Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 19
Saga íslands.
355
Þeir sem værn svo hepnir að vera ungir þegar fyrsta
bindið kæmi, gætu þó ekki gert sér von um endirinn fyrr
en einhverntíma á elliárunum. Það dræpi allan áhuga.
Og gamla fólkið gæti ekki annað en hrist höfuðið og lit-
ið á börnin og barnabörnin.
III.
Mín tillaga er því þessi í fám orðum:
Allri íslandssögunni, segjum t. d. um 1000 ár, 874—
1874, er skift í 10 parta, er hver um sig sé efni í sérstaka
bók. Skiftingunni þyrfti að haga svo, og efnið ætti að
fara þannig með, að hver bók yrði sjálfstæð heild um leið
og hún er liður í röðinni. Gerði minna til þó að einhverj-
ar endurtekningar væru um samskeytin. Og mikil brögð
þyrftu ekki að vera að því ef samvinna væri góð milli
höfundanna, og lipur maður stæði fyrir útgáfunni. Bezt
væri að enginn maður ritaði nema eina bók, en engan-
veginn væri það þó nauðsyn. Einn maður yrði svo að
vera fyrir útgáfunni til þess að annast samræmi í réttrit-
un, líka meðferð efnisins á yfirborðinu o. s. frv. Lítið eða
ekkert gerði til í hvaða röð bækurnar kæmu út, ef þær
væru sjálfstæðar hver um sig. Sá fengi fyrstur sína bók
á prent, sem fyrst yrði búinn, og eru líkindi til að ein-
hver yrði fljótur. En hinsvegar hefðu þá aðrir nægan
tíma, og létti það mjög valið á mönnunum. Gerði ekki
til þó að 3—4 ættu margt eftir ólært.
Eitt vandamesta atriðið í þessu efni væri skiftingin.
Yrði að sjálfsögðu aðalútgefandi að gera hana með ráði
beztu manna. Væri þar hægt að fara eftir ýmsum aðal-
reglum. Einföldust væri sú regla að fara algerlega eftir
tímanum, potast áfram svo og svo mörg ár með hveri bók,
eftir þvi, sem hentast þætti. Mætti rétt til dæmis nefna
svona skiftingu:
I. Landnámsöld.
II. Gullöld.
III. Sturlungaöld.
23*