Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 25

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 25
BRETAVELDI 1790—1890. 25 Vancouver (við Kyrrahafsenda járnbrautarinnar) miðja vegu milli Englands og Ástralíulands eða New Zealands. Þangað til þessu er kippt í lag, fara margir Suezleiðina. Nýlendurnar í Ástralíu eru hér um bil jafnstórar og Canada, en eng- in útlit eru til þess, að járnbrautir verði lagðar yfrum meginland Ástralíu; innlendisþurkarnir þar eru ekki betri en ískuldarnir við Hudsonflóa. Ástralíu- menn búa flestir í stórbæjum; þeir eru allir frá Stórbretalandi og þeim er engin hætta búin af öðrum ríkjum, þó þeim sé mjög illa við, að þau slæi eign sinni á eyjar í eyjaálfunni. Helzta áhugamál þeirra er nú, hvort þeir eigi að ganga í bandalög sín á milli. í Canada reyndist það hin mesta blessun. En það er vandi að koma þessu í kring svo öllum ný- lendunum liki vel. Sumar hafa tollverzlun, sumar frjálsa vcrzlun, sumar fjárhag i lagi, sumar i ólagi. Líklegast er, að þær muni fara að eins og Bandaríkin, leggja háa tolla á allt aðflutt, hvort sem það kemur frá öðrum hlutum Bretaveldis eða ekki, og hafa frjálsa verzlun og viðskipti sín á milli. Ef Englendingar ekki leyfa þeim, að halda sér við „Australia for tbe Australians11 og skemma verzlun sjálfra sin, þá segja þeir slitið öllu sambaDdi við þá. íbúar Suður-Ástralíu og Queenslands vilja skipta þeim fylkjum og æðsti ráðgjafinn í New South Wales heflr sagt íræðu, að Ástralíubúar ættu einir ráð á hverri torfu i landinu og þyrftu ekki að fara bænarveg til Lundúna. Það sást á, þegar þingið í Lundúnum fékk 40,000 mönnum í hendur Vestur-Ástralíu, sem er á stærð við Ind- land, og gaf þeim þing og ráðaneyti, að Euglendingar flnna, hve langt þeir mega fara. í Suður-Ástralíu hafði Englandsstjóru skipað jarl, en setti þegar annan i staðinn, er hún fann að landsbúum likaði hann ekki. í Queenslandi var dugandismaður skipaður jarl, en landsbúar risu svo önd- verðir gegn honum, að stjórnin varð að lokum að láta undan. Aðalástæð- an til þessa er sú, að Ástraliubúar vilja vera einir um hituna, ráða sjálfir hverjir eru jarlar. Þegar bandalögin komast á, — sem verður að fám ár- um liðnum —, þá skipar ráðaneyti Ástralíu-vísikonungs jarlana, eins og nú er i Canada, en hann einn er skipaður af Englandsstjórn. í það em- bætti yrðu þá valdir einhverjir stórhöfðingjar, sem Ástralíumenn tækju tveim höndum. En sá vandi fylgir hinum nýju bandalögum, að þeir geta ekki komið sér saman um, hvar höfuðborg vísikonungsins eigi að standa. Vegna sveitarígs verða þeir að finna sér borg líkt og Washington i Banda- ríkjunum eða Ottawa í Canada, einhverja landamæraborg. Albury á landa- mærum New South Wales og Victoríu er líklegasti staðurinn, Ef Ástralía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.