Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 12
12 ÞÝZKALAND. hann sé guðs útvalda verkfæri og að hin þýzka þjóð muni að eins í gegn um hann ná öllu góðu, hann sé vegurinn og lífið. Hann hefur varla látið nokkurn hlut afskiptalausan þann stutta tíma, sem hann hefur setið að völdum. Hann hefur gert breytingar á fyrirkomulagi hersins, hreinsað þýzka málið, breytt til betra í leikhúsvenjum og ýmsum hirðvenjum, breytt hirðbúningum, og beitt sér skýrt og skorinort í verkmannamálum og kennslu- málum. Plinius ritaði Trajanusi Rómverjakeisara: „Ef þú skipar oss að vera frjálsir, þá skulum vér gerast frjálsir. Allt hið bezta í þegnum þín- um býr í þér“. í þessum orðum Pliníusar felst skoðun Yilhjálms keisara á sjálfum sér. Þess var því engin von, að hann gæti unnið saman við Bismarck, svo ráðríkur sem hann er. Annarhvor þeirra varð að víkja. Hinn 4. febrúar komu út tvö opin bréf (Erlasse) frá keisara. Sagt er, að kennari hans, leyndarráð Hinzpeter, hali hjálpað honum til að semja þessi merkisbréf. Annað bréfið var um að kalla saman alþjóðafund í Berlín til þess, að reyna að koma á líku skipulagi hjá öllum þjóðum með tilliti til vinnu, hvað húsbændur mættu heimta af vinnumönnum sínum, og hvað vinnu- menn ættu aptur að heimta af þeim, að hve miklu leyti stjórn hvers ríkis ætti að taka í taumana og hverjar bætur mætti ráða á því, sem aflaga færi. Hitt bréflð var um, að hið prússneska ráðaneyti skyldi ganga á ráð- stefnu og rannsaka, með hverjum hætti mætti regluskorða vinnutið, vinnu- tíma og tegund þannig, að heilsu og siðferði verkmanna væri ekki mis- boðið, en hinum líkamlegu þörfum þeirra væri fullnægt, og hið löglega jafnrétti þeirra við alla aðra menn væri ekki fyrir borð borið. Pulltrúar stjórnarinnar skyldu semja um misklíðir milli húsbænda og verkmanna, og reyna að sætta þá, en vera óhlutdrægir. Námur þær, sem væru eign ríkisins, skyldu vera fyrirmynd allra annara náma á Þýzkalandi og fara betur með vinnumenn sína en aðrar námur og sjá fyrir þeim að svo miklu leyti sem unnt væri. Sér væri jafnannt nm alla þegna sína og á Þýzka- landi skyldu engin olbogabörn vera. Ráðstefnan um þessi merkismál byrjaði 11. febrúar og var Berlepsch, sá er áður er getið, einna helztur þeirra, sem ræddu málið. Keisari var sjálfur ætíð á fundum og stýrði opt umræðum. Yoru þar gerðar ýmsar samþykktir, sem oflangt yrði frá að segja. Allar þjóðir í Evrópu nema Rússar og Tyrkir sendu fulltrúa á verk- jnálafundinum í Berlín, sem stóð 15,—29, marz. Danir sendu þangað 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.