Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 84

Skírnir - 01.12.1907, Page 84
372 Upptök mannkynsins. Svo nýtt er þetta verkfæri, mannvitið, að ennþá kunna allflestir ekki við að beita vitögninni sinni mikið öðruvísi en dýrin; og enginn getur án alls skaða fyrir sjálfan sig beitt henni að mun öðruvísi. Ennþá hafa all- flestir ekki áttað sig á því, að það er þó einmitt þessi við- leitni til þess að afla sér svo víðtækrar og skipulegrar þekkingar á heiminum er mannvitið frekast leyflr, sem fremur öllu öðru hefir skapað nútíð, og mun skapa fram- tíð mannheima frábugðna því sem gerist í dýrheimum. Ennþá hlakka margir yfir því, að gallar mannvitsins koma einnig fram til tafar og skemda í þeirri miklu smíð er nefnist vísindi. Það eru ekki beinlínis apar sem jeg á við; en jeg get hugsað mér, að á líkan hátt mundu aparnir hreykja sjer hróðugt á greinum sínum, er þeir sæu mönnunum takast. eitthvað miður vel. Orðið vísindi er að sumu leyti ekki gott: allmilcið af því er vjer nefn- um vísindi er ennþá að eins líkindi. Að öðru leyti er aftur orðið vísindi ágætt: það táknar markmið sem stefnt er að. Vísindin mega naumast heita meir en nýbyrjuð ennþá. En undirstaðan er fengin, aðferðin til að afla sér vissrar þekkingar, leiðin til að skapa vísindi. Er vjer íhugum þetta, sjáurn vjer hvað þýzka orðið Wissenschaft er ágætt. (Meira). Dk. Helgi Pjetursson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.