Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 68
Ælfisaga mín.
Eg er fæddur að Minna-Núpi 26. sept. 1838. Foreldr-
ar mínir voru: Jón bóndi Brynjúlfsson og kona hans Mar-
grét Jónsdóttir, er lengi bjuggu á Minna-Kupi. Brynjúlfur,
föðurfaðir minn, bjó þar áður; hann var son Jóns Thor-
laciusar bónda á Stóra-Núpi, Brynjúlfssonar á Hlíðarenda,
Þórðarsonar biskups. Móðir föður míns, síðari kona Bryn-
júlfs á Minna-Núpi, var Þóra Erlingsdóttir, Olafssonar
bónda í Syðra-Langholti, Gísiasonar prests á Olafsvöllum.
Móðir Brynjúlfs, afa míns, var Þórunn Halldórsdóttir bisk-
ups. Móðir Þóru, ömmu minnar, var Helga Jónsdóttir
bónda á Asólfsstöðum, Þorsteinssonar; Helgu átti síðar
Jón bryti í Háholti, er þar bjó í sambýli við G-ottsvein
gamla, sem getið er í Kambsránssögu. Faðir móður minn-
ar var Jón hreppstjóri Einarsson á Baugstöðum, Einars-
sonar bónda þar, Jónssonar bónda á Eyrarbakka, Pálssonar.
Móðir móður minnar var síðari kona Jóns hreppstjóra,
Sezelja Amundadóttir »snikkara«, Jónssonar. Móðir Jóns
hreppstjóra, kona Einars bónda, var Vilborg Bjarnadóttir
bónda á Baugstöðum, Brynjúlfssonar hins sterka, er bjó á
Baugstöðum á dögum séra Eiríks á Vogsósum. Móðir Se-
zelju, ömmu minnar, var Sigríður Halldórsdóttir, Torfason-
ar frá Höfn í Borgarfirði. Má rekja þessar ættir langt
fram og víða út, sem mörgum er kuunugt.
Eg ólst upp hjá foreldrum mínum, og vandist sveita-
lífi og sveitavinnu. Meir var eg þó hneigður til bóka
snemma, en hafði ekki tækifæri til að stunda bóknám.
Foreldrar mínir voru eigi rík, en áttu 7 börn er úr æsku
komust, og var eg þeirra elztur. Þau höfðu því ekki efni