Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 9

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 9
BISMARCK ÚR SESSI. 9 þá rétt á eptir grein í blaði hans, að Bismarck hefði vikið nauðugur úr sessi, að hann hefði verið rægður við keisara og mundi nú koma á þing og ekki sitja þegjandi. Öll blöð á Þýzkalandi tðku nú í strenginn móti Bismarck, jafnvel gamlir fylgifiskar hans. Sljákkaði þá í honum bræðin og hann kom ekki til Berlínar, er þing var sett í maí. Síðan fór hann að kvarta yfir, að þýzkir blaðamenn virtu sig að vettugi, og fór að skegg- ræða við franska og rússneska blaðamenn um stðrpólitik. Þjóðverjum þótti hann vera nokkuð hávær og illa þýzkur, en hann var ákaflega blíð- ur á manninn við alla, sem heimsóttu hann, og gaf hverjum manni mynd af sér. Binu sinni brá hann sér til Hamborgar og var þar fagnað eins og konungi. Var hann nú svo stimamjúkur við alla gesti sína, að undrun gegndi, veitti óspart kampavin og lék við hvern sinn fingur. Hraut hon- um þá margt af munni, sem betur hefði verið ósagt, og kvað keisari hafa sent honum áminningarbréf; en vist er um það, að hann hætti skeggræð- unum. Gaf hann sig nú mest að því að rita æfisögu sína, með aðstoð tveggja manna; verður það mikið og fróðlegt rit. Sonur hans Herbert sótti um lausn frá embætti sínu, og vildi keisari halda honum i embætt- inu, en hann kvaðst vilja fylgja föður sínum í blíðu og stríðu. Bismarck hafði haft forstöðu ráðaneytis síðan 1862, en verið ríkis- kanselleri síðan 1871. Hefur mönnum margt verið óljóst, sem nú er ljðst orðið, um aðgerðir Bismarcks, af bók, sem er komin út fyrir nokkru: Sybel, Die Begriindung des deutschen Reiches (stofnun hins þýzka ríkis). Sybel reynir að gera Bismarck að engli, að gallalausri hetju; en höggorms- slægð Bismarcks skin í gegn, móti vilja hans, þegar hann segir frá, hvern- ig hann leiðir Dani, Austurríkismenn og Frakka út í torfærur og dý af harðri jörð og læst vera saklaus eins og dúfa, þangað til hann dýfir þeim ofan i. Með stjórnkænsku sinni hefur hann sett Þýzkaland á fremsta bekk meðal þjóðanna. Rússar fóru að hlakka til að nú kæmi los á þrenn- ingarsambandið helga. Frakkar vonuðust að geta laðað ítali að sér, og Crispi, vinur Bismarcks, riðaði í söðli. Það var hætt við að þræðirnir í pólitik Evrópu mundu komast í flækju, þegar hin sterka hönd hans hélt þeim ekki saman. Allir voru orðnir svo vanir að svinbeygja sig fyrir honum, að þeir kunnu ekki við að ganga með uppréttan svírann, og furðuðu sig á því, er allt gekk sinn vanalega gang eptir sem áður. Bptirmæli hans í sögunni verður mikið, en á þessari öld er of snemmt að (jænja unj hann, Kostjr hans og ókostir verða mönnum ljósari á tutt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.