Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 93

Skírnir - 01.12.1907, Side 93
ísland árið 1907. (Stutt yfijlit). Ár þetta mun mega teljast meðalár til lands og sjóar. Tið var nm- hleypingasöm framan af árinu og snjóþungt í sumum hlutum iandsins. Norðlendingar fengu skip frá Englandi um veturinn með skepnufóður og var farminum skipað upp á ýmsum höfnum frá Húsavík til Steingríms- fjarðar. Vorið var og eigi gott, og sumstaðar mátti það hart heita, en þó varð hvergi stórtjón að. Sumarið var óvenjulega þurviðrasamt og kalt og grasspretta viða með minsta móti, en nýting heyja alstaðar i hezta lagi. Haustið var allgott, þótt stutt en skarpt áfelli spilti því í byrjun, en síðustu mánuði ársins hefir verið öndvegistið nm land alt. Sögulegasti viðburður ársins er skipun sambandslaganefndarinnar og stendur hún í sambandi við heimsókn konungs og danskra ríkisþings- manna í sumar. 30. júlí, fyrsta dpginn, sem konungur dvaldi hér í Reykjavík, skipaði hann nefnd þessa, til þess að „rannsaka og ræða stjórnskipulega stöðu Islands í ríkinu“ og koma fram með frumvarp til nýrra sambandslaga. Var þetta gert eftir ósk alþingismanna í Dan- merkurför þeirra sumarið áður. I nefndinni eru 20 menn 7 íslenzkir og 1B danskir. Formaður hennar er íorsætisráðherrann, en Isiandsráðherra varaformaður og voru þeir tveir sjálfkjörnir í nefndina, en hinir voru skipaðir eftir tillögum þingmanna. Af hálfu alþingis voru þessir menn til nefndir og eiga þeir sæti í nefndinni fyrir Island: Jóh. Jóhannesson sýslum., Jón Magnússon skrifstofustj., Lái’us H. Bjarnason sýslum., Skúli Thoroddsen ritstjóri, Stefán Stefánsson kennari og Steingrímur Jónsson sýslum. Nefndin á að koma saman i Khöfn í febrúar næstk., og sam- kvæmt erindisbréfi sínu á hún, áður ár er liðið frá útgáfudegi þess (30. júlí), að láta konungi í té „álit um málið ásamt lagafrumvörpum, er til þess séu fallin, að lögð verði fyrir alþing og ríkisþingið“. Hver árang- ur verður af þessari nefndarskipun er auðvitað óvíst enn. En mikils verð tilraun er hún samt sem áður til þess að greiða úr gömlum þrætu- málum. Um heimsókn konungs og ríkisþingsmanna er annars eigi rúm til að fjölyrða hér. Til móttökunnar var að sjálfsögðu vandað sem bezt, og voru stjórnmálaflokkarnir hér samtaka um, að svo skyldi vera, og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.