Skírnir - 01.12.1907, Blaðsíða 63
Agrip af sögu kvenréttindáhreyfingarinnar.
351
enn. Þó heflr sendinefnd þeirra fengið áheyrn hjá drotn-
ingu Wilhelmínu og hún heitið konum sinni aðstoð. Þeim
til styrktar ætlar Allsherjarkjörr-éttarfélagið að halda
næsta stórfund sinn í Amsterdam í júní 1908, og vænta
menn góðs árangurs af því hollenzkum konum til handa.
Þýzkalan d. Þar eru réttindi kvenna á mjög mis-
munandi stigi. I sumum ríkjunurn, t. d. Prússlandi, mega
konur ekki einu sinni stofna félög né lialda fundi um
opinber mál. Kvenréttindi og kosningarrétt má ekki
nefna á nafn. 1 Bæheimi hafa konur haft kosningarétt
og kjörgengi í sveita- og safnaðarmálum síðan 1364, með
umboðsmönnum. Það er að segja, þær hafa orðið að gefa
karlmanni umboð til að kjósa fyrir sig. Einungis í Prag
var þessurn lögum breytt 1858, þannig að ákvæðið var
einskorðað við »karlkyns borgara«. I sumum þýzku ríkj-
unurn hafa konur rétt til að kjósa sjálfar. Kosningalögin
í Bæheimi frá 1861 veita öllum kjósendum bæði kosning-
arrétt og kjörgengi í sveitamálum. í Prag urðu þá all-
ar skattskyldar konur kosningarbærar og kjörgengar.
Þessi réttindi hafa þó til skamms tíma ver'ið lítið notuð.
En nú eru öflug kosningarréttarfélög að rísa upp til að
vekja áhuga og útbreiða þekkingu á þessu máli. Aðalfé-
lagið heldur til í Hamborg og reynir þaðan að hafa áhrif
á prússneskar konur, og almenningsálitið þar. Stórmerk
kona, dr. jur. Anita Augsburg, er forstöðukona kosn-
ingarréttar-landsfélags þýzkra kvenna; hefir hún skorað á
öll kvenfélög ríkisins að taka höndum saman og stofna
kvenréttindafélög í hverri borg, halda hvervetna opinbera
fundi, og yfir liöfuð láta einskis ófreistað til að hafa áhrif
á almenningsálitið, blöðin, löggjafarvaldið og — konurnar
sjálfar, til þess að búa í haginn fyrir góð og greið úrslit
á baráttunni fyrir stjórnarfarslegum réttindum kvenna.
S v i s s. Þar eru líka félög komin á fót til þess að
vinna að kosningarréttarmálum kvenna. Þau hafa nú
byrjað á atð vinna menn til að setja kosningarrétt kvenna
í sveitamálum, kirkju- og skólamálum á stefnuskrá sína.
Síðan þau tóku til starfa hefir áhugi aukist á kvenfrelsis-