Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 111
Útlendar fréttir.
447
ur Afríku. Hinn gamalkunni Búaforingi, L. Botha, yfirráðherra í
Suður-Afríku, stendur nú fast með Englendingum og er ótrauður
fylgismaður sambandsins við brezka veldið þar syðra. Og indversku
þjóðhöfðingjarnir virðast nú vera orðnir svo ánægðir með samband-
ið við England, að þeir vilji ekki af því missa. Þeir senda á eig-
in kostnað hersveitir vestur til Evrópu til þess að berjast þar með
Englendingum. Langt er þó ekki síðan að kur var í lndlandi og
uppreisnarhugur gegn veldi Englendinga þar. En svona er það nú.
Frá gangi ófriðarins er ekki auðvelt að segja að neinu ráði enn
sem komið er. Fregnirnar eru mjög mismunandi eftir því, hvorir
málsaðila segja frá. Eu aðaldrættirnir eru þessir.
Þjóðverjar halda meginstyrknum af her sínum þegar í byrjun
inn á Frakkland, og mikið af honum fer þangað yfir Luxemburg
og Belgíu, sem voru hlutlaus ríki, og hlutleysi þeirra trygt með
samningum af Englandi, Frakklandi og Þyzkalandi. Þetta játa Þjóð-
verjar sjálfir að hafi verið rangt, en segja, að nauðsyn brjóti lög;
þeir hafi verið til þess neyddir vegna þess, að þeir hafi vitað með
vissu, að Frakkar hafi ætlað með her yfir Belgíu og inn í Norður-
Þ/zkaland, en lífsnauðsyn hafi verið fyrir sig, að verða þar fljótari
til. Það verður líka að takast fram, að Þjóðverjar báðu Belgi í
fyrstu um leyfi til þess að flytja í friði her sinn vestur yfir landið,
buðu bætur fyrir og hótu í móti vináttu sinni og vernd. Belgir
neituðu þessu, eins og þeim var skylt að gera vegna Frakka og
Englendinga, og létu her sinn og vígi verja Þjóðverjum vesturför-
ina svo lengi sem hægt var að veita viðnám. Á leiðinni vestur hafa
Þjóðverjar tekið mikinn hluta Belgíu hernámi og Þýskalandskeisari
hefir sett þar yfir landstjóra, einn af hershöfðingjum sínum. En
vígin við Antverpen verjast enn, og hafa Þjóðverjar ekki unnið þau,
enda flýttu þeir förinni vestur á Frakkland, er vegurinn var orðinn
opinn. En mikið töfðust þeir af mótstöðunni í Belgíu. Her Þjóð-
verja fór nú um Norður-Frakkland og tók þar kastala Frakka einn
eftir annan. Snemma í september var sagt, að her Þjóðverja væri
aðeins 30 kílóm. frá París. En síðan hafa Þjóðverjar þokast aftur
á bak, án þess þó að nokkur höfuðorusta hafi orðið þar, og her
bandamanna sækir eftir, en svo kallast nú hinn sameinaði her
Frakka og Englendinga, sem móti Þjóðverjum berst í Frakklandi.
í Austur-Prússlandi sóttu Bússar fram og komust vestur að
Königsberg, en biðu svo ósigur fyrir Þjóðverjum, og hefir nú her
Rússa hrokkið fyrir austur á landamæri.
Austurríkismenn héldu með mikinn her inn í rússneska Pól-