wallace, ágætan náttúrufræSing
og rithöfund (í Lundúnum), A. de Morgan, prófessor í stærSa-
fræSi (í Lundúnum), James M. Gully, doktor í læknisfræSi, N.
William Senior, próf. í þjóSmegunarfræSi (viS háskólann í Ox-
ford), John Eliiotson, fyrrura prófessor í læknisfræSi (í Lundúnum),
Challis, háskóiakennara í stjörnufræSi (í Cambridge), og fl. Menu