Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 99
AUSTUBRÍKI.
99
ÁriS sem leiS hefur opt boriö á því, að stjórn Jósefs keisara er
farin aS draga taum jarlanna í Rúmeníu og Serbíu og stySja þá
til meira forræSis enn soldáni er ljúft aS veita. Andrassy greifi
(ráSherra utanríkismála) hefur látiS knýja fast aS soldáni um
lítinn kastala — Litla Zwornik, sem kallaSur er —, sem Serbar
vilja eignast á landamærum sínum , og soldán hefur veitt ádrátt
um, en stjórn hans dregiS og tregSazt viS aS sleppa viS Milan
jari. Enginn efast um, aS málinu lúki svo, sem Austurríkis-
keisari hefur fariS fram á, því nú hefur stórvesírinn, Hussein
Avni, orSiS aS gefa upp stjórnarforstöSuna, sökum þess aS hann
hefur veriS svo þver í málunum viS sendiboba Austurríkiskeisara.
AnnaS sem har á milii var þaS, er Andrassy gerSi verzlunar-
samband viS Rúmena (i Dunárlöndum) og gerSi jarl þeirra ein-
hlítan um þaS mál, hvaS sem Tyrkir sögSu. SíSar krafSist hann
af soldáni aS járnbrautir Austurríkis mætti tengja viS járnbrautirnar
i Rúmeníu, og fór hjer á sörau leiS, ab stjórn soldáns varS aS
leggja niSur þrá sitt. — þegar Jósef keisari fór heim aptur í
vor frá Feneyjum, þar sem þeir Viktor Emanuel höfSu mælt sjer
mót, vitjaSi hann landa sinna fyrir austan Adríuhaf og dvaldist
í Ragúsa (í Dalmatiu) nokkra daga, og síSar í Cattaro rjett viS
takmörk Svartfellinga. Hjer kom mart stórmenni á fund keisarans,
sendiboSar meS kveSjur frá soldáni, Milan Serbíujarli og Karli
Rúmenajarli, biskupar frá Rúraeniu og Nikita Svartfellingajarl.
þaS er sagt, aS keisarinn hafi tekib á móti Nikita jarli meS
sömu virktum og vant er aS hafa viS stærri hötSingja enn þá,
sem öSrum eru svo háSir, sem Tyrkir kalla hann vera soldáni
sínum.
í vor lagSi Alfons prins — bróSir Don Carlos, sem getiS
var í Spánarþætti leiS sína til Austurríkis, því á þýzkalandi var
honum ekki vært, sökum þess aS Spánarstjórn heimtaSi hann
út seldan. Hann tók sjer bústaS ásamt konu sinni í Graz, þar
sem hann á lítinn hallargarb. Af þeim höfSu þær sögur fariS,
aS fæst mundi fegraS í meSferSinni, og þá sízt afreksverk prins-
sins í Cuenza. þegar þau komu úr kirkju einn morgun,
var fjöldi stúdenta saman kominn, og tóku aS æpa á og aS
kasta níSsyrSum aS prinsinum. Hjer varS svo milcil þröng, aS
7*