Skírnir - 01.12.1907, Blaðsíða 12
300
Stephan Gr. Stéphansson.
Og loks stælti herhvöt sú hermóð í lyð
með hreimmiklum stuðlum og þéttum.
Þau stigu mót dögun upp hæðir og hlíð
þau hoppuðu á ásum og klettum,
þau titruðu um dalina og drögin :
þau dróttkvæðu Norðmanna slögin.
En orustubúið stóð Olafs kongs lið
til áhlaups við foringjans bending
því kongsmanna röskleikinn raknaði við
og reis nú við sérhverja hending.
Þeir kváðu við ósigra alla
þá aldregi vinnast, sem falla.
En konungur Þormóði gullhring sinn gaf,
og gjöfin og þágan var frami.
Þó veldi og hamingju hallaði af
var höfðingja bragurinn sami.
Og hnossið var sæmdina að hljóta,
ei hitt, hversu langt var að njóta.
Því Ólafur fann það og allir hans menn,
og undu nú hlut sínum betur:
af konungdóm þeim var hann óhrakinn enn,
sem íþrótt og snildina metur.
Og hræðslan fór hrakför, að bjóða
út hamingju Þormóðs til ljóða.
Um leikslokin veizt þú, og endir þess alls —
mót ósigri vísum og skæðum
var gengið í berhögg og barist til falls;
menn brugðust ei Þormóðar kvæðum;
að helgur varð hirðstjórinn, veginn,
því hneisan féll lattdráða megin.
Og það hafa í útlöndum íslenzkir menn
af afdrifum Þormóðs að segja —
og staddir í mannraun, þeir minnast þess enti,
um meiðslin sín kunni ’ann að þegja !
að örina úr undinni dró hantt,
og orkti og brosandi dó hann.