Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 15

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 15
ÞÝZKALAND. 15 Lofaði keisari mjög í ræðu sinni náttúrufegurð Noregs og velvild Norð- manna. Um mánaðamótin júlí—ágúst sigldi hann heim til Wilhelmshafen, en stóð ekki við nema dag á Þýzkalandi og hitti drottningu snöggvast. Síðan sigldi hann með flota sinn til Englands og hitti Victoríu drottningu á eynni Wight. Var þar haldin flotasýning mikil fyrir hann, en hann dvaldi þar að eins fáa daga. Gaf hann Salisbury mynd af sér í fullri líkamsstærð; svo feginn var hann að fá Helgoland. Siðan sigldi hann til Helgolands og kom þar daginn eptir að eyjan var afhent Þjóðverjum, 11. ágúst. Steig hann á land og lét halda guðsþjónustu undir herum himni. Hélt hann undir skirn hinu fyrsta barni, er fæddist eptir að eyjan varð eign Þýzkalands, en áskilið var í samningnum, að allir þeir, sem fæðzt hefðu áður eyjan komst undir Þýzkaland, skyldu eiga kost á að velja um, hvort þeir vildu heldur vera enskir eða þýzkir þegnar, og var þetta því hinn fyrsti þegn hans. Síðan sigldi keisari til Rússlands; hafði Rússa- keisari hoðið honum á hersýningu mikla við Narwa*. Caprivi var í sveit keisara og komu þeir til Narwa 17. ágúst. Rússakeisari tók þeim með mikilli viðhöfn og voru þeir viðstaddir stórkostlega hersýningu 22. ágúst. Caprivi talaði margt við De Giers, utanrikisráðgjafa Rússa, en enginn veit hvað þeim hefur farið á milli. Fremur var kalt milli þeirra keisaranna. Síðan fór keisari heim til Berlínar og tók drottningu meðsér á her-og flota- sýningu í Slésvík. Þaðan fór hann til Slesíu í september og hélt þar afar- mikla hersýningu, og voru þeir Austurríkiskeisari og Saxakonungur staddir við hana. Hann hélt þeim veizlu, og kvað liðinu ekki hafa hrakað síðan um daga Vilbjálms afa sins. Franz Jósef kvaðst aldrei hafa augum litið jafnfrítt lið. Eptir sýniuguna heimsótti hann gamla Moltke, og heilsaði upp á haun með virktum. Um mánaðamótin september—október heim- sótti hann Franz Jósef, kom snöggvast við í Vín, en Taaffe, forstöðumað- ur ráðaneytis, kom nú ekki á fund hans, enda lét keisari i fyrra sem hann sæi hann ekki. Þykir honum Taaffe draga helzt til mikið taum Slafanna i Austurriki. Keisararnir voru marga daga á veiðum. Rétt eptir árslok eignaðist Vilhjálmur son með drottningu sinni. Kvaðst hann vera ánægður með árið 1890, því það hefði gefið sér hinn sjötta son sinn og eyna Helgoland. Fulltrúar Englendinga og Þjóðverja voru lengi að semja i Berlín um landamæri Afríku. Stappaði Stanley stálinu í Salisbury og toguðust *) Þar sigraöi Karl 12. Rússa, áriö 1700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.