Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 21

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 21
BRETAVELDI 1790—1890. 21 Árið 1790 var Bretaveldi að jafna sig. Limur hafði verið högginn af þvi. Þegar Frakkland missti Canada, varð það ekki aptur nýlenduriki að ráði. Spánn lagðist í dauða og dá, er hann missti Ameríku. Enginn spáði að nýlendur þær, sem England átti eptir, mundu vaxa og verða hið vold- ugusta ríki, sem verið hefur til í heiminum. Þær voru : franskar smá- byggðir kringum Quehee og fáeinar konunghollar hræður frá Bandaríkjun- um, sem bðlsettu sig i Nýja Skotlandi eða meðal Indiana við Ontariovatn- ið. Nærri ðbyggðar eyjar, Newfoundland, Bermudas, Bahamaeyjarnar, ófrjóv- ar, Jamaica og Barbados bygðar svertingjum mestmegnis. Á Indlandi var Cornwallis lávarður, er gafst upp fyrir Ameríkumönnum í Yorktown, skipað- ur landstjðri yfir. Hollendingar áttu enn Ceylon og Góðrarvonar-Höfða og Englendingar áttu að eins stöðvar á hinni mýrlendu vesturströnd Afríku. Þetta var allt, sem Englendingar áttu fyrir utan Evrópu 1790. En tveir atburðir höfðu nýlega orðið, sem leiddu til þess, að Breta- veldi jukust lönd, stærri en þau, sem Clive eða Woife höfðu unnið á Ind- landi og í Canada, jafnauðug og hinar 13 nýlendur i Ameríku, sem höfðu brotizt undan Englandi. Franska stjórnarbyltingin var byrjuð, og út af henni reis langvinn styrjöld, sem lagði upp í heudurnar á Englandi Trini- dad, Ceylon, Möltu og Mauritius. England náði suðurhorni Suður-Afríku og n(i lýtur hið mikla meginland norður að Nílvötnum mestallt Breta- drottningu. Hinn atburðurinn hafði jafnmiklar afleiðingar, þó hann væri lítilfjörlegur. Árið áður en stjórnarbyltingin byrjaði, lenti heill skipsfarm- ur af enskum sakamönnum i Botany Bay á Ástraliulandi. Það var visir- inn til Ástralíu-Bandaríkja. Dilke segir: „Bretaveldi er nú meir en 9 miljónir ferhyrningsmílna að stærð eða þrefalt á við Evrópu, árstekjur þess eru um 210 miljónir punda (3780 miljónir króna) og helmingur allrar sjóverzlunar í heimi er eign þess. Það liggur á öllum stigum suðlægrar og norðlægrar breiddar og framleiðir allar nauðsynjar lífsins og verzlunarinnar. Rúmar 100 milj- ónir tala ensku sem aðalmál sitt og langtum fieiri sem annað af tvcim málum. Og 400 miljónir manna ern beinlinis eða óbeiulínis háðir ensku valdi“. Hann heldur, að þetta heljarríki muni sundrast eða komast í kröggur áður en nítjánda öld líður. Það er tvennt, sem ber til þess, að íslendinga varðar miklu afstaða og ástand hinna brezku landa fyrir utan Evrópu. Eúmur áttundi hluti íslendinga eru brezkir þegnar og íslendingar eru að berjast fyrir að kom- ast í líkt samband við Danastjórn og þessi lönd eru í við Bretastjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.