Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 42
42
SVISS.
inn. Bar hann málið undir atkvæði allra manna, er atkvæðisrétt hafa i
fylkinu og varð meiri hluti atkvæða með því, að víkja frá hinu gamla
ráðaneyti.
Holland.
Vilhjálmur þriðji Hollendingakonungur var hinn síðasti maður í karl-
legg Oraniuættarinnar. Árið 1889 var hann talinn af, og Adolf hertogi
af Nassau tók við hertogatign í Luxemborg. En svo raknaði hann við
og Adolf varð að flýja burt, því karlinn varð fokvondur.
Um mánaðamótin okt.—nóv. 1890 var hann talinn ófær til stjórnar,
og tók drottning ásamt nokkrum ríkisstjórum að sér völdin, því konung-
ur átti einungis eina dóttur harna, sem var 10 ára gömul, og því langt
að bíða áður bún næði lögaldri. En Adolf af Nassau vildi ekki fara til
Luxemborgar fyr en Vilhjálmur væri liðið lík.
Loks dó Vilhjálmur í ofanverðum nóvembermánuði. Tók Adolf her-
togi þá við stjórn í Luxemborg. Luxemborgarmenn tala flestir þýzku, en
eru þó meiri vinir Frakka en Þjóðverja. Tóku þeir á móti Adolf með
kvæði, sem byrjar með þessum orðum:
Mir wolle keine Preisse sein
(vér viljum engir Prússar vera).
Af kvæði þessu má sjá, að þeir tala ekki hreina þýzku, heldur mál-
lýzku. Frakkar sendu mann til Luxemborgar með hexllaóskir. Árið 1867
lá við, að Napoleon þriðji legði út í ófrið við Þjóðverja út af Luxemborg.
Belgía.
Belgar héldu um sumarið 1890 hátíð í minningu þess, að 60 ár voru
síðan Belgía varð sjálfstætt ríki, og 25 ár síðan Leópold konungur kom
til ríkis. Konungur afhenti ríkinu öll eignarréttindi sín í Congóríkinu.