Skírnir - 01.01.1879, Blaðsíða 109
RÚSSLAND.
109
verjar sem í rann rjettri hafa ráöiS og ráða enn mestu á Rúss-
landi. J>eir hafa meiri kjark og knnnáttu enn Rússar, en vita
a8 þeir taka J»ví meiri lann og virSingar í staSinn, sem þeir
heita valdi sínu eptir rússneskri venju. þaS er sagt um þá, aS
engir haldi hetur stjórnarvjelinni rússnesku í hreifingu; þeir
seilast í umhoSsstjórninni mest í löggæzluembættin, og í hernum
skipa þeir helzt forustunefndirnar. þaS mun satt, sem sagt er,
aS þeir sje vandari aS ráBi sínu og miSur viS svik og fjárdrátt
kenndir enn embættismenn af rússnesku kyni, en í kúgun og
harSri aSgöngu eru þeir sízt eptirbátar Rússa. En frá öllu
saman; harSræSi og mannúSarleysi stjórnarinnar, grimmd, kúgun,
svikum, mútuþágum og fjárdrætti þjóna hennar verða menn aS
rekja ræturnar aS því ástandi, illum og herfilegum tiltektum og
samsærum, sem hafa fariS svo mjög í vöxt á Rússlandi á seinni
árum og nú skal nokkuS meira frá greint.
verður hann mest að varast, að mæla eitt orð um meðferðina á sjer,
því kvarti hann svo upp komist í áheyrn útlendra mauna, þá er
honum Síberíuvistin af öllu vísust. Honum er ineinað að lesa út-
lend blöð og tímarit, og hjer svo vandlega gætt til, að blaðaumbúðir
eru rifnar við landamerkin af pökkum ferðafólks að vestan eða
sunnan, og geymdar þangað til ferðainaðurinn kemur aptur, ef hann
vill. Vjer bætum hjer við sögu, sem gerðist nýlega í eiuni enna
austlægu borga á Rússlandi. Hjer voru margir menn settir í dýfl-
issu og áttu þar illa æfi, sem títt er. þeir voru grunaðir um mök við
gjöreyðendur (• nihílista«), en þegar slíku er að skipta, eða menn
gerast brotlegir á móti ríkinu, þá er allri líkn lokið, og þeir eru
látnir sitja lengi til píningar í dýflissum, án þess að hreift sje við
máli þeirra eða flýtt fyrir rannsóknunum. Bandingjunum kom saman
um að grafa göng til útkomu úr dýflissunni, en einn þeirra kom upp
um þá, og nú Ijet varðhaldsmaðurinn borgarstjóranu vita, hvað í
efni væri. þeir lofuðu bandingjunum að lúka við göngin, en þegar
þeir rjeðn til útgöngu, voru vopnaðir menn fyrir, sein hjuggu þá
fremstu til dauðs, en nokkrir ijeðust niður í dýflissuna og keyrðu
hina alla út í göngin, og fórn þar eina fór allir. Hjer var fögur
skýrsla send til stjórnarinnar í Pjetursborg, og þótti henni hjer þarft
verk unnið, og launaði það embættismönnum sínum með góðum
sæmdum.