Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 24
24
BftETAVELDI 1790-1890.
Og Bandaríkin vita sem er að England þorir ekki að beita sér við þau
meðan það á þetta á hættunni. En England ætlar sér að eiga eptir stöð
við Atlantshaf og stöð við Kyrrahaf.
Sumir vilja, að Canada gaugi að sömu kostum í viðskiptum við Banda-
ríkin og eitt af Bandaríkjunum sjálfum, en Bandaríkin ganga ekki að því.
Þá er nfl. allur hagurinn Canadamegin. Canadabfiar gætu afnumið inn-
flutningstolla bjá sér og selt allt ódýrara en Ameríkumenn, sem hafa háa
innflutningstolla. Auk þess græða þeir meir á að fá 62 miljónir kaupenda
en Ameríkumenn á að fá 5 miljónir kaupenda.
Aðrir vilja, að Canada gangi inn i hið ameríkanska tollsamband, en
þá mundu Amerikumenn drepa niður verzlun Canada við aðra hluta
heimsins.
Prófessor Goldwin Smith, og Honoré Mcrcier, hinn kaþólski og franski
æðsti ráðgjafi í Quebec, hafa barizt í ræðum og riti fyrir innlimun í Banda^-
ríkin. Goldwin Smith segir, að forsjónin hafi ætlað Norður-Ameríku að
vera eitt ríki, að Frakkar mundi þá engu ráða, að Canada losni livort
sem er við Bretaveldi. En einu sinni tók Sherman, hershöfðinginn gamli,
fram í hjá honum, ög sagði, að Ameríkumenn kærðu sig ekki um meira
land, en þeir hefðu. Auk þess mundu kosningarnar og flokkaskipanirnar
í Bandaríkjunum komast á ringulreið, ef þessu yrði framgengt, og hvorki
republikanar né demókratar vildu eiga það á hættu.
Það virðist undarlegt að Mercier skuli vera á bandi með Goldwin
Smith, en hann brúkar það eins og keyri og ógnarvönd á þingið í Ottawa.
Hann veit að Frakkar mundu einskis mega sín í Washington og ekki fá
að tala þar mál sitt eins og í Ottawa. Quebecfylkið mundi missa hið
franska yfirbragð sitt eins og fylkið Louisiaua hefur misst það. Ef Can-
ada væri sjálfrar sín, þá yrði hún innan skamms undirlægja Bandaríkj-
anna. Vorið 1891 verða almennar kosningar til þings i Canada og mun
þá sjást, hvort Bandaríkin geta kúgað Canadabúa til að gaiua í verzlun-
arsamband við sig, með hinum háu tollum, sem kenndir eru við Mac
Kinley.
Ástraliubúum þykir gaman að legja leið sína heim til Englands um
svæði af hinu mikla ríki sem þeir búa í, svæði, sem er 1000 enskum míl-
um breiðara um að fara en vegalengdiu milli hinna fjarlægustu staða á
meginlandi Ástralíu. Leiðin frá Liverpool til Kyrrahafsenda járnbrautarinn-
ar iniklu er 6000 enskar mílur; ágæt og rausnarleg skip ganga um
Atlantshafið, en á Kyrrahafinu ganga ekki slík bákn. Þó er bærjnn