Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 90
90
ÞÝZKALAND.
aptur. En fyrir þá sök, a8 skjölin voru flest lesin upp i dóm-
inum, þá var8 mart alþýfeu manna kunnugra um álit og rá8 Bis-
marcks og Berlínarstjórnarinnar, enn ætlazt hefur veriS til í fyrstu.
Mörgum þótti heldur óvægilega vera a8 fariS við greifann, me8an
á rannsókninni stó8, og um tíma var8 hann svo veikur í fangelsinu,
a8 læknarnir kvá8u vi8 enu versta búi8, ef hann yr8i eigi fluttur
á betri vistarstaB. A8 því var og fariS, og var honum sleppt
lausum nokkra stund móti fullfengiiegum vörzlum. Dómurinn
kva8 upp þriggja mána8a fangelsi, og skyldi þar í reiknaSur
varBhaldstiminn, sem li8inn var. þó ætla8 væri í fyrstu og enn
sje gruna8, a8 Arnim hafi tekiB skjölin í því skyni a8 hafa þau
fyrir vopn á Bismarck — e8a skýrskota til þeirra í riti, sem
hef8i átt a8 rekja allan stjórnarferil kansellerans og sýna brög8
hans í mörgum aSalmálum, þá lýsti þó dómurinn yfir því, af>
Arnim hef8i ekki gert sig sekan í neinum prettum, en þa8 væri
vanhir8a og óreglusemi, sem hjer þyrfti a8 hegna ö8rum mönn-
um til viSvörunar framvegis.
Svo mjög sem mönnum var8 hverft vi8, er Arnim greifi var
fær8ur í fangelsi, þá þótti þó hitt meiru sæta, er sú fregn flaug
landa á milli frá Kissingen — ba8a- og vatnslækninga-bæ í
Bayern —, a8 beykir nokkur, Kulmann a8 nafni, hefSi reynt a8
færa Bismarck til heljar (13. júli), en hann var þá í þeim hæ
vi8 bö8 og vatnsneyzlu sjer til heilsubóta. Bismarck ók til
laugarhúss, en á veginum höf3u menn a8 vanda þyrpzt saman, og
þurfti hann því margra kveðjum a8 taka. Beykirinn hafSi komizt
mjög nær vagninum og hleypti úr pistólu á Bismarck rjett í því
a8 hann tók heudinni til höfubfatsins (hjálmsins) a8 svara kveðjum
manna. Kúlan skeindi hann á úlflið og þumalfingri, en brýr
hans svi8nu8u af forhlaðinu. A8 ö8ru leyti sakaði hann ekki.
Kulmann tók til fóta, er hann hafði unnið tilræðið, en náðist þó.
Síðar ura daginn, er hundið hafði verið um sár Bismarcks, fór
hann til varðhaldsins, sem Kulmann var kominn í, og hatði tal
af honum. Hann sag8ist að vísu hafa tekið þetta upp hjá
sjálfum sjer, og lengi hafa haft það í hyggju; hann hef8i
haldið til Berlínar, en sjer hefði brugðizt þar færi, og því væri
hann hjer kominn. Orsakirnar hvað hann vera þær, a8 sjer hef8i