Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 23
BRKTAVEIiDI 1790—1890. 28 keim af Gladstone. Dað er ekki vegur til embætta að vera andstæðingur gamla Jóns, því í hin 23 ár, sem eru liðin siðan hin brezka Norður-Ameríka gekk i bandlög, hefur hann haft forstöðu ráðaneytis í sífelln, að undanteknum 5 árum. Einu sinni samþykkti þingið í Quebec lögum, að hin kaþólska kirkja í fylkinu skyldi fá 7,200,000 krónur í skaðabætur fyrir það, að stjórnin hafði dregið undir sig eignir jesúmúnkanna í fylkinu á átjándu öld. Sumir af helztu stoðum og styttum Jóns risu öndverðir móti þessu og æsingar hóf- ust meðal prótestanta. En Jón var stjórnvitringur og vissi, að það gat leitt til að sundra bandalögunum, að ráða jarlinum til að beita neitunar- valdi sínu gegn lögbundnum vilja hins franska Canada. Pékk hann svo marga kaþólska og prótestanta í lið með sér, að einungis 13 greiddn at- kvæði með beiting neitunarvaldsins. Þetta var 1889. MeBta þrekvirki, sem stjórn hans hefur unnið, er að leggja járnbraut frá flóa hins helga Lárentíusar vestur að Kyrrahafi. Um stund leit svo út, sem Manitoba mundi verða annexía við Minnesota og Dakota, því þang- að varð allt að sækja. Nú er 60 klukknstanda ferð frá Montreal (Lárens- fljóti) til Winnipeg á járnbraut. Winnipeg hlýtur að verða höfuðborg norðvesturliéraðauna. Hún stendur á miðri leið milli Montreal og Kyrra- hafs, og má sjá, að henni hefur verið ætlað hátt, því aðalgatan í henni er langtum breiðari en nokkur gata í París eða Lundúnum. Til vóru bæir i Manitoba, sem ekki lifðu lengi epfir skírnina, og Manitobuþing hef- ur með lögum undanþegið bæjarstjórnina í einum þeirra, Portagela Prairie, frá að borga skuldir (!), en óvist er hvort jarlinn leyfir þann fjárdrátt. Dví verður ekki neitað, að framfarirnar eru meiri í Dakota en i Manitoba, en það eru heldur ekki 25 ár síðan bandalögin komust á og Kyrrahafsjárn- brautin er nýbúin að tengja þessi lönd við umheiminn. Landið Canada- megin við landamærin milli Winnipegvatns og Rocky Mountainser miklu betra en landið Bandaríkjamegin á sama svæði; ræður þvi að likindum, að land þetta muni á ekki allöngum tíma verða jafnþéttbýlt og Bandaríkja- svæðið. Mega þeir þá hrósa happi, sem fyrstir námu landið, þar á meðal íslendingar. Járnbrautarleiðin frá Hanitoba fil Kyrrahafs er 1400 enskar mílur, um frjóvsamt kornlaud og slétt, um ágæta haga og beitilönd, um fjall- lendi, sem felur í sér málmauð. Á þeirri leið er eitthvert hið fegursta út- sýni í heimi. Við Kyrrahafsenda járubrautariunar ætla Englendingar að reisa viggirðingu og flotastöð. Bandaríkin geta á augabragði lagt undir sig Canada; landamærin eru 4000 enskar milur á lengd og hvergi varnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.