Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 54
390
Um lífsins elixira og hið lifandi hold.
nú í stuttu máli lýsa þremur helztu blindu kirtlum líkam-
ans, kverkkirtlinum (glandula Thyreoidea), aukanýrunum
(glandulæ suprarenales) og heiladingulnum (glandula pitu-
itaria).
K v erkkirtillinn liggur framan á barkanum lít-
ið eitt neðan við barkakýlið. Hversu efnissaflnn úr þess-
um kirtli er nauðsynlegur blóðinu og áhrifamikill í líkam-
anum, sézt bezt á þeim sjúkdómseinkennum er koma i ljós
þegar kirtillinn veikist eða er skorinn burtu.
Við hina svonefndu Basedowsveiki, bólgnar kirtillinn
stundum ákaflega. Sjúkdómseinkennin sem því eru sam-
fara eru venjulega þrenskonar: tíður hjartsláttur, tauga-
veiklun og að augun ganga út eins og þau ætli út úr
höfðinu, og afskræmist andlitið mjög af þessu. Veikin er
langvinn og erfitt að lækna hana.
Stundum kemur fyrir æxlismyndun í kirtlinum, eink-
um í unglingum, og er hún fremur tíð í sumum löndum,
eins og t. d. Sviss. Afleiðingarnar eru þær, að líkaminn
hrörnar og afturkippur kemur í allan þroska, sjúklingarn-
ir verða aumingjar, bæði andlega og líkamlega, og dvergar
að vexti.
Nú hefir oft verið reynt að skera kirtilinn burtu þeg-
ar um þessi veikindi hefir verið að ræða, en í hvert skifti
sem hann hefir allur verið skorinn burt, hafa komið fram
einkennileg sjúkdómseinkenni á ný, sérstaklega bjúgur í
hörundinu, sem nefnist spiklopi (myxoedem), andlegur sljó-
leiki, og jafnvel krampar. En öll þessi veiklunareinkenni
sem koma fram við kirtilhvarfið læknast oftast að fullu,
ef sjúklingurinn er látinn eta kverkkirtil úr dýrum. Einn-
ig hefir reynst vel að láta blóð úr heilbrigðri manneskju
streyma inn í æðar sjúklingsins.
Af öllu þessu sést, að kirtillinn er mikilvægt líffæri
sem ekki má án vera, en ennþá vantar töluvert á að það
sé fullrannsakað.
Aukanýrun eru tveir smákirtlar, sem liggja ofan
við sitt nýrað hvor.
Addisonsveiki er sjúkdómur kallaður, sem lýsir sér í