Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 67
G7
S p á n n.
Skírnir átti frá því sígast aS segja frá þessu landi í fyrra,
a8 Serrano hafbi tekiö alræðisforstöhu fyrir ríkinu, eptir þa8 aS
þingi hafSi veriS slitiS á spánska vísu — þ. e. með ólögum
og ofbeldi. J>að er hvorttveggja, að tíðindi Spánar hafa verið
heldur órjáleg á seinustu árunum, og helzti lítið hefur enn til
batnaðar fæizt, enda munum vjer láta yfir þau fljótfarið ver&a,
og tína það eina fram í stuttu máli, sem nokkuð frjettamót er
að, um leið og vjer'reynum að halda í þráð viðburðanna.
Serrano og Concha tókst a& koma Bilbao úr herkví seinast
í apríl, og höfðu Karlungar þá látið rigna sprengikúlum yfir
bæinn í 39 daga. Serrano fór við þaf) heim aptur, hróðugur af
sigri sínum, en Don Carlos hjelt her sinum á óhættari stöðvar
og upp að köstulum, þar sem betra viSnám mátti veita. Concha
var nú a&alforingi „norSurhersins“, og þó hann væri áttræSur
aS aldri, liafSi heriun mest traust á honum. Eptir langan
búning sótti hann eptir Karlungum upp aS kastala þeim, sem
Estella heitir. J>ar eru hálsar umhverfis og traustar víggyrSingar.
Hjer laust í harSa og langa orrustu 27. júní, en á þriSja degi
var fariS aS hallast á liS Concha, en hinir stóSu betur aS vígi
og varS mikiS mannfall af vopnum þeirra. J>á vildi hann rjetta
viS bardagann og ljet miSfylking sína gera áhlaup á eitt hæSar-
vígiS, enn fjekk í þeirri hríS ólífsskot sjálfur og fjell af hestinum.
Einn af fylgiliSum hans kom honum á bak fyrir framan sig og
reiddi hann undan út úr bardaganum. Eptir þetta lagSi allur
herinn á flótta og komst nau&ulega undan og með miklu mann-
tjóni. — Eptir þetta ljeku Karlungar meir lausum hala enn áSur,
og tóku nú sveitir þeirra a& sveima aptur um landiS suður ab
Ebro og bæði austur og vestur á bóginn, bældu og brendu,
rændu og drápu og gerðu alstaSar grimmilegustu herverk. J>aS
er ekki í fyrsta sinn, aS þeir láta sjer slíkt sæma, sem segjast
bera vopnin fyrir konungdóminn og heilaga trú. Karl „konungur11
hafbi allmikinn her, og er sagt, aB í honum þjónuðu margir eðal-
manna frá Frakklandi og Ítalíu. MeginliSiS hjelt Navarra og
Itiscaju, og var hjerumbil 30,000 að tölu, eptir því sem næst
5*