Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 37

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 37
ENGLAND. 37 breytingartillaga yið uppástunguna. Bealy: bravð, heyr. Parnell: Healy, nú þoli jeg ekki meir af yður. Arthwr O’Connor: vér sömdum við Qladstoninga til þess, að Parnell gæti með sóma sjálfkrafa sagt af sér. En nú væri gengin vika með málæði og minnihlutinn gæti með hjálp for- seta dregið allt á langinn óendanlega. Parnell: það kemur ekki til mála. Arthur O’Connor kvað meiri hlutann hai'a hið æðsta vald. Parnell bað hann lialda sér við efnið og ekki tala um máltöf, þó hann væri vel að sér i henni. Arthur O’Connor kvaðst liafa rétt til að biðja menn að eyða ekki timanum lengur og skera úr þrætunni i þessu herbergi eða öðru. McCarthy bað þá, sem væru samdóma honum, að ganga út. Sonur McCarthy kvaðst hafa komið til að greiða atkvæði með Parnell, en mundi nú fylgja meiri hlutanum. Fylgdu 44 McCarthy út úr salnum og komust sumir þeirra í krappan áður en þeir komust út, þvi parnellítar veittu þeim aðsúg með óhljóðum. Parnellítar héldu áfram umræðum og voru þeir 29. Einn þeirra sagði, að hvað sem nú drifl á dagana fyrir Parnell, þá mundi nafn hans ætið verða nefnt við hliðina á Daníels O’Connels sem merkasta nafn írlands í hinar þrjár siðastliðnu aldir. Parnell kvað mótstöðumenn sina hafa flúið, því þeir væru hræddir við írsku þjóðina. „Yér höfum sigrað í dag. ír- land getur sent oss jafnnýtan mann í stað hvers einstaks, sem fór, og jeg þekki það illa, ef það ekki gerir það. Deir bafa rofið tryggðir við flokk sinn, við foringja sinn og við land sittu. Þannig skiptist hinn írski þingflokkur í tvær deildir. Fylgja 31 Parn- ell, en 52 hafa tekið Justin McCarthy til forustu, og 3 eru ennþá á báðum áttum. Justin McCarthy, foringi andparnellíta, er valmenni, en ekkert hafði haun að gera upp í hendurnar á Parnell. Hann er skáldsagnahöf- undur, blaðamaður og sagnaritari góður, en írar hlittu ekki forustu hans, heldur Davitts og Healys, gegn Parnell á írlandi. Eptir fundinn 6. des- ember barst leikurinn yfir á írland. Þegar Parnell kom til írlands, fógnuðu Dýflinarbúar honum forkunnar- vel og drógu vagn hans um göturnar. Hélt hann nú hverja ræðuna á fætur annari og gerði upptækt, blaðið „United Ireland11, því ritstjóri þess O’Brien (Brjánn) hafði snúizt gegn honum. Lét hann prenta útgáfu, sem var í hans anda, en um nóttina réðst Bodkin, er hafði á hendi ritstjórn fyrir Brján, inn, og eyddi hinni nýju útgáfu. Parnell kom aptur með sína liða og urðu sviptingar og ryskingar á skrifstofunni, áður en ritstjórninn varð þokað út. Kom siðan út parnellitisk og andparnellítisk útgáfa af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.