Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 28
364
Hræðan.
mér. »Eitt enn þá, þú neitar mér ekki um það. Aðeins
eitt staup ennþá, Doddi minn«. Eg gaf honum það.
»Já, þú segir að eg hafi eyðilagt mann fyrir þér«. Hann
hélt um fótinn á staupinu, og hringsnéri því og horfði á
það á meðan hann talaði. Skjálftinn var nú farinn af
hendinni og röddin var orðin sterkari og líkari og fyr.
»Það hef eg ekki gert. En eg hef búið til mann handa
þér, mann sem þú getur lijálpað og glatt, prédikað fyrir
og hugsað um«.
»Ef eg hefði nokkra von«, greip eg fram í fyrir hon-
um, »þá skyldi eg glaður prédika og hjálpa, en nú hefirðu
sjálfur sagt það alveg þýðingarlaust. Þar af leiðandi get
eg ekki orðið Samverjinn miskunnsami þín vegna«.
»Hlustaðu á mig«, sagði hann, »eg hef sett upp hræðu
handa þér og öðrum, ógeðslega, andstyggilega hræðu á
leiðinni að forboðna trénu. Geturðu liugsað þér betri
hræðu? Aei, það geturðu ekki«. Hann þagnaði og horfði
á mig, en eg sagði ekkert og hann hélt áfram. »Hef eg
þá ekkert gert? Hef eg þá eyðilagt sjálfan mig til ein-
skis ? Hef eg þá ekki unnið mikið verk og þarft ? Hugs-
aðu þér allan þann hóp ungra manna, gáfaðra og vaskra
drengja, sem eru á leiðinni til sollsins, sjá svo þessa hræðu,
mig, og snúa aftur«!
»Þú ætlar þó vænti eg ekki að reyna að telja mér
trú um að þú hafir eyðilagt líf þitt af eintómum mann-
kærleika?« sagði eg, »að tilgangurinn hafi yfir höfuð verið
nokkur hjá þér með svalli þínu og ólifnaði. Drektu
úr staupinu og hættu þessu bulli«.
Hann drakk úr staupinu.
»Þú hefir altaf verið mér vinur«, sagði hann, »þú
einn hefir, held eg, altaf skilið það að — að eg hefi
stundum átt dálítið erfiðar stundir. Þú veizt það, að lífið
er enginn leikur. — Það kom atvik fyrir mig í Höfn,
sem var þannig að eftir það gat eg ómögulega lifað; það
var þröskuldur, það var eins og þverhníptur hamar fyrir
mér, og engrar áframkomu von. Þú veizt, að lífið er eng-
inn leikur — en þú veizt ekki hvað það er að verða