Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 87
Ritfregnir.
423
íBorgfirðing, sem gefið hefir út rithöfundatal og aðstoðað Lidderdale
í skrá hans yfir íslenzkar hœkur í British Museum. Enn hefir og
dr. Jón Þorkelsson, landskjalavörður, víða í ritum sínum lagt drjúg-
an skerf til íslenzkrar bókfræði, einkannlega í Digtningen pá Island
ú det 15. og 16. arhundr. Kh. 1888.
En um verulega vísindalega bókfræðarannsókn er ekki að ræða
fyrr en Willard Fiske kemur til sögunnar1). Hafði hann þá ná-
kvæmni til að bera, sem nauðsynleg er til ritstarfa í þeirri fræði,
var og auðmaður svo mikill, að hann þurfti ekki öðrum störfum að
sinna en hann vildi, og gat sjálfur kostað útgáfu rita sinna, sem
eru þess eðlis, eins og önnur bókfræðirit, að lítið hefst upp úr þeim
að fjárgróða, þótt hin gagnlegustu séu mönnum til leiðbeiningar.
Fiske samdi og gaf út Bibliographioal Notices, I—VI. Er þar af
um íslenzka bókfræði I og IV—VI.
Það mun verið hafa um síðustu aldamót, að Halldór Hermanns-
son gekk í þjónustu Fiske’s og tók að vinna með honum að skrá-
setningu bókasafns hans, íslenzkra bóka, þess hins mikla, er Fiske
hafði safnað til um langa æfi. En er Fiske andaðist tók Halldór
við vörzlu bókasafnsins. Hefir Halldór síðan árlega gefið út eitt
rit um íslenzka bókfræði. En Fiske hafði svo ráð fyrir gert og
gefið sjóð til þess að kosta ritið. Er það safn nú orðið 7 bindi.
Er það bókfræða-ritsafn nefnt I s 1 a n d i c a. Það er samið af hinni
mestu nákvæmni og fádæma-vandvirkni. I s I a n d i c a hefir að
geyma þessi rit:
I. Bibliography of the Icelandic sagas and minor tales, þ. e.
Bókfræða skrá yfir íslenzkar fornsögur og þáttu.
II. The Northmen in America, þ. e. skrá rita um landafundi
fornmanna í Vesturheimi.
III. Bibliography of the sagas of the kings of Norway and
Hafði sira G-unnar verið skólameistari & Hólum á undan Hálfdani.
Kvæðið heitir Hugdilla og er prentað á Hólum 1777. Það er i 12 er-
indum og er þetta upphaf að:
Island, auðlegð sjá hér þína a efri og fyrri tið!
ísland, dugnað lát ei’dvína, þótt dynji á margs kyns hrið!
Island, akta ei þeirra stríð, heimsku er hreyfa sinni,
hneigðir mest fyrir nið.
*) Þó hafði Th. Möhius gefið út Catalogus librorum Islandicorum o. s.
frv. Lpz. 1856 og viðaukaskrá við þá hók, Lpz. 1880. En þessi rit taka
að eins til fornbókmenta vorra.