Skírnir - 01.01.1879, Blaðsíða 112
112
RÚSSLAXD.
haft góSan augastah, því hanu var mjög grimmráSur, og hötuðut
hann margir borgarbúa, en stúdentarnir mest allra. Á honum
var unniS til bana meb pístóluskoti 21. febrúar um miSnætti, er
hann ók heim til sín frá heirabobi. ViS hann höfSu «níhílistar»,
eSa «framkvæmdarnefnd» þeirra farií) aS, sem við fleiri, og látiS
hann vita, aS dagar hans væru bráSum í enda. Seinna birtu
jþeir dóminn í blöSum sínum, og töldu þar fram syndir hans og
ill afbrot.11') í öllum enum stærri borgum ríkisins var auglýs-
ingum skotiS upp á strætum, þar sem «níhílistar» kynntu mönnum
þetta mikla afreksverk, en gátu þess um leiS, aS til þess liefSu
gengiS, sem til hins, 6000 rúfla. Hitt er auSvitaS, aS þeir hafa
orS á slíku til aS sýna, hverjum peningum þeir stýri, og stund-
um segjast þeir eiga ráS á millíónuin til aS koma fram ráSuin
*) þar segir meðal annars: ‘Krapotkin hefir mart illt unnið um dag-
ana, cn á árunum seinustu hefir hann haldið á stjórn í Karkófu,
sem hann hefði verið einn af jörlum enna gömlu Persakonunga. A
móti frjálslegum urnmælurn hefir hann látið koma æfilanga vist í
Síberíu, eða æfilanga betrunarvinnu í námum, auk höggva og pynt-
inga.» þar næst er sagt frá hvernig hann hafi látið fara meö
ungan mann, Fórvin að nafni. Hann hafi dregið hann fyrir dóm
saklausan, en kallað hann sekan við ríkislögin. Hann hafi látið
hann sæta 150 stafshöggum meðan á rannsókninni stóð, og síðan
dærnt lrann til æfilangrar þrælavinnu. þá er minnzt á, að hann
hafi rekið 36 stúdenta til aldursvistar í Síberíu. Enn fremur hafi
hann látið berja fimmtuga ekkju í varðhaldi 16 sinnum með staf til
að neyða hana til sagna, en hana hafi hann grunað um, að hún
hefði haldið hjá sjer á laun einn »níhílista» þrjá mánuði; eptir 8
mánuði hafi hún dáið af meðferðinni. Tvysvar segjast þeir hafa
sent honum áininningar eða viðvörunar skeyti, en hann hafi ekki,
öðru vísi við þau skipazt, en að hann hafi rekið alla þá menn í
dýfiissur, sem hann grunaði um vitorð með «níhílistum» í öllu fylki
sínu. það liafi orðið að samtöldu 127 saklausra inanna — þar á
meðal tvær stúikur fjórtán vetra gamlar — sem hefðu hlotið að
sæta svo hörmulegum forlögum. Af þessum rökum hafi nefndin ekk1
hikað að dæma frá lífi «hinn illa böðul Zarsins*. Sama dóm skyldu
allir »hundar harðstjórnarinnar* eiga sjer yfir höfði, og honum skyldi
framfylgt á degi sem nóttu, hvar sem þeir væru staddir.
i