Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 13
ÞÝZKALAND. 13 menn. En engin stjðrn skyldaði sig til að lögleiða hjá sér sam- þykktir þær; sem þar voru gerðar, en lofuðu þó að styðja þær. Þýzka- land gat heldur ekki, eitt síns liðs, lögleitt þær, þvi þá hefði verknaður þess ekki getað staðið á sporði verknaði annara landa, sem engum bönd- um voru bundin, og hefðu þau þá bolað það út á heimsmarkaðinum, og vinnuleysið mundi þá ekki hafa bætt um hagi verkmanna. Lögin um trygging sjúkra og örvasa (Invaliditáts-und Altersversiche- rung) voru afgreidd frá þinginu ‘A‘A. júní 1889, en allt árið 1890 var verið að búa þau undir nýjársdag 1891. Dann dag náðu þau gildi. Yerkmeun eru skyldir að leggja fé í sjóð og fer upphæðin eptir þvi, hversu há árslaun þeirra eru. Er þeim skipt i 4 flokka, eptir því; i fyrsta flokknum eru þeir, sem vinna sér inn 350 mörk á ári, i öðrum þeir, sem fá 350—560 mörk, í þriðja þeir, sem fá 550—850 mörk, og i fjórða þeir, sem fá meir en 850 mörk á ári. Þeir, sem ekki geta unnið fyrir sér (erwerbungs- unfáhig) fá styrk, er þeir hafa goldið tillag í 5 ár, en hver sjötugur maður fær styrk, ef hann hefur goldið tillag i 30 ár. Húsbóndi er skyld- ur að leggja jafnmikið i sjóðinn og hjú hans, og stjórnin leggur til fé, en þó af skornum skammti, því hér er átt við 11—12 miljónir manns, og kostn- aðurinn gæti orðið ókljúfandi. í öndverðum desembermánuði kallaði Yilhjálmur keisari saman fund í Berlín ; var stefnt á hann ýmsum heldri vísindamönnum og skólakennur- um á Þýzkalandi. Keisari kom á fundinn í hermannabúningi og hélt ræðu um skólamál þau, sem voru fundarefnið. Hann sagði, að stúdentar lærðu of margt og mikið. Það ætti ekki að gera þá að grísku- eða latinuhest- um, en ala þá vel upp, gera þá að hraustum ungum Þjóðverjum. Þeir ættu að leggja mesta stund á sögu ættjarðar sinnar, og læra hana þvi nákvæmar, sem lengra drægi fram eptir og nær þeim sjálfum. „Áður lá leiðin frá Laugaskarði yfir Rosbach til Vionville, en nú skal hún liggja frá Sedan og Gravelotte til Mantineu11. Þegar svo margir sveinar væru i hverjum bekk og svo mikið yrði að lærast, þá væri ekki von, að kennar- arnir gætu gert karlmenn úr þeim; sumir þeirra yrðu fyrst að verða sjálf- ir karlmenn. Hinzpeter hefði einusinni sagt við sig: „Sá, sem vill ala upp menn, verður sjálfur að vera uppalinn11. Kennararnir væru það ekki. Skoðun þeirri, að kennararnir ættu að eins að kenna i kennslutímum og dagsverki þeirra væri lokið með því, þessari skoðun yrði að ryðja burt. Skólinn tæki börnin frá heimilum og yrði þess vegna að taka að sér upp- eldi þeirra og alla ábyrgð á því. Unglingarnir yrðu að læra það, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.