Skírnir - 01.01.1879, Blaðsíða 19
ENGLAND.
19
vísaSi því hart aptur, er Englendingar buíu honura bandalag
sitt og fjárframlög framvegis. BæÖi Englendinga og fleiri mátti
gruna, aÖ þaÖ væri umtölur Rússa, sem heföu vakiö slíka þver-
móösku og tortryggni. þaö, sem nú eöa í fyrra sumar geröi Eng-
lendingum grunsamt um mök Rússa viö Shír Alí, voru þær fregn-
ir, aÖ nefnd sendimanna heföi komiÖ frá Rússum til Kabúls,
höfuöborgarinnar, og þeim hefÖi veriÖ þar tekiö meö mestu
virktum, enda hefÖu þeir haft meö sjer dýrindis gjafagripi (sverÖ
búiö gulli og gimsteinum og fl.) til Shír Alís. Frá honum fóru
og aptur sendiboÖar ti'l Samarkands á fund Kauffmanns, land-
stjórans í Túrkestan og fengu af honum sæmdir. En þaö sem
Englendingum þótti mestu varÖa, var þó hitt, að erindrekar
Rússa — eöa nokkrir af jþeim — sátu kyrrir í Kabúl, sem þaö
væri þegar ráðiö aö hafa hjer sendiboða framvegis. þetta mun
og hafa verið í ráði, þó Rússar ljeti, að erindiö heföi ekki verið
annað enn gera verzlunarsamning við Afgana höfðingjann. Stjórnin
á Indlandi, eða vísikonungurinn, tók nú það til ráðs, að gera út
mikla sendisveit til Kabúls, og var fyrir henni sá hershöfðingi,
sem Chamberlain heitir. Hann átti að beiðast þess af Shír Alí,
að hann skyldi taka á móti erindrelca fyrir hönd Englands, og
skyldi hann sitja i höfuðborginni og gæta til, að hjer færi ekkert
fram, sem yrði Englendingum til óhags eða vandræða. Enn
fremur skyldi krafizt, að þeim skyldi heimilt, að halda erindreka
i lýðskyldulöndum «Emirsins», Balk og Herat. þegar sendi-
mannasveitin var komin upp að landamærum Afganalands, og ætlaði
yfir þau um fjallskarð nokkuð, var þar herlið fyrir, og bannaði
foringi Jpess Englendingum yfirferöina. þó þeir hefði með sjer
drjúga sveit hermanna, þá var hjer eigi annað til ráðs enn halda
aptur við svo búið. þegar stjórnin á Englandi hafði fengið
skýrslur hjer um frá Indlandi, bauð hún vísikonunginum að
vinda sem bráðastan bug aö liðsafnaði og senda her til atfara
Afgönum á hendur. 1 byrjun októbermán. var her Englendinga
— hjerumbil 50 þúsundir — kominn að landamærum Afgana.
Aðalforingi liðsins var sá hershöfðingi, sem Roberts heitir. Við
landamærin hjelt her Englendinga kyrru fyrir nokkurn tiraa, og
biðu þeir andsvara frá Shír Alí uppá síðustu boð frá Lytton lávarði.
2*