Skírnir - 01.01.1875, Blaðsíða 46
4G
FRAKKLANP.
enar nýju kosniugar væru um garð gengnar. Marga grunar, a?
hjer muni koma aö því sama sem hefur sýnt sig viS kosningar
Frakka á síSustu árum, aS þaS er þjóSveldiS og keisaradæmiS,
sem einkanlega deilir flokkum. Keisaravinir verSa stjórninni þnngir
í skauti, og þaS er líkast, aS þaS sje rjett, sem haft er eptir
Thiers, er hann á aS hafa kallaS þaS vanhyggju af hálfu stjórn-
arinnar, aS láta þaS berast út i almenning, sem rannsóknirnar
hafa rakiS feril til, því þaS væri þó beint til þess aS sýna, hve
mikils keisaraflokkurinn mætti sjer á Frakklandi. „Fátt er þaS er
fulltreysta má“, og svo fallvallt hefir mart reynzt á Frakklandi,
aS margir mættu ætla, aS hjer fari á sömu leiö sem fyrri. Hjer
iná hver síuum getum rába, en vjer viljum þó helzt trúa þeim
möunum, sem segja, aS þjóSveldiS hafi nú náS aS festa mun
meiri rætur í hugum alþýSunnar á Frakklandi enn nokkurn tíma
fyrri. þaS er nú líka bót í máli, aS forstöSumaSur rikisins er
sá drengskaparmaSur, aS hvorki býr hann sjálfur yfir banaráSum
viS þjóSveldiS eSa lætur neinum þaS uppi baldast, aS koma öSru
fram enn því, er lög leyfa. Frá fyrri tímum er mart í sögur
fært um Mac Mahon, aS svo mun um hann rjettast til getiS.
Hann kvaö opt hafa látiS þaS í ljósi, aS hann fylgdi engum
flokkanna sjerstaklega, sem draga taum einstakra manna. ViS
Napóleon keisara dró hann enga dul á, aS hann væri ekki
hans liSi, þó hann vildi þaS allt stySja, sem hann sæi, aS Frakk-
iandi væri fyrir beztu, hver sem stjórn þess hefSi sjer i höndum.
„Keisarinn heldur“, sagSi hann viS einn vin sinn 1868, „aS jeg
sje einn af lögerfSaflokki, en aSrir, aS jeg sje NapóleonsliSi —
en jeg er hvorugt. Jeg er frakkneskur hermaSur. ViS málefni
Frakklands vil jeg aldri skiljast, og jeg get ekki betur sjeS, enn
aS þjóS mín eigi rjett á aS segja fyrir, hvaS hún viil vera láta.
Júlístjórnin (OrleaningaríkiS) var mjer móti skapi, og jeg var
lengi tregur aS þýSast hana, en þegar jeg sá, aS þjóSin hafSi
veitt henni gildi, þótti mjer skylt aS gerast hennar maSur og
halda stöSu minni í hernum. sem jeg þá hafSi. SíSan kom
keisaradæmiS, og mjer varS þaS æ ijósara, aS sem til hagaSi
um breytingar á Frakklandi, þá yrSi sú skyldan hvers af sonum
þess brýnust allra, aS þjóna því sem frakkneskur maSur. MeSan