Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 94
94
ÞÝZKALANP.
af Hessen, Friíriks Vilhjálms þriSja, sem dó skömmu eptir
nýjár. Hann komst á þriðja áriS yfir sjötugt. Hann varö a8
gefa uppp land sitt viS Prússa 1866, en sleppti hvorki þrái
sínu eía von um batnaS haga sinna — beldur enn Hannovers-
konungur hefur gertr —, en þótti þó allt verSa heldur örvænt
eptir stríSiö viS Frakka.
Austurriki.
þaS er satt, aS „í öllum löndum er pottur brotinn“, en því
verSur ekki neitaS, aS Ansturríki á enn í þá bresti aS berja,
aS þaS er ekki sjeS fyrir endann á, hvort stjórn þess tekst aS
sjóSa allar veilurnar saman svo aS dugi. Til þessa finna stjórn-
skörungar keisaradæmisins, og því þykir þeim svo viSsjárvert aS
hreifa viS ríkisskipunninni, sem nú er, aS þeir óttast aS þá verSi
allt í lamasessi. Skírnir hefur stundum átt aS segja af svipleg-
um háttabreytingum í stjórn keisaradæmisins, sem þær hafa sveiflazt
milli tveggja höfuSskipana, tvídeildarinnar (dualismus) og jafn-
rjettissambands allra höfuSlandanna (foederalismus). Hin fyrri
skipan, sem nú stendur og þar sem þjóSverjar ráSa öllu fyrir
vestan Leita, varS fastari viS þaS, aS þýzkaland komst á svo
mikla vegstöS í NorSurálfunni eptir stríSiS viS Frakka, því eptir
þaS þótti þjóSverjum í Austurríki miSur viS þaS komandi enn
áSur, aS gera sjer hina þjóSflokkana jafnsjalla, og viS hitt enn
síSur, aS verSa þeirra undirlægjur, þó höfSatalan væri meiri.
þeir' líta svo enn á þetta mál, og segja: „geti Madjörum tekizt
aS þýSa hiS slafneska og rúmenska þjóSkyn fyrir austan Leita
til þegnlegrar samvinnu í vernd og skjóli „Stefánskrúnunnar*1, og
vera þar sjálfir höfuS, sem herSum ber hærra, þá mega J>jóS-
verjar eigi minna úr sjer gera vestanfljóts, eSa gera þar Habs-
horgarakrúnuna rýrari til rjettar og frumtignar.“ En hjer er
fyrst aS gætandi, aS Madjarar eiga enn viS mörgum vanda aS
sjá innan endimerkja ríkis síns, eSa Stefánskrúnunnar, og hinu