Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 22
22 BRETAVELDI 1790—1890. Jeg skal því gefa stutt yfirlit yfir, hvernig horfir í þessum löndum sem stendur. Næst Englandi er hin elzta nýlenda þess Newfoundland (Nýfundna- land). Eyja þessi hefir ekki gengið í bandalög við Canada, en hefur þing og stjórn sér. H(m er stærri enn ísland, en nærri jafnstrjálbyggð og hef- ur hátt upp í 200,000 íbúa. Þeir lifa mest á þorskveiðum og hafa nýlega hótað að ganga i bandalag við Bandaríkin, ef Bretastjórn verndaði þá ekki betur gegn ágangi franskra fiskimanna, sem hafa stöðvar á tveimur smáeyjum í grennd og rétt til að nota strandlengju 4 eynni. Á Newfound- landi hefur hver maður kosningarrétt, þegar hann er 25 ára og ekki ó- magi (lögtekið 1889). Svo viðtækan kosningarrétt hefur enginn annar hluti Bretaveldis. Æðsti ráðgjafi þeirra kom til Englands sumarið 1890 að stsppa stálinu í Salisbury gagnvart Frökkum. Salisbury kvað ætla að láta Frakka fá einhvern landskækil í Afríkn, ef þeir vilja afsala sér rétt- indum sínum við strönd Newfoundlands. Svo hræddur er hann um, að eyjarskeggar muni ganga undan Bretaveldi, en engum Englending kom til hugar að kúga þá eða fara að þeim með hörðu. Þegar komið er yfir sundið til bæjarins Halifax á Nýja-Skotlandi, ber fyrir mann rauða hermannabúninga brezka, en þeir sjást hvergi annarstaðar á Ameríku allri. Ef Canada skyldi einhvern tíma ganga undan Bretaveldi, þá muudu Englendingar halda eptir Halifax fyrir her- og fiotastöð. Eystri hluti Canada er að mestu leyti kaþólskur og franskur. Tachereau kardínáli i Quehec er hinn voldugasti maður þar um sveitir. Hann er sómatnaður, en svo harður, að hann vill banna að fara á leikhús, dansa, lesa skáldsögur o. s. frv. Hann fékk páfann til að bannfæra félagið „riddara vinnunnar" (Knights of Labour). Þó hafa prótestantar stundum látið í ljósi þá ósk, að erkibiskupinn í Quebec (Tacherean) væri fylkinu í stað þings og ráðaneytis, stjórnaði þvi einn; svo vel trúa þeir honum. Prótestantarn- ir í Mortreal, hinni auðugustu borg í Canada, sem hefur dregið verzlunina að sér frá Quebec upp eptir fljóti liins helga Lðrentíusar, kurra mjög yfir stjórn hins franska mciri hluta í fylkinu. Höfuðborgin í efri Canada, Tor- onto, er alensk, en hún er eins Ijót og Qucbec er fögur, enda er Quebec hin fegursta borg í Norður-Ameríku. í Ottawa situr sir John Macdonald, sem stýrir bandafylkjum Canada. í ráðaneyti hans sitja Frakkar, brezkir landnámsmenn, irskir Parnellítar og írskir prótestantar, spakir undir handa- jaðrinum á honum í þcssu þorpi (Ottawa). Hann likist Disraeli í andliti og hefur nokkuð af slægð hans, en hið óbilandi og kröptuga æskufjör hans ber meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.