Skírnir - 01.12.1907, Blaðsíða 47
V öluspá.
335-
því koma Heljar lýðir að norðan og Loki stýrir því fyrir
hönd dóttur sinnar, og er það eðlilegt. I handritunum
stendur hér * reyndar a u s t a n (f. norðan) og m ú s p e 11 s-
(f. Heljar), en það nær varla nokkurri átt, að þessi orð
séu rétt; S. Bugge hefir leiðrétt þau, og má segja margt
því til varnar. Hvað f í f 1 m e g i r sé, er óljóst, líklega
helzt jötnalið Hryms; bróðir Býleists er eflaust Loki. Þó-
liggur i þessum vísuorðum, að Loki kemur með Heljarliö;
jötnar hverfa að þar sem úlfurinn er og Loki sameinar
sig þeim aftur — og mynda svo allir nú eitt lið og eina
fylking. [50. v. er auðsjáanlega innskot; að minsta kosti
á hún mjög illa við hér, klýfur í sundur það sem saman
áj. Svo kemur Surtur sunnan að á vígvöllinn, og gengur
mikið á um leið og liann er á ferðinni, klettar og björg
titra, tröllkonur steypast, mannfólkið deyr og himininn
brestur. Surtur er líka jötunn; nafn hans kemur fyrir
meðal jötnaheita og Eyvindur skáldaspillir kallar Suttung
jötun hans nafni. Hvers kyns vera Surtur sé, erþvíekkert
vafamál. Um Surt vitum vér annars ekkert nema afskifti
hans af ragnarökri. Hann er eins og skapaður eimmgis
til þess að vera andskoti goðanna þá, og það hinn skæð-
asti allra, líklega af því að hann er stýrandi eldsins, er
hann brennir alla bygðina með. Þess ber að gæta, að
úr vestri koma engir fjandmenn, og kemur það til af þvi
að alt fram að víkingaöldinni þektu norðmenn engin lönd
eða bygðir í vestri, ekkert nema hið ómælanda haf, og
goðahugmyndir þeirra og trúar- eru miklu eldri en vik-
ingaferðirnar.
Þá segir völvan frá vígi og falli einstakra goða, en
örstutt, um Frey að eins að lxann hafi barist við Surt;
Oðins og Þórs er sérstaklega getið, sem von var (52.—55.
v.) Annar harmur Hlínar (= Friggjar) bendir til 32. v.
og þess sem þar er frá sagt. 53. v. um hefnd Víðars
væri í sjálfu sér vel við eigandi, en af því, að í henni eru
svo margar kenningar, hafa menn viljað ráða, að hún
só innskot. Þegar aðalgoðin eru dauð er, sem vænta
mátti, öll aðalmótstaða búin — og þá sortnar sólin (til