Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 56

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 56
Ýmislegt. Skíildsag’a. Von Sybel. líerlínarfundurinn. Fyrsti maí. Fundur um þrælasölu. Læknafundur. Kocli oíí ineðal hans. Sýning-in í Lhicago. Charles iiootli. 11 Árið 1890 kom út skáldsaga á Englandi eptir Hall Caine, sem hefur ritað margar skáldsögur áður og unnið sér góðan orðstír á Englandi. Hún er í þrem bindum og heitir „The Bondman“ (bandinginn). Höfund- ur kvað hafa dvalið á íslandi um tíma og mestur hluti skáldsögunnar skeður á íslandi um síðustu aldamót. Þó að flest sé skekkt og skælt hjá Halli, þá ætla jeg samt að drepa í stuttu máli á efni sögunnar. Það er svo sjaldgæft að útlendingar riti skáldsögur um ísland, að þess er vert að geta, þegar einhver leggur út i það, hversu atkáralegt sem smíðið er í vorum augum. Á Englandi hefur bókin fengið mikið lof og er talin bezta skáldsaga höfundarins. Höfundur kallar bók sína „A new Saga“ (Ný saga). Hún byrjar á glímu á alþingi; dóttir stiptamtmannsins réttir röskuin ungum sjómanni sigurlaunin og takast með þeim ástir seinna. Faðir hennar rekur liana af heimili sínu, er hann verður þess vís, að þau eiga mök saman. Þau giptust; hann verður drykkjumaður, bjargar lífi sínu af skipbroti á eynni Mön og verður þar kyrr. Kona hans deyr nokkru síðar og faðir hennar tekur að sér son þeirra. Hall Caine er ættaður frá Mön og alinn npp þar. Lýsir hann vel lífi og dagfari eyjarskeggja. íslendingur kvongast þar og eignast son. Drukknar hann sjálfur en sonur hans fer heim til Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar gerist hanu þar oddviti fyrir uppreisn og steypir hinni dansk- lunduðu stjórn. Tekur hann öll völd í hendur sér og sendir hálfbróður sinn til Krisuvíkur að þrælka í brennisteinsnámunum. Hann veit ekkert um, að hann er skyldur honum, og i þá tíð var vinna í Krísuvík jafngild betrunarhúss- eða Brimarhólmsvinnu. Síðan er þessura nýja Jörgensen bylt úr völdum og er hann látinn þrælka í Krísuvík. Verða þeir góðir vinir hálfbræðurnir. Sagan endar með því, að annar þeirra lætur skjóta sig í stað hins norður í Grímsey, en hinn fer til Manar. í sögu þessari ægir öllu saman, uppreisn Jörgensens, alþingi, gömlu og nýju, en þó er ástríðum og ástum þeirra manna og kvenna, sem sagt er frá, lýst langtum betur en t. d. í hinni dönsku skáldsögu „Vikingeblod“ eptir Holm Hansen, 1879. Hall Caine lætur íslendinga vera ótrúlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.