Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 43

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 43
Rússland. Rússar eða öllu heldur nokkrir menn, sem ráða hjá Kússakeisara (Pobedonoseff o. fl.) hafa tekið upp á því gjörræði, að reyna að gera Finn- land rússneskt, innlima það í hið rússneska ríki. Hinn 31. desember 1888 voru hér um bil 2,300,000 íbúar á Finnlandi, af þeim voru Finnar 1,966,000, Svíar 332,000, Rússar 4,650, Þjóðverjar 1800 og 1000 Lappar. í höfnðborginni Helsingfors búa um 60,000 manns. Þegar Finnland komst undir Rússakeisara 1809, lofaði Alexander keisari, að það skyldi halda öllnm lögum og venjum sínum, hafa her sér, peninga, mál og vog, póstgöngur og tolla, þingbundna stjórn o. s. frv. Eogan Rússa mætti skipa embættismann á Finnlandi eða foringja í Finnaher, sem er 6,000 manns. Þing Finna er í fjórum deildum, klerkar, borgarar, aðalsmenn og bændur. Sumarið 1890 fór að brydda á yfirgangi Rússa. Þeir lögðu allar póstgöngur á Finnlandi undir innanríkisráðgjafa sinn í Pétursborg, skyld- uðu Finna til að læra rússnesku og fleira því um líkt. Jarlinn á Finn- landi lét draga út allar greinir í blöðunum, sem kurruðu yfir þessu, og eitt blað var gert upptækt. Þetta var brot á prentfrelsi, brot á stjórnar- skrá Finna. Lærðir menn á Finnlandi rituðu gegn þessari lögleysu, en bækur þeirra voru bannaðar í Rúslandi; rússneskur prófessor ritaði gegn þeim bók, og þóttist berja þá niður. Til dæmis um, hve áreiðanleg sú bók er, skal jeg nefna, að höfundur segir meðal annars, að Olafur helgi hafi fallið við Svoldur, o. fl., sem er jafnrétt. Finnum er vel til keisara; ferðast hann opt á sumrin á léttiskútu fram með ströndum Finnlauds, og er honum þá ætíð vel fagnað. Nú sáu þeir, að hann veitti fé manni þeim, er skrifaði níð um Finnland. En þó gátu Svíar og Finnar á Finnlandi ekki orðið á eitt sáttir; hefur lengi verið rígur milli þeirra (Suecomanar, Finnomanar). Fyrir vestan Helsingja- botn tók menn sárt ójafnaður Rússa, þvi þá rekur minni til þeirra tíma, er Finnland var sænskt fylki. Fannst Svíum, að allt, sem Finnum væri gert til miska, væri sér gert. Við árslok var svo komið, að Finnar bjugg- nst við fleiru illu af hendi Rússa, og Svíar létu hermannlega, ætluðu að víggirða hafnir og búa her sinn. í fylkjunum við Eystrasalt sæta Þjóðverjar þungum búsifjum. Pobe- donoseff reynir hvað hann getur að gera þá rússneska og grísk-kaþólska, og er beitt meiri hörku þar en í Slésvík við Dani, Þýzkalandsstjórn hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.