Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 52
Um lífsins elixíra
og
hið liíandi hold.
Pyrirlestur fluttur i stúdentafélaginu á Aknreyri í febrúar 1914.
Það mun orðið flestum kunnugt, að líkami vor er
skeyttur saman úr agnarsmáum lífseindum eða lifandi
verum, sem vér köllum sellur. Og hver af þessum sellum
er í öllum aðalatriðum eins að gerð og lægstu dýrin, sem
kölluð eru frumdýr, af því að margir halda, að hinar
fyrstu lífverur jarðarinnar hafi verið svipaðar þeim að
útliti.
Sellurnar eru mjög mismunandi i líkamanum eftir því
í hvaða líffæri þær eru; taugasellur, vöðvasellur, handvef-
sellur, húðsellur, beinsellur, brjósksellur, kirtilsellur, þessar
eru hinar helztu sellutegundir líkamans, hver með sinni
gerð og náttúru, því hver þeirra hefir sína sérstöku köll-
un að rækja. Flestar eru þær svo smáar, að þær sjást
aðeins í góðri smásjá. Langstærstar eru sumar taugasell-
urnar, því út úr þeim liggja þræðir eða símar, sem reynd-
ar eru örmjóir, en svo langir, að þeir lengstu ná t. d. frá
neðri hluta mænunnar og niður á tær. Það eru þessir
simar eða angar út úr taugasellunum sem mynda taug-
arnar.
Sellustarfið í líkamanum er mjög margbrotið. Við
taugasellurnar í mænu, heila og taugahnoðum er alt sálar-
líf vort bundið. En hvernig sellurnar fara að finna til og
framleiða hugsanir, eða hvort þær eru aðeins miðlar, eða
eins og verkfæri, t. d. í líkingu við hljóðfæri, sem leikið