Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 6

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 6
6 BISMARCK ÚR SESSI. jeg yður nafnbótina: hertogi af Lauenborg. Sömuleiðis mynd af mér í fullri líkamBstærð. Guð blessi yður, minn kæri fursti, og gefi yður í mörg ár enn áhyggjulausa elli. Ljómi yfir henni meðvitund um, að þér hafið unnið skylduverk yðar rækilega. Með þessum tilfinningum held jeg áfram að vera yðar einlægi, trúi vin, þakkláti keisari og konungur Wilhelm I. R. Annað bréf ritaði hann Bismarek sem yfirforingi hersins. Hann hefði unnið svo mikið fyrir herinn. Með framsýni og járnhörku hefði hann eflt hann og aukið, ofan í vilja þings og þjóðar, og þannig rutt brautina fyrir sigurvinningum. Hann hefði gengið fram eins og hver annar her- maður í ófriðnum við Frakka. Hann hetði ætíð gert allt sitt til að halda við og treysta herinn á friðartímum. Þess vegna gerði hann hann að „general-oberst“ i riddaraliðinu með marskálks nafnbót, svo enginn væri honum ofar í Þýzkalands her. Sama dag hafði Bismarck heimboð fyrir nokkra vini sína og kvað þá hafa látið sér þessi orð hrjóta af munni: „Le roi me reverra" (konungur skal sjá mig aptur). Mun hann hafa haldið, að hann yrði beðinn að koma aptur seinna. Keisari reyndi að skýla því eins vel og hann gat, að Bis- marck fór nauðugur, en Bismarck sjálfur lét í veðri vaka, að hann væri reiður og sér væri þvert um geð að fara. Kölnische Zeitung gekk úr liði hans, þegar honum var steypt. Norddeutsehe Allgemeine Zeitung hélt tryggð við hann skamma stund. Hamburger Nachrichten heldur við karl- inn enn. Það blað kvað fyrst upp úr, „að keisari og kanselleri hefðu ekki skilið sáttir og ekki verið jafnljóst báðum, að þeir yrðu að skilja". Keisarinn hafði farið þeim orðum um Bismarck við hershöfðingja þá, sem komu til að heilsa upp á hinn nýja kansellera, að hann gæti aldrei fram- ar átt von á neinum ráðum frá honum. Bismarck hefði haldið fastlega, að keisarinn mundi leggja að sér að sækja ekki um lausn, en hvorki keis- ari né aðrir hefðu beðið hann að vera kyrran. Bismarck hefði viknað svo við, að hann hefði tárfellt, þegar hann fékk bréfin frá keisara, og sá, að hann var gerður rækur úr görðum. Aldrei hefur þess fyr verið getið, að Bismarck hafi grátið, ekki einu sinni við dauða Vilhjálms fyrsta. Það var 20. marz, að hann felldi tár, heiptartár, því hann sagði, að konungur mundi fá að sjá sig aptur. Ekkert þýzkt blað mælti fram með því, að Bismarck skyldi fá em- bættin aptur. Annað hljóð var í strokknum, þegar hann bannaði Friðrik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.