Skírnir - 01.01.1879, Blaðsíða 16
16
ENGLAND.
höll hennar Osborne, og sæmdi hdn hann J)á meS «hosnabands-
orSunnio.
Lesendum vorum mun hafa skilizt, aS það eru Rússar, sem
Englendingar eiga viS aS sjá þar eystra, og aS sú alda mundi
rí8a aS norSan — frá l>ví miSbiki Asíu, sem Rússar hafa þegar
lagt undir sig —, sem ætti a8 reka aS boSum ríki þeirra á
Indlandi. Yjer skulum skýra þetta nokkuð betur og sýna,
hvernig hvorir horfa viS öSrum l>ar eystra, og um leiS, hvaS
Bretar eiga þar um aS vera fyrir norSan sig. Skírnir hefir opt
getiS um framsókn Rússa í Asiu, og síSan 1847 hafa þeir
smámsaman þokaS sjer svo nær Englendingum, sem púkinn
forSum aS þorsteini skelk, aS þaS er sízt furSa, þó Englend-
ingar sje farnir aS hafa varann á sjer. Rússar hafa færzt land
af landi austur og suSur frá Aralvatninu meS fram tveim höf-
uSám, sem í þaS renna, Amu Darja (Oxus) og Sir (Jaxartes),
og helgaS sjer þau vötn og ráSiS þar siglingum aS sama hófi,
sem túrönsku iöndin eSa Túrkestan koroust á vald þeirra. 1868
náSu þeir höfuSborginni Samarkand (fyrrum aSsetursstaS Tamer-
lans). 1873 — eSa þó enn heldur 1876 voru löndin öll, Kíva,
Kókand, Búkara (vestra og eystra) undir þeirra vald svo lögS,
aS mestur hluti þeirra var kominn í hiS nýja skattland Rússa-
keisara, «Túrkestan», en höfSingjar þeirra burtflæmdir, eSa
orSnir hans jarlar eíia lýSskylduhöfSingjar aS þeim skæklum, sem
Rússar skiluSu þeim aptur. 1869 var ekki annaS eptir sem
skildi lönd þeirra frá Indlandi, enn AfganalandiS. Hjer var þá
vík milli vina, en þó Englendingar þyrftu ekki í bráS aS ugga
sjer óskuuda af Rússum, þá ljetu þeir þá skilja, aS sjer þætti
þaS tryggilegast, ef Rússar leituSu ekki lengra suSur, en ljetu
þar sta&ar nema sem komiS var, eSa meS öSrum orSum: þeir
leituSu samkomulags um, aS Afganistan skyldi vera hvorumtveggju
griSum helgaS, og hvorugir skyldu þar til neins seilast. Gort-
sjakoff ljet svo vel vera mega, en nú bar þeim þaS á milli, hvar
takmörk Afganalands væru aS norSanverSu. Englendingar köll-
uSu norSurarm árinnar Amu Darja, sem fyr er nefnd, stödd
endimörk landsins, en Rússar þann fjallgarS sunnar, sem Hindu-
kúsk heitir. Hjer á milli láu nokkur smáríki eSa «furstadæmi»